Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. júní 2022 14:31 JasonVogel/WikimediaCommons Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. Fyrir meira en 40 árum hóf Ricardo Rezende, prestur í Brasilíu, rannsókn á nútímaþrælahaldi í Brasilíu. Hann ferðaðist vítt og breitt um Amazon-svæðið og aðstoðaði bændur sem hann taldi í raun vera beitta miklum órétti, en á 9. áratugnum var einræði í Brasilíu. Grimmilegar refsingar Hann uppgötvaði að á Volkswagen-búgarðinum var stundað stórfellt þrælahald. Þar var fólki í raun haldið í skuldafangelsi og því meira sem það vann, þess meir jukust skuldir þess, svokölluð skuldaánauð. Ekki í raun ósvipað þeim sögum sem af og til heyrast af erlendu vinnuafli á Íslandi og víðar. Þeir sem reyndu að flýja þrældóminn máttu þola grimmilegar refsingar ef þeir náðust. Presturinn nefnir sem dæmi að verðirnir hafi í einu tilfelli tekið eiginkonu manns sem reyndi að flýja og nauðgað henni. Aðrir voru skotnir í fæturna eða hreinlega drepnir. Volkswagen-búgarðurinn var feikistór, 140.000 hektarar, sem er vel rúmlega helmingur flatarmáls Reykjavíkurborgar. Þar var stunduð nautgriparækt og hundruð manna störfuðu á búgarðinum. Ákæra saksóknara á hendur Volkswagen fyrirtækinu hljóðar upp á gróf mannréttindabrot. Þeim sem haldið var í ánauð var synjað um læknisaðstoð, en malaría var útbreidd á meðal þeirra, þeir fengu ekki að yfirgefa svæðið eða ferðast um einir, húsakynnin voru óviðunandi sem og allt fæði sem þeir fengu. Réttarhöld hefjast á morgun Forsvarsmönnum Volkswagen hefur verið gert að mæta fyrir dómara þriðjudaginn, 14. júní, og svara fyrir sakarefnin. Þeir hafa gefið út tilkynningu um að þeir taki ákæruna mjög alvarlega. Hið kaldhæðnislega er að á sama tíma og Volkswagen rak þessar þrælabúðir á Amazon-svæðinu, í því augnamiði að aðstoða brasilísk stjórnvöld við að leggja undir sig Pará-svæðið, sem er á stærð við Frakkland, voru talsmenn þess löðursveittir við að múta sagnfræðingum í Þýskalandi sem rannsökuðu meint þrælahald Volkswagen í síðari heimsstyrjöldinni og síðar mátti þýski bílaframleiðandinn greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur og viðurkenna sekt sína. Séra Rezende hefur í 40 ár herjað á stjórnvöld að leita réttlætis fyrir brasilísk fórnarlömb Volkswagen. Það hefur seint og um síðir borið ávöxt og á morgun, þriðjudag, verður 600 blaðsíðna greinagerð hans um þrælahald Volkswagen lagt fyrir talsmenn fyrirtækisins. Þar má meðal annars finna vitnisburð 16 þræla sem lifðu af ánauðina. Brasilía Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fyrir meira en 40 árum hóf Ricardo Rezende, prestur í Brasilíu, rannsókn á nútímaþrælahaldi í Brasilíu. Hann ferðaðist vítt og breitt um Amazon-svæðið og aðstoðaði bændur sem hann taldi í raun vera beitta miklum órétti, en á 9. áratugnum var einræði í Brasilíu. Grimmilegar refsingar Hann uppgötvaði að á Volkswagen-búgarðinum var stundað stórfellt þrælahald. Þar var fólki í raun haldið í skuldafangelsi og því meira sem það vann, þess meir jukust skuldir þess, svokölluð skuldaánauð. Ekki í raun ósvipað þeim sögum sem af og til heyrast af erlendu vinnuafli á Íslandi og víðar. Þeir sem reyndu að flýja þrældóminn máttu þola grimmilegar refsingar ef þeir náðust. Presturinn nefnir sem dæmi að verðirnir hafi í einu tilfelli tekið eiginkonu manns sem reyndi að flýja og nauðgað henni. Aðrir voru skotnir í fæturna eða hreinlega drepnir. Volkswagen-búgarðurinn var feikistór, 140.000 hektarar, sem er vel rúmlega helmingur flatarmáls Reykjavíkurborgar. Þar var stunduð nautgriparækt og hundruð manna störfuðu á búgarðinum. Ákæra saksóknara á hendur Volkswagen fyrirtækinu hljóðar upp á gróf mannréttindabrot. Þeim sem haldið var í ánauð var synjað um læknisaðstoð, en malaría var útbreidd á meðal þeirra, þeir fengu ekki að yfirgefa svæðið eða ferðast um einir, húsakynnin voru óviðunandi sem og allt fæði sem þeir fengu. Réttarhöld hefjast á morgun Forsvarsmönnum Volkswagen hefur verið gert að mæta fyrir dómara þriðjudaginn, 14. júní, og svara fyrir sakarefnin. Þeir hafa gefið út tilkynningu um að þeir taki ákæruna mjög alvarlega. Hið kaldhæðnislega er að á sama tíma og Volkswagen rak þessar þrælabúðir á Amazon-svæðinu, í því augnamiði að aðstoða brasilísk stjórnvöld við að leggja undir sig Pará-svæðið, sem er á stærð við Frakkland, voru talsmenn þess löðursveittir við að múta sagnfræðingum í Þýskalandi sem rannsökuðu meint þrælahald Volkswagen í síðari heimsstyrjöldinni og síðar mátti þýski bílaframleiðandinn greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur og viðurkenna sekt sína. Séra Rezende hefur í 40 ár herjað á stjórnvöld að leita réttlætis fyrir brasilísk fórnarlömb Volkswagen. Það hefur seint og um síðir borið ávöxt og á morgun, þriðjudag, verður 600 blaðsíðna greinagerð hans um þrælahald Volkswagen lagt fyrir talsmenn fyrirtækisins. Þar má meðal annars finna vitnisburð 16 þræla sem lifðu af ánauðina.
Brasilía Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira