Þegar leikurinn er einungis þriggja mínútna gamall brýtur Ibrahima Konaté, leikmaður Frakka, klaufalega af sér með því að stíga á hælinn á Ante Budimir, leikmanni Króatíu, inn í vítateig eftir hornspyrnu Króata. Luka Modrić steig á punktinn og skoraði framhjá Mike Maignan, markverði Frakka, þrátt fyrir að að Maignan hafi valið rétt horn.
Frakkar réðu lögum og lofum eftir mark Króata í snemma leiks en Ivica Ivušić, markvörður Króata, sá við öllu sem Benzema, Mbappe, Tchouameni og fleiri reyndu. Króatar vörðust á löngum köflum með alla leikmenn inn á eigin vallarhelming og eina mark Modrić dugði til.
Með sigrinum fara Króatar í sjö stig í annað sæti 1. riðils A-deildar, tveimur stigum á eftir Dönum. Heimsmeistararnir frá Frakklandi eru hins vegar á botni riðilsins með tvö stig eftir fjóra leiki og eiga í hættu að falla úr A-deild.