Ísak frétti rétt fyrir leik af hjartaáfalli blóðpabba síns og brá þegar hann fann sjálfur verk Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2022 14:46 Ísak Snær Þorvaldsson var mættur til æfinga í Víkinni í hádeginu. vísir/arnar Það var gott hljóð í Ísak Snæ Þorvaldssyni, markahæsta leikmanni Bestu deildarinnar í fótbolta, í Víkinni í dag þó að aðeins væru tveir dagar síðan að hann fór þaðan í sjúkrabíl vegna brjóstverkja. Ísak og félagar í U21-landsliðinu undirbúa sig fyrir gríðarlega mikilvægan leik við Kýpur sem fram fer á Víkingsvelli annað kvöld. Þá ræðst hvort þeir komist í umspil um sæti á EM. Ísak kvaðst enn stefna á að spila leikinn en var skiljanlega mjög brugðið þegar hann fékk verk fyrir brjóstið á miðvikudagskvöld. Það er ekki síst vegna þess að blóðfaðir hans fékk hjartaáfall fyrr í sumar en Ísak fékk þær fréttir í aðdraganda leiks með Breiðabliki gegn ÍA sem hann skoraði svo tvö mörk í. „Mér var svolítið brugðið“ „Staðan er bara mjög góð. Ég er búinn að fara í öll test sem ég þarf að fara í til að passa upp á að það gerist ekki neitt aftur. Ég er bara góður í dag, eins og er,“ sagði Ísak í Víkinni í hádeginu. Klippa: Ísak Snær stóðst heilsupróf og mætti á æfingu Hann var skoðaður í bak og fyrir af læknum en hefur ekki fundið fyrir þeim verkjum síðasta sólarhringinn sem hann fann fyrir á miðvikudagskvöld, í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi: „Þetta var svolítið óþægilegt. Ég fann fyrir verk í bringunni í byrjun seinni hálfleiks og svo var þetta þannig út kvöldið og aðeins um morguninn eftir. Þetta er farið núna og vonandi kemur þetta ekki aftur svo ég geti spilað leikinn á morgun. Mér var svolítið brugðið, sérstaklega því þetta er nýbúið að gerast í fjölskyldunni. Blóðpabbi minn fékk hjartaáfall og er að „recovera“ núna. Það var eina ástæðan fyrir því að við fórum í öll þessi tékk, til að vera öruggir. En núna er ég bara góður. Ég þarf þó að byrja rólega og sjá hvernig bringan tekur við sér. Við tökum eitt skref í einu,“ segir Ísak. „Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir“ Eins og fyrr segir á Ísland fína möguleika á að komast í EM-umspil en til þess þarf liðið að vinna Kýpur og treysta á að Portúgal vinni Grikkland á sama tíma annað kvöld: „Við vonum að Portúgal taki þetta en við einbeitum okkur bara að okkar leik því það er eini leikurinn sem við getum stjórnað. Við förum á fullu í þennan leik og vonandi fer hinn svo eins og við viljum fara. Ég býst við hörkuleik. Ég held að Kýpverjarnir verði grjótharðir og komi af fullum krafti í pressu. Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir í það en við munum gefa okkur alla í þetta og vonandi förum við með sigur heim,“ segir Ísak, spenntur fyrir möguleikanum á að komast í lokakeppni EM en það hefur íslenska U21-landsliðið tvívegis í sögunni afrekað: „Ég held að það sé spenna í hópnum. Það er mjög stórt að komast á EM en við tökum bara einn leik í einu og svo kemur „hitt“ vonandi í kjölfarið á því.“ Leikur Íslands og Kýpur fer fram á Víkingsvelli og hefst á laugardagskvöld klukkan 19:15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala á leikinn er á tix.is. Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Ísak og félagar í U21-landsliðinu undirbúa sig fyrir gríðarlega mikilvægan leik við Kýpur sem fram fer á Víkingsvelli annað kvöld. Þá ræðst hvort þeir komist í umspil um sæti á EM. Ísak kvaðst enn stefna á að spila leikinn en var skiljanlega mjög brugðið þegar hann fékk verk fyrir brjóstið á miðvikudagskvöld. Það er ekki síst vegna þess að blóðfaðir hans fékk hjartaáfall fyrr í sumar en Ísak fékk þær fréttir í aðdraganda leiks með Breiðabliki gegn ÍA sem hann skoraði svo tvö mörk í. „Mér var svolítið brugðið“ „Staðan er bara mjög góð. Ég er búinn að fara í öll test sem ég þarf að fara í til að passa upp á að það gerist ekki neitt aftur. Ég er bara góður í dag, eins og er,“ sagði Ísak í Víkinni í hádeginu. Klippa: Ísak Snær stóðst heilsupróf og mætti á æfingu Hann var skoðaður í bak og fyrir af læknum en hefur ekki fundið fyrir þeim verkjum síðasta sólarhringinn sem hann fann fyrir á miðvikudagskvöld, í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi: „Þetta var svolítið óþægilegt. Ég fann fyrir verk í bringunni í byrjun seinni hálfleiks og svo var þetta þannig út kvöldið og aðeins um morguninn eftir. Þetta er farið núna og vonandi kemur þetta ekki aftur svo ég geti spilað leikinn á morgun. Mér var svolítið brugðið, sérstaklega því þetta er nýbúið að gerast í fjölskyldunni. Blóðpabbi minn fékk hjartaáfall og er að „recovera“ núna. Það var eina ástæðan fyrir því að við fórum í öll þessi tékk, til að vera öruggir. En núna er ég bara góður. Ég þarf þó að byrja rólega og sjá hvernig bringan tekur við sér. Við tökum eitt skref í einu,“ segir Ísak. „Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir“ Eins og fyrr segir á Ísland fína möguleika á að komast í EM-umspil en til þess þarf liðið að vinna Kýpur og treysta á að Portúgal vinni Grikkland á sama tíma annað kvöld: „Við vonum að Portúgal taki þetta en við einbeitum okkur bara að okkar leik því það er eini leikurinn sem við getum stjórnað. Við förum á fullu í þennan leik og vonandi fer hinn svo eins og við viljum fara. Ég býst við hörkuleik. Ég held að Kýpverjarnir verði grjótharðir og komi af fullum krafti í pressu. Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir í það en við munum gefa okkur alla í þetta og vonandi förum við með sigur heim,“ segir Ísak, spenntur fyrir möguleikanum á að komast í lokakeppni EM en það hefur íslenska U21-landsliðið tvívegis í sögunni afrekað: „Ég held að það sé spenna í hópnum. Það er mjög stórt að komast á EM en við tökum bara einn leik í einu og svo kemur „hitt“ vonandi í kjölfarið á því.“ Leikur Íslands og Kýpur fer fram á Víkingsvelli og hefst á laugardagskvöld klukkan 19:15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala á leikinn er á tix.is.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira