Félag dæmt í lífstíðarbann fyrir að skora 41 sjálfsmark í einum og sama leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 15:00 Mögulega var það bolti líkt og þessi sem var sendur 41 sinni í eigið net. Getty Images Alls hafa fjögur knattspyrnufélög í 4. deildinni í Suður-Afríku verið dæmd í lífstíðarbann frá íþróttinni eftir að upp komst um svindl er tvö þeirra reyndu að sigra deildina og komast þar með upp í 3. deild. Í einum leiknum var 41 sjálfsmark skorað. Á vef breska ríkisútvarpsins er farið yfir ótrúleg úrslit leikja er Matiyasi FC og Shivulani Dangerous Tigers börðust um sigur í 4. deild karla í Suður-Afríku. Dangerous Tigers vann ótrúlegan 33-1 sigur á Kotoko Happy Boys undir lok maímánaðar. Sama dag vann Matiyasi FC ótrúlegan 59-1 sigur á Nsami Mighty Birds en síðarnefnda liðið var þá í 3. sæti deildarinnar. Í frétt BBC um málið kemur fram að 41 sjálfsmark hafi verið skorað í leiknum. Life ban for football club who scored 41 own goals https://t.co/bR7MUDfa7c— BBC News (World) (@BBCWorld) June 8, 2022 Það sem gerir úrslitin enn undarlegri og sannar að maðkur hafi verið í mysunni er sá að liðin mættust aðeins tveimur mánuðum áður og þá voru úrslitin öllu eðlilegra. Matiyasi FC vann nauman 2-1 sigur á Nsami Mighty Birds á meðan Dangerous Tigers og Kotoko Happy Birds gerðu 2-2 jafntefli. Eftir að komast að því að Matiyasi voru 22-0 yfir í hálfleik gerðu Dangerous Tigers samkomulag um að leikmenn Kotoko Happy Boys færu af velli. Á endanum yfirgáfu fjórir leikmenn völlinn vegna þreytu svo aðeins voru sjö glaðir drengir eftir til að klára leikinn. Á sama tíma í leik Matiyasi gaf dómarinn fjórm leikmönnum Mighty Birds rauð spjöld svo þar voru einnig sjö leikmenn eftir gegn 11 en ef lið hefur færri en sjö leikmenn þarf að blása leikinn af. Rannsóknarnefnd hefur þegar fundið sönnungargögn um samstarf liðanna og dómara í málinu. Einnig hefur komið í ljós að af 59 marki sem Dangerous Tigers skoraði þá var um 41 sjálfsmark að ræða. Félögin fjögur hafa verið dæmd í lífstíðarbann og þá mega forráðamenn liðanna ekki koma nálægt fótbolta í fimm til átta ár. Dómarar leikjanna mega ekki dæma í 10 ár en ekki kemur fram í frétt BBC hvort leikmenn liðanna hafi verið dæmdir í leikbann eður ei. „Þetta fólk virðir ekki fótboltann og við getum ekki leyft þessu að gerast aftur. Það er sorglegt að ungum leikmönnum sé blandað inn í þetta en reglurnar segja að fimm leikmenn undir 21 árs verði að spila hverju sinni,“ sagði Vincent Ramphago, yfirmaður deildarinnar, í viðtali við BBC. Á endanum fór Gawula Classic upp í 3. deildina þrátt fyrir að enda í fjórða sæti 4. deildar. Liðið var hins vegar það eina sem reyndi ekki að svindla og fer upp um deild þar sem efstu þrjú liðin eru meðal þeirra fjögurra liða sem fengu lífstíðarbann. Þá mun knattspyrnusamband Suður-Afríku halda ýmis námskeið til að fræða þjálfara, forráðamenn og dómara um heilindi leiksins. Fótbolti Suður-Afríka Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins er farið yfir ótrúleg úrslit leikja er Matiyasi FC og Shivulani Dangerous Tigers börðust um sigur í 4. deild karla í Suður-Afríku. Dangerous Tigers vann ótrúlegan 33-1 sigur á Kotoko Happy Boys undir lok maímánaðar. Sama dag vann Matiyasi FC ótrúlegan 59-1 sigur á Nsami Mighty Birds en síðarnefnda liðið var þá í 3. sæti deildarinnar. Í frétt BBC um málið kemur fram að 41 sjálfsmark hafi verið skorað í leiknum. Life ban for football club who scored 41 own goals https://t.co/bR7MUDfa7c— BBC News (World) (@BBCWorld) June 8, 2022 Það sem gerir úrslitin enn undarlegri og sannar að maðkur hafi verið í mysunni er sá að liðin mættust aðeins tveimur mánuðum áður og þá voru úrslitin öllu eðlilegra. Matiyasi FC vann nauman 2-1 sigur á Nsami Mighty Birds á meðan Dangerous Tigers og Kotoko Happy Birds gerðu 2-2 jafntefli. Eftir að komast að því að Matiyasi voru 22-0 yfir í hálfleik gerðu Dangerous Tigers samkomulag um að leikmenn Kotoko Happy Boys færu af velli. Á endanum yfirgáfu fjórir leikmenn völlinn vegna þreytu svo aðeins voru sjö glaðir drengir eftir til að klára leikinn. Á sama tíma í leik Matiyasi gaf dómarinn fjórm leikmönnum Mighty Birds rauð spjöld svo þar voru einnig sjö leikmenn eftir gegn 11 en ef lið hefur færri en sjö leikmenn þarf að blása leikinn af. Rannsóknarnefnd hefur þegar fundið sönnungargögn um samstarf liðanna og dómara í málinu. Einnig hefur komið í ljós að af 59 marki sem Dangerous Tigers skoraði þá var um 41 sjálfsmark að ræða. Félögin fjögur hafa verið dæmd í lífstíðarbann og þá mega forráðamenn liðanna ekki koma nálægt fótbolta í fimm til átta ár. Dómarar leikjanna mega ekki dæma í 10 ár en ekki kemur fram í frétt BBC hvort leikmenn liðanna hafi verið dæmdir í leikbann eður ei. „Þetta fólk virðir ekki fótboltann og við getum ekki leyft þessu að gerast aftur. Það er sorglegt að ungum leikmönnum sé blandað inn í þetta en reglurnar segja að fimm leikmenn undir 21 árs verði að spila hverju sinni,“ sagði Vincent Ramphago, yfirmaður deildarinnar, í viðtali við BBC. Á endanum fór Gawula Classic upp í 3. deildina þrátt fyrir að enda í fjórða sæti 4. deildar. Liðið var hins vegar það eina sem reyndi ekki að svindla og fer upp um deild þar sem efstu þrjú liðin eru meðal þeirra fjögurra liða sem fengu lífstíðarbann. Þá mun knattspyrnusamband Suður-Afríku halda ýmis námskeið til að fræða þjálfara, forráðamenn og dómara um heilindi leiksins.
Fótbolti Suður-Afríka Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira