Spá því að verðbólga fari úr 7,6 í 8,4 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 13. júní 2022 14:35 Greining Íslandsbanka á von á því að verðbólgan nái hámarki í haust. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir 8,4% verðbólgu í júnímánuði en tólf mánaða verðbólga mældist 7,6% í maí og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars 2010. Gangi spá bankans eftir væri um að ræða 1,0% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrri mánuði. Áfram vegur innflutt verðbólga og hækkandi íbúðaverð þungt í hækkun vísitölunnar. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir í bráðabirgðaspá að töluverð hækkun eldsneytisverðs og flugfargjalda sé helsta ástæða þess að verðbólga aukist í júní. Verðbólgan nái toppi í ágúst þegar hún mælist 8,8% en mikil óvissa ríki um stöðuna og aðstæður séu fljótar að breytast. „Íbúðaverð heldur áfram að hækka samkvæmt spá okkar. Reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar þróun íbúðaverðs að mestu, hefur hækkað um ríflega 10% frá ársbyrjun. Við spáum því að liðurinn hækki um 2,2% á milli mánaða.“ Íbúðaverð haldi áfram að hækka Að sögn Greiningar Íslandsbanka virðist ekkert lát vera á hækkunum íbúðaverðs og útlit fyrir að á næstu mánuðum haldi verð áfram að hækka. Bundnar séu vonir við að markaðurinn fari að róast þegar líður á árið með hækkandi vöxtum og auknu framboði nýrra íbúða. Fyrir utan húsnæðisliðinn er það liðurinn ferðir og flutningar sem vegur þyngst og spáir Greining Íslandsbanka að hann hækki um 2,5% milli maí og júní. Þar muni mestu um eldsneytisverð sem hækki um 6,7%. Á sama tíma hækkar húsnæðisliðurinn um 2,2% milli mánaða, samkvæmt spá bankans. Í skammtímaspá Greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir 0,4% hækkun verðbólgu í júlí, 0,6% í ágúst og 0,4% í september. Gangi sú spá eftir mælist verðbólga 8,7% í september og er gert ráð fyrir að hún nái toppi eftir það leyti og taki svo að hjaðna. Verðbólga muni fyrst hjaðna mjög hægt en hraðar þegar líða tekur á næsta ár. Verðlag Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Áfram vegur innflutt verðbólga og hækkandi íbúðaverð þungt í hækkun vísitölunnar. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir í bráðabirgðaspá að töluverð hækkun eldsneytisverðs og flugfargjalda sé helsta ástæða þess að verðbólga aukist í júní. Verðbólgan nái toppi í ágúst þegar hún mælist 8,8% en mikil óvissa ríki um stöðuna og aðstæður séu fljótar að breytast. „Íbúðaverð heldur áfram að hækka samkvæmt spá okkar. Reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar þróun íbúðaverðs að mestu, hefur hækkað um ríflega 10% frá ársbyrjun. Við spáum því að liðurinn hækki um 2,2% á milli mánaða.“ Íbúðaverð haldi áfram að hækka Að sögn Greiningar Íslandsbanka virðist ekkert lát vera á hækkunum íbúðaverðs og útlit fyrir að á næstu mánuðum haldi verð áfram að hækka. Bundnar séu vonir við að markaðurinn fari að róast þegar líður á árið með hækkandi vöxtum og auknu framboði nýrra íbúða. Fyrir utan húsnæðisliðinn er það liðurinn ferðir og flutningar sem vegur þyngst og spáir Greining Íslandsbanka að hann hækki um 2,5% milli maí og júní. Þar muni mestu um eldsneytisverð sem hækki um 6,7%. Á sama tíma hækkar húsnæðisliðurinn um 2,2% milli mánaða, samkvæmt spá bankans. Í skammtímaspá Greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir 0,4% hækkun verðbólgu í júlí, 0,6% í ágúst og 0,4% í september. Gangi sú spá eftir mælist verðbólga 8,7% í september og er gert ráð fyrir að hún nái toppi eftir það leyti og taki svo að hjaðna. Verðbólga muni fyrst hjaðna mjög hægt en hraðar þegar líða tekur á næsta ár.
Verðlag Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira