Koddaslagur: Sá sem tapar fer beint í sjóinn Elísabet Hanna skrifar 12. júní 2022 08:01 Sá sem tapar fer beint í sjóinn. Aðsend Fatamerkið Bið að heilsa niðrí slipp eða BAHNS líkt of það er kallað stendur fyrir Koddaslag á bryggjunni í dag, á sjálfan sjómannadaginn. Glódís Guðgeirsdóttir, Guðbjörg Valkyrja, Ilona Grimm og Sylvía Lovetank ætla að taka slaginn þetta árið. Blaðamaður heyrði í Helgu Lilju Magnúsdóttur sem er konan á bak við BAHNS og stendur fyrir viðburðinum. Hvernig myndir þú lýsa BAHNS? BAHNS er „slowfashion” fatamerki sem einblínir á að gera fatnað og vörur sem tengjast hafinu og sjómennsku. Aðalmunstur merkisins er morskóði sem sýnir ljósmerki höfuðáttabaujanna. Höfuðáttabaujurnar virka eins og umferðarljós fyrir sjómenn á hafi úti. Suðurbaujan sendir td frá sér 6 stutt og eitt langt ljósmerki á hverjum 10 sekúntum á meðan norður sendir stanslaus stutt. Úr þessum merkjum bjó ég svo til munstrið sem hefur fylgt merkinu frá byrjun, árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Fatnaðurinn er ullarfatnaður sem hentar vel til hversdagsnotkunar sem og alls útivistar, fullkominn í útileguna og líka skíðamennskuna og er mjög lítríkur. Hver er sagan á bak við nafnið?Nafnið á Bið að heilsa niðrí slipp kom úr texta úr lagi eftir Stephan Stephensen tónlistarmann en hann er annar eigenda merkisins. Í þessu lagi hljómar eins og söngvarinn segi Bið að heilsa niðrí slipp en hann segir það bara alls ekki neitt og fyrst hugmyndin var að gera sjóaramerki þá komast þessi tillaga alla leið. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvernig kom það til að halda koddaslag?Þegar við höfðum verið með merkið í tæp fjögur ár þá fór ég að kvarta yfir því að það þyrfti að gera eitthvað skemmtilegt til að vekja athygli á merkinu, t.d. tískusýningu en tískusýningar eiga bara alls ekki við þetta merki. Þá kom upp hugmyndin um að endurvekja koddaslaginn sem okkar tískusýningu en hann hafði legið niðrí í Reykjavíkurhöfn í rúm 15 ár. Þar sem sundfatnaður er líka stór partur af merkinu sem og handklæði þá var koddaslagshugmyndin alger negla. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvernig voru keppendur valdir?Keppendurnir voru fyrstu þrjú skiptin valdir inn að mestu leyti en í þetta skiptið var rammheiðarlegt umsóknarferli á instagram og kom það mér virkilega skemmtilega á óvart hversu margir sóttu um. Ég var heillengi að fara yfir allar umsóknirnar. Rosalega skemmtilegt. Ég valdi svo að mestu leyti af handahófi og út kom þessi hörkuhópur. Það þarf mikið til til að vera valinn í slaginn. Keppendurnir í ár.Dóra Dúna Hafa þær áður keppt í sportinu?Þær hafa ekki keppt áður,nei, en það er gaman að segja frá því að það sótti sko ein um sem hefur áður tekið þátt, hana langar rosalega mikið að taka aftur þátt enda er þetta adrenalínskot af bestu gerð þessi keppni. Ég tók sjálf þátt árið 2018 og sjaldan gert neitt skemmtilegra. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvenær verður koddaslagurinn og hvar?Verslun BAHNS heitir Kiosk Grandi og er staðsett á Grandagarði 35. Koddaslagurinn er á bryggjunni beint fyrir framan verslunina, gæti ekki verið betur staðsettur, við hliðina á Kaffivagninum. Koddaslagurinn er klukkan 15.00, sunnudaginn 12. júní en strax eftir slagina verður verðlaunaafhending í Kiosk. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hún verður við heita potta fyrir framan verslunina þar sem þátttakendur slagsins munu hlýja sér og taka á móti hamingjuóskum og vinningum. Að lokum mæli ég með því að kíkja á Facebook síðu BAHNS og taka þátt í veðbankanum. Í honum er giskað á sigurvegara slagsins. Einn heppinn, sem giskar á réttan þátttakanda, verður dreginn úr potti að slagnum loknum og hlýtur peysu að eigin vali frá BAHNS að launum. Sjómannadagurinn Tíska og hönnun Tengdar fréttir #íslenskflík: „Ég sá hana ljóslifandi fyrir mér í höfðinu“ Helga Lilja Magnúsdóttir hjá BAHNS er fyrsti viðmælandinn í #íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 4. maí 2022 23:41 Tískutengdir viðburðir á HönnunarMars í ár Hátíðin HönnunarMars verður sett formlega í Hörpu síðar í dag. Á dagskrá hátíðarinnar í ár eru rúmlega 100 sýningar og 200 viðburðir. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi næstu daga. 4. maí 2022 15:30 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Blaðamaður heyrði í Helgu Lilju Magnúsdóttur sem er konan á bak við BAHNS og stendur fyrir viðburðinum. Hvernig myndir þú lýsa BAHNS? BAHNS er „slowfashion” fatamerki sem einblínir á að gera fatnað og vörur sem tengjast hafinu og sjómennsku. Aðalmunstur merkisins er morskóði sem sýnir ljósmerki höfuðáttabaujanna. Höfuðáttabaujurnar virka eins og umferðarljós fyrir sjómenn á hafi úti. Suðurbaujan sendir td frá sér 6 stutt og eitt langt ljósmerki á hverjum 10 sekúntum á meðan norður sendir stanslaus stutt. Úr þessum merkjum bjó ég svo til munstrið sem hefur fylgt merkinu frá byrjun, árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Fatnaðurinn er ullarfatnaður sem hentar vel til hversdagsnotkunar sem og alls útivistar, fullkominn í útileguna og líka skíðamennskuna og er mjög lítríkur. Hver er sagan á bak við nafnið?Nafnið á Bið að heilsa niðrí slipp kom úr texta úr lagi eftir Stephan Stephensen tónlistarmann en hann er annar eigenda merkisins. Í þessu lagi hljómar eins og söngvarinn segi Bið að heilsa niðrí slipp en hann segir það bara alls ekki neitt og fyrst hugmyndin var að gera sjóaramerki þá komast þessi tillaga alla leið. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvernig kom það til að halda koddaslag?Þegar við höfðum verið með merkið í tæp fjögur ár þá fór ég að kvarta yfir því að það þyrfti að gera eitthvað skemmtilegt til að vekja athygli á merkinu, t.d. tískusýningu en tískusýningar eiga bara alls ekki við þetta merki. Þá kom upp hugmyndin um að endurvekja koddaslaginn sem okkar tískusýningu en hann hafði legið niðrí í Reykjavíkurhöfn í rúm 15 ár. Þar sem sundfatnaður er líka stór partur af merkinu sem og handklæði þá var koddaslagshugmyndin alger negla. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvernig voru keppendur valdir?Keppendurnir voru fyrstu þrjú skiptin valdir inn að mestu leyti en í þetta skiptið var rammheiðarlegt umsóknarferli á instagram og kom það mér virkilega skemmtilega á óvart hversu margir sóttu um. Ég var heillengi að fara yfir allar umsóknirnar. Rosalega skemmtilegt. Ég valdi svo að mestu leyti af handahófi og út kom þessi hörkuhópur. Það þarf mikið til til að vera valinn í slaginn. Keppendurnir í ár.Dóra Dúna Hafa þær áður keppt í sportinu?Þær hafa ekki keppt áður,nei, en það er gaman að segja frá því að það sótti sko ein um sem hefur áður tekið þátt, hana langar rosalega mikið að taka aftur þátt enda er þetta adrenalínskot af bestu gerð þessi keppni. Ég tók sjálf þátt árið 2018 og sjaldan gert neitt skemmtilegra. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvenær verður koddaslagurinn og hvar?Verslun BAHNS heitir Kiosk Grandi og er staðsett á Grandagarði 35. Koddaslagurinn er á bryggjunni beint fyrir framan verslunina, gæti ekki verið betur staðsettur, við hliðina á Kaffivagninum. Koddaslagurinn er klukkan 15.00, sunnudaginn 12. júní en strax eftir slagina verður verðlaunaafhending í Kiosk. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hún verður við heita potta fyrir framan verslunina þar sem þátttakendur slagsins munu hlýja sér og taka á móti hamingjuóskum og vinningum. Að lokum mæli ég með því að kíkja á Facebook síðu BAHNS og taka þátt í veðbankanum. Í honum er giskað á sigurvegara slagsins. Einn heppinn, sem giskar á réttan þátttakanda, verður dreginn úr potti að slagnum loknum og hlýtur peysu að eigin vali frá BAHNS að launum.
Sjómannadagurinn Tíska og hönnun Tengdar fréttir #íslenskflík: „Ég sá hana ljóslifandi fyrir mér í höfðinu“ Helga Lilja Magnúsdóttir hjá BAHNS er fyrsti viðmælandinn í #íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 4. maí 2022 23:41 Tískutengdir viðburðir á HönnunarMars í ár Hátíðin HönnunarMars verður sett formlega í Hörpu síðar í dag. Á dagskrá hátíðarinnar í ár eru rúmlega 100 sýningar og 200 viðburðir. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi næstu daga. 4. maí 2022 15:30 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
#íslenskflík: „Ég sá hana ljóslifandi fyrir mér í höfðinu“ Helga Lilja Magnúsdóttir hjá BAHNS er fyrsti viðmælandinn í #íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 4. maí 2022 23:41
Tískutengdir viðburðir á HönnunarMars í ár Hátíðin HönnunarMars verður sett formlega í Hörpu síðar í dag. Á dagskrá hátíðarinnar í ár eru rúmlega 100 sýningar og 200 viðburðir. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi næstu daga. 4. maí 2022 15:30