Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. júní 2022 12:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á apabólufaraldri en býst við fleiri tilfellum á næstunni. Vísir/Egill Aðalsteinsson Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sýnin tvö verða send til útlanda eins fljótt og hægt er til að staðfesta greininguna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirgnæfandi líkur á að þetta sé rétt greining. Það kemur Þórólfi ekki á óvart apabólan hafi borist til Íslands. „Við erum búin að bíða eftir því og höfum talið mjög líklegt að hún myndi berast hingað ein sog hún hefur borist til annarra Evrópulanda. Þetta er bara það sem er að gerast núna.“ Hinir veiku eru nú í einangrun og stendur smitrakning yfir. Þórólfur segir að mennirnir séu blessunarlega ekki mikið veikir. „Sem betur fer. Þeir eru með þessi einkennandi einkenni; útbrot á húð og það er það sem við erum að vara við og vekja athygli á að ef fólk fær svona bólur og blöðrur á húð og sérstaklega á kynfærasvæðið þá á það að leita sér aðstoðar því það er í rauninni eina ráðið til að hefta útbreiðslu á þessu. Það er mikilvægt að fólk fái greiningu eins fljótt og hægt er.“ Það sé einn af tveimur lykilþáttum til að stemma stigu við útbreiðslu. Hinn er að forðast þekktar smitleiðir. „Að fólk fari þá sérstaklega varlega í nánum kynnum við ókunnuga og sérstaklega á ferðum sínum erlendis.“ En nú höfum við séð fréttir af sjúkdómnum hjá öðrum Evrópuþjóðum. Hvað gætum við átt von á hér á Íslandi. Hvaða lærdóm getum við dregið af nágrannaþjóðum okkar? „Það er erfitt að segja. Meðgöngutími á smiti er dáldið langur og það getur tekið einhvern tíma að fá greiningu. Þetta dregst svolítið. Þetta er ekki eins og COVID eða aðrar öndunarfærasýkingar þar sem meðgöngutíminn er stuttur og fólk greinist mjög hratt þannig að þetta getur dregist svolítið. Ég held að við getum alveg búist við því að sjá hér fleiri tilfelli á næstunni, það kæmi mér alls ekki á óvart. Það hefur verið nokkuð hröð útbreiðsla í Evrópu en við búumst alls ekki við stórum faraldri þannig, þetta er ekki þannig sýking eða þannig smit. Hún smitast ekki eins auðveldlega eins og COVID til dæmis en það eru þessar ákveðnu aðstæður sem stuðla að smiti og það er það sem við erum að hamra á og benda á.“ Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 9. júní 2022 11:37 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Sýnin tvö verða send til útlanda eins fljótt og hægt er til að staðfesta greininguna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirgnæfandi líkur á að þetta sé rétt greining. Það kemur Þórólfi ekki á óvart apabólan hafi borist til Íslands. „Við erum búin að bíða eftir því og höfum talið mjög líklegt að hún myndi berast hingað ein sog hún hefur borist til annarra Evrópulanda. Þetta er bara það sem er að gerast núna.“ Hinir veiku eru nú í einangrun og stendur smitrakning yfir. Þórólfur segir að mennirnir séu blessunarlega ekki mikið veikir. „Sem betur fer. Þeir eru með þessi einkennandi einkenni; útbrot á húð og það er það sem við erum að vara við og vekja athygli á að ef fólk fær svona bólur og blöðrur á húð og sérstaklega á kynfærasvæðið þá á það að leita sér aðstoðar því það er í rauninni eina ráðið til að hefta útbreiðslu á þessu. Það er mikilvægt að fólk fái greiningu eins fljótt og hægt er.“ Það sé einn af tveimur lykilþáttum til að stemma stigu við útbreiðslu. Hinn er að forðast þekktar smitleiðir. „Að fólk fari þá sérstaklega varlega í nánum kynnum við ókunnuga og sérstaklega á ferðum sínum erlendis.“ En nú höfum við séð fréttir af sjúkdómnum hjá öðrum Evrópuþjóðum. Hvað gætum við átt von á hér á Íslandi. Hvaða lærdóm getum við dregið af nágrannaþjóðum okkar? „Það er erfitt að segja. Meðgöngutími á smiti er dáldið langur og það getur tekið einhvern tíma að fá greiningu. Þetta dregst svolítið. Þetta er ekki eins og COVID eða aðrar öndunarfærasýkingar þar sem meðgöngutíminn er stuttur og fólk greinist mjög hratt þannig að þetta getur dregist svolítið. Ég held að við getum alveg búist við því að sjá hér fleiri tilfelli á næstunni, það kæmi mér alls ekki á óvart. Það hefur verið nokkuð hröð útbreiðsla í Evrópu en við búumst alls ekki við stórum faraldri þannig, þetta er ekki þannig sýking eða þannig smit. Hún smitast ekki eins auðveldlega eins og COVID til dæmis en það eru þessar ákveðnu aðstæður sem stuðla að smiti og það er það sem við erum að hamra á og benda á.“
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 9. júní 2022 11:37 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 9. júní 2022 11:37
Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02