„Hjartahlaupurum“ í Danmörku fjölgað um 25 þúsund vegna Eriksen Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júní 2022 12:31 Það virðist sem mikil vitundarvakning hafi orðið í Danmörku frá því að Eriksen fór í hjartastopp síðasta sumar. Stuart Franklin/Getty Images Gríðarleg aukning hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ í Danmörku þar sem hvert fyrstu hjálpar námskeiðið á fætur öðru er fullsetið eftir hjartaáfall Christians Eriksen, leikmanns danska karlalandsliðsins í fótbolta, á EM í fyrra. Eriksen hneig niður og fór í hjartastopp er Danmörk mætti Finnlandi á Parken í Kaupmannahöfn síðasta sumar. Eriksen var endurlífgaður á vellinum og við tók um hálfs árs endurhæfing áður en hann sneri aftur á völlinn með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í febrúar. Töluverð fjölgun hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ (d. hjerteløbere) í landinu frá því að atvikið varð. Þeir eru hluti af verkefni sem Trygfonden (Öryggissjóðurinn) stendur að. Fólk sem hefur lokið fyrstu hjálpar námskeiði er þá með smáforrit í símanum sínum sem sendir tilkynningu ef einhver fær hjartaáfall í nágrenninu. Viðkomandi getur þá í mörgum tilfellum brugðist fyrr við en sjúkraliðar. Grethe Thomas, verkefnastýra hjá Trygfonden, segir við Berglinske Tidinde að 700 manns hafi skráð sig helgina sem Eriksen hneig niður. Síðan þá hafi um 500 bæst við vikulega. „Við sáum gríðarlega aukningu skráninga strax eftir að Christian Eriksen hneig niður á Parken, það var mikil eftirspurn eftir því að verða hjartahlaupari,“ segir hún. Tæplega 114 þúsund hjartahlauparar voru skráðir í Danmörku fyrir ári síðan. Sú tala er komin nær 140 þúsund í dag og var aukningin því um rúmlega 25 þúsund, eða 23 prósent á einu ári. „Hjartahlaupararnir eru nauðsynlegir fyrir þá sem fá hjartaáfall, til að auka lífslíkur og lífsgæði. Einfaldlega vegna þess að þeir í næsta nágrenni,“ „Við vitum að lífslíkur falla um tíu prósent fyrir hverja mínútu sem líður,“ segir Thomas. Í Danmörku fá um fimm þúsund manns hjartaáfall utan sjúkrahúsa árlega, eða um 13 manns á dag að meðaltali. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Eriksen hneig niður og fór í hjartastopp er Danmörk mætti Finnlandi á Parken í Kaupmannahöfn síðasta sumar. Eriksen var endurlífgaður á vellinum og við tók um hálfs árs endurhæfing áður en hann sneri aftur á völlinn með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í febrúar. Töluverð fjölgun hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ (d. hjerteløbere) í landinu frá því að atvikið varð. Þeir eru hluti af verkefni sem Trygfonden (Öryggissjóðurinn) stendur að. Fólk sem hefur lokið fyrstu hjálpar námskeiði er þá með smáforrit í símanum sínum sem sendir tilkynningu ef einhver fær hjartaáfall í nágrenninu. Viðkomandi getur þá í mörgum tilfellum brugðist fyrr við en sjúkraliðar. Grethe Thomas, verkefnastýra hjá Trygfonden, segir við Berglinske Tidinde að 700 manns hafi skráð sig helgina sem Eriksen hneig niður. Síðan þá hafi um 500 bæst við vikulega. „Við sáum gríðarlega aukningu skráninga strax eftir að Christian Eriksen hneig niður á Parken, það var mikil eftirspurn eftir því að verða hjartahlaupari,“ segir hún. Tæplega 114 þúsund hjartahlauparar voru skráðir í Danmörku fyrir ári síðan. Sú tala er komin nær 140 þúsund í dag og var aukningin því um rúmlega 25 þúsund, eða 23 prósent á einu ári. „Hjartahlaupararnir eru nauðsynlegir fyrir þá sem fá hjartaáfall, til að auka lífslíkur og lífsgæði. Einfaldlega vegna þess að þeir í næsta nágrenni,“ „Við vitum að lífslíkur falla um tíu prósent fyrir hverja mínútu sem líður,“ segir Thomas. Í Danmörku fá um fimm þúsund manns hjartaáfall utan sjúkrahúsa árlega, eða um 13 manns á dag að meðaltali.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira