Landið hefur að stórum hluta verið lokað fyrir ferðamönnum síðustu rúmu tvö árin vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Er ljóst að þarlend stjórnvöld ætla sér að stíga varlega til jarðar þegar verið að koma hlutum í fyrra horf.
Ferðamálayfirvöld í Japan samþykkja nú skipulagðar ferðir ferðamanna frá 98 löndum til landsins, þar með talið Bandaríkjunum, Kína, Suður-Kóreu og Íslandi.
Japönsk stjórnvöld segjast þó ætla að leggja höfuðáherslu á að ýta undir ferðalög Japana innanlands á næstu mánuðum á meðan verið sé að létta á ferðatakmörkunum.