Dramatík í Cardiff | Pólverjar niðurlægðir í Belgíu Atli Arason skrifar 8. júní 2022 21:30 Hollendingar fagna sigurmarki Wout Weghorst á 94. mínútu. Getty Images Walesverjar fögnuðu fyrsta HM sætinu í nærri sjö áratugi í vikunni og það var mögulega enn þá smá þynnka í þeim fyrir leik þeirra í kvöld gegn Hollendingum á heimavelli en gestirnir fóru með 1-2 sigur af hólmi. Belgar svöruðu fyrir tapi í fyrstu umferð með 6-1 sigri á Póllandi. Báðir leikir voru í A-deild Þjóðadeildarinnar. Louis van Gaal gerði 11 breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-4 útisigrinum gegn Belgíu í síðasta leik en fyrri hálfleikurinn var markalaus. Teun Koopmeiners kom Hollendingum yfir á 50. mínútu með föstu skoti við vítateigslínuna. Hollendingarnir voru sterkari heilt yfir og litu alltaf út fyrir að bæta við seinna markinu. Á 92. mínútu fengu þeir þó mark í andlitið þegar Rhys Norrington-Davis jafnaði leikinn með fyrsta landsliðsmarki sínu eftir kollspyrnu á fjærstöng og allt ætlaði um koll að keyra í Cardiff. Hollendingar tóku miðju og bryggja upp góða sókn en innan við tveimur mínútum frá jöfnunar markinu eru gestirnir búnir að taka forystuna aftur. Fyrirgjöf frá vinstri væng er mætt með flugskalla frá Wout Weghorst og Adam Davis í marki Wales kemur engum vörnum við. Lokatölur 1-2 fyrir Holland sem fer á topp riðils fjögur með 6 stig eftir tvo leiki. Wales er þó á botninum með 0 stig. Belgar voru staðráðnir að bæta upp fyrir tapið stóra gegn Hollandi á heimavelli í síðustu umferð og gerðu það heldur betur með því að valta yfir Pólverja, 6-1. Belgar hafa skorað í hverjum einasta landsleik sem þeir hafa spilað síðan í júlí 2018 og í kvöld varð það markaflóð. Axel Witsel, Kevin De Bruyne, Lois Openda og Leander Dendoncker gerðu mörk Belgíu ásamt tveimur mörkum frá Leandro Trossard. Robert Lewandowski kom Pólverjum þó fyrst yfir á 28. mínútu. Bæði lið eru jöfn af stigum í 2. og 3. sæti 4. riðils, bæði með þrjú stig. Belgar eru ofan á með betri markatölu, +2 gegn -4. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Louis van Gaal gerði 11 breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-4 útisigrinum gegn Belgíu í síðasta leik en fyrri hálfleikurinn var markalaus. Teun Koopmeiners kom Hollendingum yfir á 50. mínútu með föstu skoti við vítateigslínuna. Hollendingarnir voru sterkari heilt yfir og litu alltaf út fyrir að bæta við seinna markinu. Á 92. mínútu fengu þeir þó mark í andlitið þegar Rhys Norrington-Davis jafnaði leikinn með fyrsta landsliðsmarki sínu eftir kollspyrnu á fjærstöng og allt ætlaði um koll að keyra í Cardiff. Hollendingar tóku miðju og bryggja upp góða sókn en innan við tveimur mínútum frá jöfnunar markinu eru gestirnir búnir að taka forystuna aftur. Fyrirgjöf frá vinstri væng er mætt með flugskalla frá Wout Weghorst og Adam Davis í marki Wales kemur engum vörnum við. Lokatölur 1-2 fyrir Holland sem fer á topp riðils fjögur með 6 stig eftir tvo leiki. Wales er þó á botninum með 0 stig. Belgar voru staðráðnir að bæta upp fyrir tapið stóra gegn Hollandi á heimavelli í síðustu umferð og gerðu það heldur betur með því að valta yfir Pólverja, 6-1. Belgar hafa skorað í hverjum einasta landsleik sem þeir hafa spilað síðan í júlí 2018 og í kvöld varð það markaflóð. Axel Witsel, Kevin De Bruyne, Lois Openda og Leander Dendoncker gerðu mörk Belgíu ásamt tveimur mörkum frá Leandro Trossard. Robert Lewandowski kom Pólverjum þó fyrst yfir á 28. mínútu. Bæði lið eru jöfn af stigum í 2. og 3. sæti 4. riðils, bæði með þrjú stig. Belgar eru ofan á með betri markatölu, +2 gegn -4.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira