Kolbeinn Þórðarson: Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili Sverrir Mar Smárason skrifar 11. júní 2022 21:47 Kolbeinn fagnar marki með liðsfélögum sínum í leiknum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Kolbeinn Þórðarson, miðjumaður íslenska u21 landsliðsins, var að vonum gríðarlega glaður í leikslok þegar liðið tryggði sér í umspil fyrir lokamót EM2023. „Tilfinningin er æðisleg. Þetta er frábær leikur. Við vinnum þetta 5-0. Fullkominn leikur í alla staði. Það var smá stress þegar við vorum að bíða eftir úrslitunum (í Portúgal-Grikkland), sérstaklega af því þeir skoruðu þarna seint Grikkirnir. En mér bara líður ekkert eðlilega vel,“ sagði Kolbeinn. Stúkan í Víkinni var svo gott sem full í kvöld og þegar flautað var af í Portúgal og ljóst var að Ísland hefði tryggt sér í umspil þá brutust út mikil fagnaðarlæti. „Þetta er bara æðislegt. Við erum svo ánægðir með stuðninginn sem við fengum og bara frábært að fá fullt af fólki. Þau létu vel í sér heyra og strákarnir á trommunum eiga allt hrós í heiminum skilið. Þeir voru magnaðir,“ sagði Kolbeinn um stuðninginn í dag. Kýpur vann fyrr í þessum glugga 3-0 sigur á Grikklandi. Þeir koma svo og mæta Íslandi í dag en fá varla færi til þess að skora. Allt samkvæmt plani og ekkert kom á óvart segir Kolbeinn. „Leikurinn fór eiginlega akkúrat eins og við lögðum upp með. Við vorum að pressa þá hátt og vinna boltann og vorum að njóta þess að sækja á þá. Við vorum frábærir sóknarlega og sýnum það bara með því að skora fimm mörk.“ U21 landsliðið spilaði þrjá leiki á heimavelli í þessum landsleikjaglugga, vann þá alla og var með markatöluna 17-1. „Mér finnst við vera búnir að spila vel alla undankeppnina en núna erum við að skora á lykilaugnablikum. Við erum að nýta færin sem við fáum, við erum ekki að gefa klaufamörk, við erum að spila nánast fullkomna leiki og þetta er bara frábær hópur og það er frábært að vera í þessu liði,“ sagði Kolbeinn. Umspilið fer fram í september en Kolbeinn væri klár á morgun. „Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili. Þetta er geggjað og við erum spenntir,“ sagði Kolbeinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Sjá meira
„Tilfinningin er æðisleg. Þetta er frábær leikur. Við vinnum þetta 5-0. Fullkominn leikur í alla staði. Það var smá stress þegar við vorum að bíða eftir úrslitunum (í Portúgal-Grikkland), sérstaklega af því þeir skoruðu þarna seint Grikkirnir. En mér bara líður ekkert eðlilega vel,“ sagði Kolbeinn. Stúkan í Víkinni var svo gott sem full í kvöld og þegar flautað var af í Portúgal og ljóst var að Ísland hefði tryggt sér í umspil þá brutust út mikil fagnaðarlæti. „Þetta er bara æðislegt. Við erum svo ánægðir með stuðninginn sem við fengum og bara frábært að fá fullt af fólki. Þau létu vel í sér heyra og strákarnir á trommunum eiga allt hrós í heiminum skilið. Þeir voru magnaðir,“ sagði Kolbeinn um stuðninginn í dag. Kýpur vann fyrr í þessum glugga 3-0 sigur á Grikklandi. Þeir koma svo og mæta Íslandi í dag en fá varla færi til þess að skora. Allt samkvæmt plani og ekkert kom á óvart segir Kolbeinn. „Leikurinn fór eiginlega akkúrat eins og við lögðum upp með. Við vorum að pressa þá hátt og vinna boltann og vorum að njóta þess að sækja á þá. Við vorum frábærir sóknarlega og sýnum það bara með því að skora fimm mörk.“ U21 landsliðið spilaði þrjá leiki á heimavelli í þessum landsleikjaglugga, vann þá alla og var með markatöluna 17-1. „Mér finnst við vera búnir að spila vel alla undankeppnina en núna erum við að skora á lykilaugnablikum. Við erum að nýta færin sem við fáum, við erum ekki að gefa klaufamörk, við erum að spila nánast fullkomna leiki og þetta er bara frábær hópur og það er frábært að vera í þessu liði,“ sagði Kolbeinn. Umspilið fer fram í september en Kolbeinn væri klár á morgun. „Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili. Þetta er geggjað og við erum spenntir,“ sagði Kolbeinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Sjá meira