„Sjáum að hlutirnir eru að þróast í rétta átt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 14:30 Arnar Þór Viðarsson segist ánægður með landsleikjagluggann hingað til. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum blaðamanna í Laugardalnum í dag, en íslenska liðið tekur á móti Ísrael í Þjóðadeildinni á morgun. Ísland hefur gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum landsleikjaglugga og Arnar segist ánægður með liðið. Íslenska liðið hefur þurft að hlusta á háværar gagnrýnisraddir undanfarnar vikur og Arnar var spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu í sínu starfi. Hann sagði svo ekki vera, heldur hafi hann verið ánægður með liðið í glugganum sem nú er að líða. „Nei af því að ég er nefnilega búinn að vera mjög ánægður með gluggann,“ sagði Arnar Þór. „Við byrjuðum í Danmörku og það er eins og það séu þrír mánuðir síðan. Þetta er búið að vera rosalega langt. En ég er búinn að vera mjög sáttur við það hvernig við, ekki bara sem lið, heldur leikmennirnir, rosalega stoltur af þeim, staffið frábært, KSÍ hvernig þeir hafa höndlað ferðalögin og allt þetta.“ „Það er svona það súrrealíska í þessu að við erum búnir að spila þrjá leiki. Gerðum jafntefli úti á móti Ísrael, gerðum jafntefli heima á móti Albaníu og unnum síðan þriðja leikinn [á móti San Marínó]. Þá finnst mér mjög skrítið að umræðan sé stundum eins og við höfum tapað þrem leikjum í röð.“ „Þannig að ég finn enn fyrir orku hjá mér, hjá staffinu og leikmönnum og miklum vilja að halda okkur inni í þessari keppni.“ Leikstíllinn mjakast í rétta átt en vantar mörkin Eins og Arnar segir þá hefur liðið gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum glugga. Jafnteflin tvö voru í Þjóðadeildinni og íslenska liðið á því enn góðan möguleika á að vinna riðilinn og koma sér þar með aftur upp í A-deild. „Við erum að fara í hálfgerðan undanúrslitaleik á morgun og ég er bara rosalega spenntur og mótiveraður að fara í þann leik. Af því að ég finn og ég sé hvað er að gerast. Þegar ég og staffið erum að kíkja yfir leikina okkar og greina leikplanið þá sjáum við að hlutirnir eru að þróast í rétta átt. Við sjáum að liðið sem við erum með í höndunum, þessir ungu leikmenn í bland við eldri leikmenn eins og Birki [Bjarnason], að þessi leikstíll sem við erum að leitast eftir er bara á mjög góðri leið.“ „Þannig að ég er bara mjög spenntur og í rauninni mjög ánægður með gluggann hingað til. Það er bara þetta eina box sem við gleymdum að tikka í - að skora fleiri mörk. En við reynum að tikka í það á morgun,“ sagði Arnar léttur að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
Íslenska liðið hefur þurft að hlusta á háværar gagnrýnisraddir undanfarnar vikur og Arnar var spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu í sínu starfi. Hann sagði svo ekki vera, heldur hafi hann verið ánægður með liðið í glugganum sem nú er að líða. „Nei af því að ég er nefnilega búinn að vera mjög ánægður með gluggann,“ sagði Arnar Þór. „Við byrjuðum í Danmörku og það er eins og það séu þrír mánuðir síðan. Þetta er búið að vera rosalega langt. En ég er búinn að vera mjög sáttur við það hvernig við, ekki bara sem lið, heldur leikmennirnir, rosalega stoltur af þeim, staffið frábært, KSÍ hvernig þeir hafa höndlað ferðalögin og allt þetta.“ „Það er svona það súrrealíska í þessu að við erum búnir að spila þrjá leiki. Gerðum jafntefli úti á móti Ísrael, gerðum jafntefli heima á móti Albaníu og unnum síðan þriðja leikinn [á móti San Marínó]. Þá finnst mér mjög skrítið að umræðan sé stundum eins og við höfum tapað þrem leikjum í röð.“ „Þannig að ég finn enn fyrir orku hjá mér, hjá staffinu og leikmönnum og miklum vilja að halda okkur inni í þessari keppni.“ Leikstíllinn mjakast í rétta átt en vantar mörkin Eins og Arnar segir þá hefur liðið gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum glugga. Jafnteflin tvö voru í Þjóðadeildinni og íslenska liðið á því enn góðan möguleika á að vinna riðilinn og koma sér þar með aftur upp í A-deild. „Við erum að fara í hálfgerðan undanúrslitaleik á morgun og ég er bara rosalega spenntur og mótiveraður að fara í þann leik. Af því að ég finn og ég sé hvað er að gerast. Þegar ég og staffið erum að kíkja yfir leikina okkar og greina leikplanið þá sjáum við að hlutirnir eru að þróast í rétta átt. Við sjáum að liðið sem við erum með í höndunum, þessir ungu leikmenn í bland við eldri leikmenn eins og Birki [Bjarnason], að þessi leikstíll sem við erum að leitast eftir er bara á mjög góðri leið.“ „Þannig að ég er bara mjög spenntur og í rauninni mjög ánægður með gluggann hingað til. Það er bara þetta eina box sem við gleymdum að tikka í - að skora fleiri mörk. En við reynum að tikka í það á morgun,“ sagði Arnar léttur að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira