Arnar segir ummæli Kára óheppileg og soft Atli Arason skrifar 13. júní 2022 16:30 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Getty Images Landsliðið fékk mikla gagnrýni eftir sigurleikinn gegn San Marínó á fimmtudaginn síðasta. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason sögðu í útsendingu Viaplay af leiknum að leikmenn væru ekki nógu harðir af sér. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, er ekki sammála þessari nálgun fyrrum landsliðsmannanna. „Ef ég á að mæla hvað er að vera soft þá kíki ég á tölfræði,“ svaraði Arnar, aðspurður út í gagnrýnina á fréttamannafundi í gær. Arnar nefndi að Ísland hefði unnið fleiri einvígi en San Marínó í leiknum. „Ég skil alveg hluta af því sem Kári var að segja. Kári skilur alveg leikinn og hefur verið í þessu. Það sem mér finnst óheppileg var hvernig Kári kom þessu frá sér en það er bara mín skoðun. Hann má vinna sína vinnu sem sparkspekingur eins og hann vill sjálfur gera,“ bætti Arnar við. „Ég veit hvert hann er að fara með þessu, hann vill að liðið sé þroskaðra og harðara. Ég skil það alveg en það gerist samt ekki nema strákarnir fá að spila saman, fá reynsluna og skilja út á hvað þessir landsleikir ganga. Kári skildi þetta ekkert þegar hann var 21 árs. Ég spilað með Kára í landsliðinu og ég man alveg eftir fullt af lélegum leikjum hjá honum og eins hjá mér. Kári má hafa skoðun og ef einhver má það er það hann en að mínu mati var þetta svolítið soft hjá honum, hvernig hann kom þessu frá sér.“ Umræðan um að vera soft byrjaði þegar Kári var að vitna í myndband af æfingu sem er á samfélagsmiðlum KSÍ. „Þetta er vídeó úr upphitun og þetta er í flestum liðum í Evrópu, þar sem það er reynt að hafa gaman, að búa til keppnir og sigurvilja hjá strákunum. Þetta snýst um að búa til stemningu en ég þarf ekkert að leita lengi á netinu til að finna Kára hlægjandi á æfingu hjá landsliðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fann sig knúna til að skrifa yfirlýsingu um æfingaraðferðir hjá landsliðinu eftir að mikill umræða fór af stað á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla Kára. Landsleikur Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni hefst klukkan 18.45. Ef Ísland á að eiga möguleika á að vinna 2. riðil B-deildar þá má liðið ekki tapa í kvöld. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 2 stig en Ísrael er á toppnum með 4 stig þegar tvær umferðir af fjórum eru búnar. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
„Ef ég á að mæla hvað er að vera soft þá kíki ég á tölfræði,“ svaraði Arnar, aðspurður út í gagnrýnina á fréttamannafundi í gær. Arnar nefndi að Ísland hefði unnið fleiri einvígi en San Marínó í leiknum. „Ég skil alveg hluta af því sem Kári var að segja. Kári skilur alveg leikinn og hefur verið í þessu. Það sem mér finnst óheppileg var hvernig Kári kom þessu frá sér en það er bara mín skoðun. Hann má vinna sína vinnu sem sparkspekingur eins og hann vill sjálfur gera,“ bætti Arnar við. „Ég veit hvert hann er að fara með þessu, hann vill að liðið sé þroskaðra og harðara. Ég skil það alveg en það gerist samt ekki nema strákarnir fá að spila saman, fá reynsluna og skilja út á hvað þessir landsleikir ganga. Kári skildi þetta ekkert þegar hann var 21 árs. Ég spilað með Kára í landsliðinu og ég man alveg eftir fullt af lélegum leikjum hjá honum og eins hjá mér. Kári má hafa skoðun og ef einhver má það er það hann en að mínu mati var þetta svolítið soft hjá honum, hvernig hann kom þessu frá sér.“ Umræðan um að vera soft byrjaði þegar Kári var að vitna í myndband af æfingu sem er á samfélagsmiðlum KSÍ. „Þetta er vídeó úr upphitun og þetta er í flestum liðum í Evrópu, þar sem það er reynt að hafa gaman, að búa til keppnir og sigurvilja hjá strákunum. Þetta snýst um að búa til stemningu en ég þarf ekkert að leita lengi á netinu til að finna Kára hlægjandi á æfingu hjá landsliðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fann sig knúna til að skrifa yfirlýsingu um æfingaraðferðir hjá landsliðinu eftir að mikill umræða fór af stað á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla Kára. Landsleikur Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni hefst klukkan 18.45. Ef Ísland á að eiga möguleika á að vinna 2. riðil B-deildar þá má liðið ekki tapa í kvöld. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 2 stig en Ísrael er á toppnum með 4 stig þegar tvær umferðir af fjórum eru búnar.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira