Hollendingar stálu sigrinum gegn Wales | Færeyingar snéru taflinu við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júní 2022 21:32 Memphis Depay var hetja Hollendinga í kvöld. James Williamson - AMA/Getty Images Það var nóg um að vera í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld, en alls voru spilaðir tólf leikir. Hollendingar unnu dramatískan 3-2 sigur gegn Wales og Færeyingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Lúxemborg eftir að hafa lent 2-0 undir. Noa Lang kom Hollendingum yfir gegn Wales eftir rétt rúmlega 15 mínútna leik áður en Cody Gakpo tvöfaldaði forystu liðsins sex mínútum síðar. Brennan Johnson minnkaði muninn fyrir Wales á 26. mínútu og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Lengst af leit út fyrir að þetta yrðu lokatölur leiksins, en lokamínúturnar buðu upp á nóg af dramatík. Á 90. mínútu fékk Tyrell Malacia dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að hrinda Connor Roberts inni í vítateig. Varamaðurinn Gareth Bale fór á punktinn og jafnaði metin fyrir velska liðið á annarri mínútu uppbótartíma. Velska liðið var enn að hugsa um markið þegar Hollendingar tóku miðjuna og skoruðu strax í næstu sókn. Þar var á ferðinni Memphis Depay og niðurstaðan varð því dramatískur 3-2 sigur Hollendinga. 𝗧𝗵𝗲𝘀𝗲. 𝗳𝗶𝗻𝗮𝗹. 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲𝘀. 🤯📝🇳🇱 Oranje trekt overwinning over de streep in absolute slotfase ⬎#NationsLeague #NEDWALhttps://t.co/hGaHiro4o9— OnsOranje (@OnsOranje) June 14, 2022 Þá sóttu Færeyingar gott stig er liðið heimsótti Lúxemborg. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn, en Joannes Bjartalid skoraði tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik og tryggði Færeyingum stig. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 3: England 0-4 Ungverjaland Þýskaland 5-2 Ítalía A-deild, riðill 4: Holland 3-2 Wales Pólland 0-1 Belgía B-deild, riðill 1: Armenía 1-4 Skotland Úkraína 1-1 Írland B-deild, riðill 3: Bosnía og Hersegóvína 3-2 Finnland Rúmenía 0-3 Svartfjallaland C-deild, riðill 1: Lúxemborg 2-2 Færeyjar Tyrkland 2-0 Litháen D-deild, riðill 1: Moldavía 2-1 Andorra Liechtenstein 0-2 Lettland Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira
Noa Lang kom Hollendingum yfir gegn Wales eftir rétt rúmlega 15 mínútna leik áður en Cody Gakpo tvöfaldaði forystu liðsins sex mínútum síðar. Brennan Johnson minnkaði muninn fyrir Wales á 26. mínútu og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Lengst af leit út fyrir að þetta yrðu lokatölur leiksins, en lokamínúturnar buðu upp á nóg af dramatík. Á 90. mínútu fékk Tyrell Malacia dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að hrinda Connor Roberts inni í vítateig. Varamaðurinn Gareth Bale fór á punktinn og jafnaði metin fyrir velska liðið á annarri mínútu uppbótartíma. Velska liðið var enn að hugsa um markið þegar Hollendingar tóku miðjuna og skoruðu strax í næstu sókn. Þar var á ferðinni Memphis Depay og niðurstaðan varð því dramatískur 3-2 sigur Hollendinga. 𝗧𝗵𝗲𝘀𝗲. 𝗳𝗶𝗻𝗮𝗹. 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲𝘀. 🤯📝🇳🇱 Oranje trekt overwinning over de streep in absolute slotfase ⬎#NationsLeague #NEDWALhttps://t.co/hGaHiro4o9— OnsOranje (@OnsOranje) June 14, 2022 Þá sóttu Færeyingar gott stig er liðið heimsótti Lúxemborg. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn, en Joannes Bjartalid skoraði tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik og tryggði Færeyingum stig. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 3: England 0-4 Ungverjaland Þýskaland 5-2 Ítalía A-deild, riðill 4: Holland 3-2 Wales Pólland 0-1 Belgía B-deild, riðill 1: Armenía 1-4 Skotland Úkraína 1-1 Írland B-deild, riðill 3: Bosnía og Hersegóvína 3-2 Finnland Rúmenía 0-3 Svartfjallaland C-deild, riðill 1: Lúxemborg 2-2 Færeyjar Tyrkland 2-0 Litháen D-deild, riðill 1: Moldavía 2-1 Andorra Liechtenstein 0-2 Lettland
A-deild, riðill 3: England 0-4 Ungverjaland Þýskaland 5-2 Ítalía A-deild, riðill 4: Holland 3-2 Wales Pólland 0-1 Belgía B-deild, riðill 1: Armenía 1-4 Skotland Úkraína 1-1 Írland B-deild, riðill 3: Bosnía og Hersegóvína 3-2 Finnland Rúmenía 0-3 Svartfjallaland C-deild, riðill 1: Lúxemborg 2-2 Færeyjar Tyrkland 2-0 Litháen D-deild, riðill 1: Moldavía 2-1 Andorra Liechtenstein 0-2 Lettland
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira