„Mjög erfitt að gíra sig upp í landsleik á móti lélegustu þjóð í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 07:01 Þorkell Máni Pétursson fór yfir stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Stöð 2 „Það er allavega jákvætt að við erum lélegasta landslið í heimi,“ sagði Þorkell Máni Pétursson um frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn San Marínó síðastliðinn fimmtudag. Íslensku strákarnir unnu þá 0-1 útisigur í vináttulandsleik gegn liðinu sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA, en 145 sæti skilja San Marínó og Ísland að á listanum. „Við unnum þennan leik, en það er náttúrulega margt sem þarf að skoða í þessu,“ sagði Þorkell í samtali við Stöð 2. „Það er mjög erfitt að vera að gíra sig upp í landsleik á móti lélegustu þjóð í heimi. Þetta er æfingaleikur og ef maður bara fer í hausinn á strákunum sem eru að spila þennan landsleik og allir eru að segja að þeir hafi verið ömurlegir, þá ætla ég bara að segja það að það er bara erfitt fyrir fótboltamenn í efstu deild á Íslandi að gíra sig upp í æfingaleiki.“ „Auðvitað var þetta ekkert góð frammistaða. En það sem maður samt kannski saknaði mest var að fyrst að við vorum að taka þennan æfingaleik, þá hefði maður kannski viljað sjá skýrt plan og hvert við erum að stefna með landsliðið. Það var ekki þarna í gær og kannski var það af því að það var verið að leyfa öllum að spila leik og horfa á þetta eins og æfingaleik. En ég hefði viljað sjá einhverjar pælingar um það hvað er verið að gera.“ Staða íslenskrar knattspyrnu er kannski ekki betri en þetta Þorkell spurði sig líka að því hvort að staða íslenskar karlaknattspyrnu væri kannski ekkert betri en þetta. Hann benti á að smáríkið San Marínó er á sama stað og Ísland þegar kemur að Evrópukeppnum. „Ég veit ekki hvað við eigum að vera hrokafull í afstöðu okkar um að þetta hafi allt verið ömurlegt. Menn eru mikið að kenna landsliðsþjálfaranum um þetta. En menn verða líka bara að spyrja sig hvort að íslenskur fótbolti sé á betri stað en þetta.“ „Við skulum ekkert gleyma því að þetta 35 þúsund manna Kópavogshverfi sem er San Marínó, þeir eru á sama stað og við í Evrópukeppni. Víkingur er sæti neðar eða sæti ofar en San Marínó-liðið. Það er staðan á íslenskum fótbolta í dag og menn þurfa kannski að sætta sig við það.“ „Auðvitað er þetta ótrúlega erfið staða sem Arnar [Þór Viðarsson] er í. Það fer þarna heil kynslóð út og það virðist ekki bara vera ein, heldur er næsta kynslóð á milli ekki þarna. Ég held að áhyggjuefnið sé bara hver staða íslensks karlafótbolta er.“ Klippa: Þorkell Máni um landsliðið Staðan betri kvennamegin „Við erum ekki að sjá þessa stöðu kvennamegin. Þar erum við með tvö lið í Evrópukeppni, bæði í Meistaradeildinni. Við erum að fara með landsliðið þar í lokakeppni EM og við ættum kannski að setja smá fókus á það, hvað það gengur gríðarlega vel hjá þeim. Í staðinn fyrir að vera að eyða tímanum í að svekkja okkur endalaust yfir þessu karlaliði og gefa þeim kannski bara einhvern tíma til að ná árangri.“ „Ég skil alveg pirringinn yfir þessu. En ég var svo sem alveg rólegur yfir þessum leik. Þetta var bara einhver San Marínó leikur og ég vissi að hann skipti ekki neinu. Við munum sjá allt aðra stemningu þegar við mætum Ísraelunum.“ Getum unnið Ísrael en þurfum að taka tillit til reynsluleysis Ísland tekur á móti Ísrael á mánudaginn í seinasta leik þessa landsleikjaglugga. Liðin skildu jöfn úti í Ísrael fyrir rúmri viku, í leik þar sem mátti sjá greinileg batamerki á leik íslenska liðsins. „Við getum alveg unnið þá á heimavelli. En við megum samt alveg búast við því að við getum alveg tapað. Það er miklu meiri reynsla í þessi Ísraelsliði. Við verðum að átta okkur á því að held ég næstum helmingurinn af strákunum sem voru að spila á móti San Marínó eru gjaldgengið í U-21 árs landsliðið sem er á mörkunum að komast í lokakeppnina.“ „Maður veltir alveg fyrir sér spurningunni hvort að við hefðum ekki bara átta að búa til þessa sigurreynslu. Það að við höfum komist á lokamót EM og HM á sínum tíma, það var búið til með liði sem fór á lokamót í U-17 og lokamót í U21-árs liðinu. Hvort við hefðum átt að búa sigurviljan þar til að einhverju leyti og kannski fórna einhverjum árum. En ég treysti því alveg að Arnar Þór Viðarsson sé kannski meiri fræðimaður í því en ég,“ sagði Þorkell að lokum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjá meira
Íslensku strákarnir unnu þá 0-1 útisigur í vináttulandsleik gegn liðinu sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA, en 145 sæti skilja San Marínó og Ísland að á listanum. „Við unnum þennan leik, en það er náttúrulega margt sem þarf að skoða í þessu,“ sagði Þorkell í samtali við Stöð 2. „Það er mjög erfitt að vera að gíra sig upp í landsleik á móti lélegustu þjóð í heimi. Þetta er æfingaleikur og ef maður bara fer í hausinn á strákunum sem eru að spila þennan landsleik og allir eru að segja að þeir hafi verið ömurlegir, þá ætla ég bara að segja það að það er bara erfitt fyrir fótboltamenn í efstu deild á Íslandi að gíra sig upp í æfingaleiki.“ „Auðvitað var þetta ekkert góð frammistaða. En það sem maður samt kannski saknaði mest var að fyrst að við vorum að taka þennan æfingaleik, þá hefði maður kannski viljað sjá skýrt plan og hvert við erum að stefna með landsliðið. Það var ekki þarna í gær og kannski var það af því að það var verið að leyfa öllum að spila leik og horfa á þetta eins og æfingaleik. En ég hefði viljað sjá einhverjar pælingar um það hvað er verið að gera.“ Staða íslenskrar knattspyrnu er kannski ekki betri en þetta Þorkell spurði sig líka að því hvort að staða íslenskar karlaknattspyrnu væri kannski ekkert betri en þetta. Hann benti á að smáríkið San Marínó er á sama stað og Ísland þegar kemur að Evrópukeppnum. „Ég veit ekki hvað við eigum að vera hrokafull í afstöðu okkar um að þetta hafi allt verið ömurlegt. Menn eru mikið að kenna landsliðsþjálfaranum um þetta. En menn verða líka bara að spyrja sig hvort að íslenskur fótbolti sé á betri stað en þetta.“ „Við skulum ekkert gleyma því að þetta 35 þúsund manna Kópavogshverfi sem er San Marínó, þeir eru á sama stað og við í Evrópukeppni. Víkingur er sæti neðar eða sæti ofar en San Marínó-liðið. Það er staðan á íslenskum fótbolta í dag og menn þurfa kannski að sætta sig við það.“ „Auðvitað er þetta ótrúlega erfið staða sem Arnar [Þór Viðarsson] er í. Það fer þarna heil kynslóð út og það virðist ekki bara vera ein, heldur er næsta kynslóð á milli ekki þarna. Ég held að áhyggjuefnið sé bara hver staða íslensks karlafótbolta er.“ Klippa: Þorkell Máni um landsliðið Staðan betri kvennamegin „Við erum ekki að sjá þessa stöðu kvennamegin. Þar erum við með tvö lið í Evrópukeppni, bæði í Meistaradeildinni. Við erum að fara með landsliðið þar í lokakeppni EM og við ættum kannski að setja smá fókus á það, hvað það gengur gríðarlega vel hjá þeim. Í staðinn fyrir að vera að eyða tímanum í að svekkja okkur endalaust yfir þessu karlaliði og gefa þeim kannski bara einhvern tíma til að ná árangri.“ „Ég skil alveg pirringinn yfir þessu. En ég var svo sem alveg rólegur yfir þessum leik. Þetta var bara einhver San Marínó leikur og ég vissi að hann skipti ekki neinu. Við munum sjá allt aðra stemningu þegar við mætum Ísraelunum.“ Getum unnið Ísrael en þurfum að taka tillit til reynsluleysis Ísland tekur á móti Ísrael á mánudaginn í seinasta leik þessa landsleikjaglugga. Liðin skildu jöfn úti í Ísrael fyrir rúmri viku, í leik þar sem mátti sjá greinileg batamerki á leik íslenska liðsins. „Við getum alveg unnið þá á heimavelli. En við megum samt alveg búast við því að við getum alveg tapað. Það er miklu meiri reynsla í þessi Ísraelsliði. Við verðum að átta okkur á því að held ég næstum helmingurinn af strákunum sem voru að spila á móti San Marínó eru gjaldgengið í U-21 árs landsliðið sem er á mörkunum að komast í lokakeppnina.“ „Maður veltir alveg fyrir sér spurningunni hvort að við hefðum ekki bara átta að búa til þessa sigurreynslu. Það að við höfum komist á lokamót EM og HM á sínum tíma, það var búið til með liði sem fór á lokamót í U-17 og lokamót í U21-árs liðinu. Hvort við hefðum átt að búa sigurviljan þar til að einhverju leyti og kannski fórna einhverjum árum. En ég treysti því alveg að Arnar Þór Viðarsson sé kannski meiri fræðimaður í því en ég,“ sagði Þorkell að lokum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu