Salah og Kerr best | Son ekki í liði ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 10:30 Sam Kerr, besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2021 til 2022. EPA-EFE/NEIL HALL Leikmannasamtök Englands, PFA, völdu Mohamed Salah, leikmann Liverpool, og Sam Kerr, leikmann Chelsea, sem bestu leikmenn tímabilsins 2021/2022 á Englandi. Manchester City átti bestu ungu leikmennina og þá vakti athygli að Son Heung-Min var ekki í liði ársins. Í gærkvöld tilkynnti PFA hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir í úrvalsdeild karla og kvenna í enska fótboltanum. Einnig voru bestu ungu leikmenn deildanna tilkynntir sem og úrvalslið beggja deilda. Mohamed Salah, framherji Liverpool og markakóngur úrvalsdeildar karla ásamt Son Heung-Min, var kosinn bestur. Hinn 29 ára gamli Egypti var að vinna verðlaunin í annað sinn. There is no greater honour than winning an award that my colleagues voted on. I am very grateful to all of you! pic.twitter.com/AH0FOSapXI— Mohamed Salah (@MoSalah) June 9, 2022 Sam Kerr, framherji Englandsmeistara Chelsea og markadrottning úrvalsdeildar kvenna, var kosin best. Hin 28 ára gamli Ástrali var að vinna verðlaunin í fyrsta sinn. The PFA Players Player of the Year 2022 | @samkerr1 @ChelseaFCW @TheMatildas #PFAawards #POTY pic.twitter.com/G8sw7jmIxC— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Man City kom sá og sigraði þegar kom að bestu ungu leikmönnum deildanna. Phil Foden og Lauren Hemp hlutu þá viðurkenningu. Hinn 22 ára gamli Foden var að vinna í annað sinn á meðan hin 21 árs gamla Hemp var að vinna fjórða árið í röð. Geri aðrir betur. The very best bits from @PhilFoden s PFA Young Player of the Year winning campaign! #ManCity pic.twitter.com/apuDvw84Aq— Manchester City (@ManCity) June 9, 2022 Honoured to be named PFA Young Player Of The Year. Thank you so much to the players that voted for me, it means a lot pic.twitter.com/h5sHsejwDw— Lauren Hemp (@lauren__hemp) June 9, 2022 Lið ársins Það vekur mikla athygli að Liverpool á fleiri leikmenn í liði ársins en Englandsmeistarar Manchester City. Því hefur verið fleygt fram að kosningin fari venjulega fram í febrúar og því á hún til að gefa ranga mynd af tímabilinu í heild sinni. Það sem vakti enn meiri undrun var að Suður-Kóreumaðurinn Son, markahæsti leikmaður deildarinnar, var hvergi sjáanlegur á meðan Sadio Mané og Cristiano Ronaldo voru með Salah í fremstu línu. The PFA Premier League Team of the Year! @Alissonbecker João Cancelo @VirgilvDijk @ToniRuediger @TrentAA @DeBruyneKev @Thiago6 @BernardoCSilva @MoSalah @Cristiano Sadio Mané#PFAawards | #TOTY pic.twitter.com/x1MPQBOHrF— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Það var lítið um umdeildar ákvarðanir í kvennaflokki en Englandsmeistarar Chelsea eiga fjóra leikmenn, silfurlið Arsenal þrjá sem og bronslið Man City. Hin spænska Ona Batlle, leikmaður Manchester United, er sú eina sem ekki leikur með efstu þremur liðum deildarinnar. The PFA WSL Team of the Year! @berger_ann @AlexGreenwood @leahcwilliamson @Mdawg1bright @OnaBatlle Kim Little @itscarolineweir @guro_reiten @lauren__hemp @samkerr1 @VivianneMiedema #PFAawards | #TOTY pic.twitter.com/6Hx8vVGQrp— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Í gærkvöld tilkynnti PFA hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir í úrvalsdeild karla og kvenna í enska fótboltanum. Einnig voru bestu ungu leikmenn deildanna tilkynntir sem og úrvalslið beggja deilda. Mohamed Salah, framherji Liverpool og markakóngur úrvalsdeildar karla ásamt Son Heung-Min, var kosinn bestur. Hinn 29 ára gamli Egypti var að vinna verðlaunin í annað sinn. There is no greater honour than winning an award that my colleagues voted on. I am very grateful to all of you! pic.twitter.com/AH0FOSapXI— Mohamed Salah (@MoSalah) June 9, 2022 Sam Kerr, framherji Englandsmeistara Chelsea og markadrottning úrvalsdeildar kvenna, var kosin best. Hin 28 ára gamli Ástrali var að vinna verðlaunin í fyrsta sinn. The PFA Players Player of the Year 2022 | @samkerr1 @ChelseaFCW @TheMatildas #PFAawards #POTY pic.twitter.com/G8sw7jmIxC— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Man City kom sá og sigraði þegar kom að bestu ungu leikmönnum deildanna. Phil Foden og Lauren Hemp hlutu þá viðurkenningu. Hinn 22 ára gamli Foden var að vinna í annað sinn á meðan hin 21 árs gamla Hemp var að vinna fjórða árið í röð. Geri aðrir betur. The very best bits from @PhilFoden s PFA Young Player of the Year winning campaign! #ManCity pic.twitter.com/apuDvw84Aq— Manchester City (@ManCity) June 9, 2022 Honoured to be named PFA Young Player Of The Year. Thank you so much to the players that voted for me, it means a lot pic.twitter.com/h5sHsejwDw— Lauren Hemp (@lauren__hemp) June 9, 2022 Lið ársins Það vekur mikla athygli að Liverpool á fleiri leikmenn í liði ársins en Englandsmeistarar Manchester City. Því hefur verið fleygt fram að kosningin fari venjulega fram í febrúar og því á hún til að gefa ranga mynd af tímabilinu í heild sinni. Það sem vakti enn meiri undrun var að Suður-Kóreumaðurinn Son, markahæsti leikmaður deildarinnar, var hvergi sjáanlegur á meðan Sadio Mané og Cristiano Ronaldo voru með Salah í fremstu línu. The PFA Premier League Team of the Year! @Alissonbecker João Cancelo @VirgilvDijk @ToniRuediger @TrentAA @DeBruyneKev @Thiago6 @BernardoCSilva @MoSalah @Cristiano Sadio Mané#PFAawards | #TOTY pic.twitter.com/x1MPQBOHrF— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Það var lítið um umdeildar ákvarðanir í kvennaflokki en Englandsmeistarar Chelsea eiga fjóra leikmenn, silfurlið Arsenal þrjá sem og bronslið Man City. Hin spænska Ona Batlle, leikmaður Manchester United, er sú eina sem ekki leikur með efstu þremur liðum deildarinnar. The PFA WSL Team of the Year! @berger_ann @AlexGreenwood @leahcwilliamson @Mdawg1bright @OnaBatlle Kim Little @itscarolineweir @guro_reiten @lauren__hemp @samkerr1 @VivianneMiedema #PFAawards | #TOTY pic.twitter.com/6Hx8vVGQrp— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira