Jon Rahm hefur áhyggjur af framtíð Ryder-bikarsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2022 07:31 Jon Rahm vonar að LIV-mótaröðin í golfi hafi ekki slæm áhrif á Ryder-bikarinn. David Cannon/Getty Images Kylfingurinn Jon Rahm segist hafa áhyggjur af framtíð Ryder-bikarsins í golfi og vonar að mótið hljóti ekki skaða af því að margar af stærstu golfstjörnum heims séu að færa sig á sádí-arabísku LIV-mótaröðina. Spánverjinn mætir til leiks á Opna bandaríska meistaramótið um helgina þar sem hann mun freista þess að verja titil sinn. Nú stuttu fyrir mót fór hann þó að viðra áhyggjur sínar af Ryder-bikarnum. „Ryder-bikarinn er stærsta aðdráttaraflið til að fá nýtt fólk inn,“ sagði Rahm. „Ég vona að við missum ekki kjarnan úr Ryder-bikarnum. Það er það sem eg hef mestar áhyggjur af.“ „Þetta er mót þar sem við spilum allir frjálsir. Þetta er ein af uppáhalds vikunum okkar, sama hvort við vinnum eða töpum. Það segir ýmislegt um leikinn og hvar ég vona að hann verði.“ Evrópskir kylfingar geta tekið þátt í Ryder-bikarnum, sem haldinn er annað hvert ár, ef þeir eru hluti af DP World Tour-mótaröðinni. Amerískir kylfingar þurfa að vera hluti af PGA-mótaröðinni ef þeir vilja taka þátt. Yfirmenn PGA-mótaraðarinnar hafa hins vegar bannað þeim kylfingum sem taka þátt á LIV-mótaröðinni, eða skrá sig í hana, að vera hluti af PGA-mótaröðinni. „Ef einhver vill keppa í Ryder-bikarnum fyrir Bandaríkinn þarf sá hinn sami að vera meðlimur í PGA og þeir verða meðlimir með því að taka þátt á PGA-mótaröðinni,“ sagði Seth Waughn, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar á seinasta ári. Forráðamenn DP World Tour-mótaraðarinnar hafa hins vegar ekki enn tekið ákvörðun um málið. Þeir segja að vegna þess hversu flókin staðan sé sé enn verið að vega og meta þá möguleika sem fyrir hendi eru. Búist er við ákvörðun frá forráðamönnum DP World tour eftir tvær vikur. This Jon Rahm answer is absolutely the best PGA Tour defense I’ve seen pic.twitter.com/zFZIbQJhdX— Dylan Dethier (@dylan_dethier) June 14, 2022 Bandarísku kylfingarnir Bryson DeChambeau, Dustin Johnson og Phil Michelson hafa allir sagt skilið við PGA-mótaröðina og gengið til liðs við LIV. Evrópsku kylfingarnir Ian Poulter, Lee Westwood og Sergio Garcia hafa einnig farið sömu leið. „Munu þeir spila í Ryder-bikarnum, þessir kylfingar sem fóru?“ spurði Rahm. „Fyrir mér, Sergio [Garcia], þó hann sé ekki að slá undir 90 höggum, er hann augljóst val í liðið. Þannig að hvað er að fara að gerast?“ „Svo ertu með nokkra unga Bandaríkjamenn. Bryson [DeChambeau] fór, einhver sem var líklega að fara að vera í liðinu í framtíðinni. Fyrirliðastaða Phil [Mickelson] er örugglega í hættu.“ „Ég hef ekki hugmynd um hvað er að fara að gerast eða hvað gengur á á Evrópumótaröðinni. Ég veitt ekki hvað mun gerast.“ Spánverjinn lék æfingahringi með Phil Mickelson og Kevin Na á dögunum, en báðir hafa þeir gengið til liðs við LIV-mótaröðina. Rahm segir þó að þetta sé ekki fyrir sig, en segist þó skilja að einhverju leyti af hverju menn færa sig yfir, enda eru miklir peningar í boði. „Uppsetningin á þessu er ekki fyrir mig. Þrír dagar er ekki golfmót, það er enginn niðurskurður. Svo einfalt er það.“ „Ég ætla að orða þetta varlega. Ég skil nokkur af þeim rökum fyrir því að færa sig yfir. En ég vil spila við þá bestu í heimi í mótafyrirkomulagi sem hefur verið notað í hundruð ára. Ég hef alltaf haft áhuga á sögu og arfleifð og eins og staðan er núna þá býður PGA-mótaröðin upp á það. Hjartað mitt fylgir PGA-mótaröðinni.“ „Ég gæti hætt núna og lifað mjög góðu lífi. Þegar ég og konan mín ræddum þetta spurðum við okkur hvort að lífstíllinn okkar myndi breytast þó ég fengi 400 milljónir dollara. Nei, hann mun ekki breytast neitt.“ „Ég spila af því ég elska leikinn og ég vil spila á móti þeim bestu í heimi,“ sagði Rahm að lokum. Ryder-bikarinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spánverjinn mætir til leiks á Opna bandaríska meistaramótið um helgina þar sem hann mun freista þess að verja titil sinn. Nú stuttu fyrir mót fór hann þó að viðra áhyggjur sínar af Ryder-bikarnum. „Ryder-bikarinn er stærsta aðdráttaraflið til að fá nýtt fólk inn,“ sagði Rahm. „Ég vona að við missum ekki kjarnan úr Ryder-bikarnum. Það er það sem eg hef mestar áhyggjur af.“ „Þetta er mót þar sem við spilum allir frjálsir. Þetta er ein af uppáhalds vikunum okkar, sama hvort við vinnum eða töpum. Það segir ýmislegt um leikinn og hvar ég vona að hann verði.“ Evrópskir kylfingar geta tekið þátt í Ryder-bikarnum, sem haldinn er annað hvert ár, ef þeir eru hluti af DP World Tour-mótaröðinni. Amerískir kylfingar þurfa að vera hluti af PGA-mótaröðinni ef þeir vilja taka þátt. Yfirmenn PGA-mótaraðarinnar hafa hins vegar bannað þeim kylfingum sem taka þátt á LIV-mótaröðinni, eða skrá sig í hana, að vera hluti af PGA-mótaröðinni. „Ef einhver vill keppa í Ryder-bikarnum fyrir Bandaríkinn þarf sá hinn sami að vera meðlimur í PGA og þeir verða meðlimir með því að taka þátt á PGA-mótaröðinni,“ sagði Seth Waughn, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar á seinasta ári. Forráðamenn DP World Tour-mótaraðarinnar hafa hins vegar ekki enn tekið ákvörðun um málið. Þeir segja að vegna þess hversu flókin staðan sé sé enn verið að vega og meta þá möguleika sem fyrir hendi eru. Búist er við ákvörðun frá forráðamönnum DP World tour eftir tvær vikur. This Jon Rahm answer is absolutely the best PGA Tour defense I’ve seen pic.twitter.com/zFZIbQJhdX— Dylan Dethier (@dylan_dethier) June 14, 2022 Bandarísku kylfingarnir Bryson DeChambeau, Dustin Johnson og Phil Michelson hafa allir sagt skilið við PGA-mótaröðina og gengið til liðs við LIV. Evrópsku kylfingarnir Ian Poulter, Lee Westwood og Sergio Garcia hafa einnig farið sömu leið. „Munu þeir spila í Ryder-bikarnum, þessir kylfingar sem fóru?“ spurði Rahm. „Fyrir mér, Sergio [Garcia], þó hann sé ekki að slá undir 90 höggum, er hann augljóst val í liðið. Þannig að hvað er að fara að gerast?“ „Svo ertu með nokkra unga Bandaríkjamenn. Bryson [DeChambeau] fór, einhver sem var líklega að fara að vera í liðinu í framtíðinni. Fyrirliðastaða Phil [Mickelson] er örugglega í hættu.“ „Ég hef ekki hugmynd um hvað er að fara að gerast eða hvað gengur á á Evrópumótaröðinni. Ég veitt ekki hvað mun gerast.“ Spánverjinn lék æfingahringi með Phil Mickelson og Kevin Na á dögunum, en báðir hafa þeir gengið til liðs við LIV-mótaröðina. Rahm segir þó að þetta sé ekki fyrir sig, en segist þó skilja að einhverju leyti af hverju menn færa sig yfir, enda eru miklir peningar í boði. „Uppsetningin á þessu er ekki fyrir mig. Þrír dagar er ekki golfmót, það er enginn niðurskurður. Svo einfalt er það.“ „Ég ætla að orða þetta varlega. Ég skil nokkur af þeim rökum fyrir því að færa sig yfir. En ég vil spila við þá bestu í heimi í mótafyrirkomulagi sem hefur verið notað í hundruð ára. Ég hef alltaf haft áhuga á sögu og arfleifð og eins og staðan er núna þá býður PGA-mótaröðin upp á það. Hjartað mitt fylgir PGA-mótaröðinni.“ „Ég gæti hætt núna og lifað mjög góðu lífi. Þegar ég og konan mín ræddum þetta spurðum við okkur hvort að lífstíllinn okkar myndi breytast þó ég fengi 400 milljónir dollara. Nei, hann mun ekki breytast neitt.“ „Ég spila af því ég elska leikinn og ég vil spila á móti þeim bestu í heimi,“ sagði Rahm að lokum.
Ryder-bikarinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira