Stöð 2 leitar að næstu Idol-stjörnu Íslands Tinni Sveinsson skrifar 10. júní 2022 15:17 Idol hefst í haust á Stöð 2. Leitin að stjörnu á aldrinum 16 til 30 ára hefst í dag. Stöð 2 Stöð 2 hefur í dag leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. Idol þættirnir hafa verið sýndir víða um heim síðustu tuttugu ár við gríðarlegar vinsældir. Margar af skærustu stjörnum tónlistarheimsins hafa stigið sín fyrstu skref þar. Íslendingar þekkja þættina einnig vel en fjórar íslenskar þáttaraðir voru sýndar á Stöð 2 á árunum 2003 til 2009. 16 til 30 ára geta tekið þátt „Stöð 2 tilkynnir með stolti að leitin að næstu Idol stjörnu Íslands er hafin. Þættirnir verða á dagskrá í haust en leitin hefst núna. Við hvetjum alla áhugasama á aldrinum 16 til 30 ára að senda inn myndband á slóðinni idol.stod2.is þar sem þeir láta ljós sitt skína og syngja tvo lagbúta. Idol-lestin mun einnig verða á ferðinni í leit að hæfileikafólki um landið í sumar. Nánari dagsetningar og staðsetningar verða auglýstar síðar,“ segir í tilkynningu frá Stöð 2. „Við fundum fyrir miklum áhuga meðal áskrifenda okkar að vera með hæfileikaþátt og Idolið var oftast nefnt. Við vitum að það er fjöldinn allur af ungu fólki sem að vill nýta sér þennan vettvang til að koma sér á framfæri. Við erum gríðarlega spennt að vinna með öllu því fagfólki sem kemur að þáttunum og hlökkum mikið til að sjá ungt hæfileikafólk á Idol sviðinu í haust,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. Hverjir eru í dómnefnd?Stöð 2 Dómnefndin kynnt í næstu viku Dómnefndin verður skipuð nokkrum af skærustu stjörnum íslenskrar tónlistar í dag. Hún verður kynnt til leiks hér á Vísi í næstu viku. Tónlistarstjórn þáttanna verður í höndum Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar sem stýrir einnig hljómsveit þáttanna. Idol Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Sjá meira
Idol þættirnir hafa verið sýndir víða um heim síðustu tuttugu ár við gríðarlegar vinsældir. Margar af skærustu stjörnum tónlistarheimsins hafa stigið sín fyrstu skref þar. Íslendingar þekkja þættina einnig vel en fjórar íslenskar þáttaraðir voru sýndar á Stöð 2 á árunum 2003 til 2009. 16 til 30 ára geta tekið þátt „Stöð 2 tilkynnir með stolti að leitin að næstu Idol stjörnu Íslands er hafin. Þættirnir verða á dagskrá í haust en leitin hefst núna. Við hvetjum alla áhugasama á aldrinum 16 til 30 ára að senda inn myndband á slóðinni idol.stod2.is þar sem þeir láta ljós sitt skína og syngja tvo lagbúta. Idol-lestin mun einnig verða á ferðinni í leit að hæfileikafólki um landið í sumar. Nánari dagsetningar og staðsetningar verða auglýstar síðar,“ segir í tilkynningu frá Stöð 2. „Við fundum fyrir miklum áhuga meðal áskrifenda okkar að vera með hæfileikaþátt og Idolið var oftast nefnt. Við vitum að það er fjöldinn allur af ungu fólki sem að vill nýta sér þennan vettvang til að koma sér á framfæri. Við erum gríðarlega spennt að vinna með öllu því fagfólki sem kemur að þáttunum og hlökkum mikið til að sjá ungt hæfileikafólk á Idol sviðinu í haust,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. Hverjir eru í dómnefnd?Stöð 2 Dómnefndin kynnt í næstu viku Dómnefndin verður skipuð nokkrum af skærustu stjörnum íslenskrar tónlistar í dag. Hún verður kynnt til leiks hér á Vísi í næstu viku. Tónlistarstjórn þáttanna verður í höndum Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar sem stýrir einnig hljómsveit þáttanna.
Idol Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Sjá meira