Brynjólfur Willumsson: Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik Sverrir Mar Smárason skrifar 8. júní 2022 20:51 Brynjólfur með boltann í leiknum í kvöld. Visir/ Diego Íslenska u21 landslið karla er í góðum séns á því að komast í umspil um sæti í lokakeppni EM 2023 eftir góðan sigur á Hvíta-Rússlandi hér heima í dag, 3-1. Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði liðsins, var sáttur við sigurinn í dag. „Geggjaður sigur. Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik. Sterkt að koma inn tveimur mörkum í fyrri en síðan fannst mér við aðeins detta niður og það er mjög erfitt að koma til baka eftir það. Mér fannst við bara gera það frábærlega,“ sagði fyrirliðinn. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og setti góða pressu á Hvít-Rússa í upphafi leiks. Það er ekki hægt í 90 mínútur segir Brynjólfur. „Það var mjög sterkt að ná þessu öðru marki inn fyrir hálfleik. Það er ekki hægt að pressa eða allavega erfitt að pressa í 90 mínútur. Við byrjuðum af fullum krafti og náum inn þessum tveimur mörkum. Það er fótboltinn sem við spilum, að byrja af krafti en það er erfitt að halda því allan tímann. Sterkt að ná inn tveimur mörkum. Varnarleikurinn var ekki alveg on í markinu sem við fengum á okkur en eftir það fannst mér við bara loka öllu,“ sagði Brynjólfur. Staðan var 2-0 í hálfleik og íslensku strákarnir komu töluvert varkárari til leiks í þeim síðari, féllu aftar á völlinn og fengu á sig mark snemma í hálfleiknum. „Planið var að fara aðeins neðar því það voru svolítið mikil hlaup á okkur og miðjumönnunum sérstaklega. Við ákváðum að fara aðeins neðar en kannski ekki alveg svona neðarlega. Þeir einhvern vegin ná þessu fyrsta marki bara strax sem er ekki gott. Eftir það fannst mér það mjög sterkur karakter að halda þetta út og koma svo inn þriðja markinu í lokin,“ sagði Brynjólfur og hélt svo áfram, „það var erfitt að horfa á þetta eftir að hafa verið kominn útaf og maður getur ekki hjálpað liðinu inná vellinum. Maður róaðist aðeins við þetta þriðja mark.“ Líkt og Brynjólfur kom inná þá þurfti hann að fara af velli á 67. mínútu vegna meiðsla. Fyrirbyggjandi skipting segir Brynjólfur sem vildi enga sénsa taka. „Ég fékk bara krampatilfinningu aftan í lærið. Ég tognaði aftan í læri tvisvar á síðasta ári svo ég ætlaði ekki að taka neina sénsa. Þá kemur bara maður í manns stað með fulla orku og það virkaði,“ sagði Brynjólfur. Lokaleikur riðilsins verður gegn Kýpur í Víkinni n.k. laugardagkvöld og líkt og fyrr segir á íslenska liðið möguleika á því að komast í umspil fyrir lokakeppni. Sama upplegg fyrir þann leik segir Brynjólfur. „Það er bara að byrja af sama krafti og ef við náum inn mörkum að þá getur þetta skilað sér. Það er svo sterkt að komast yfir. Ég held að það sé planið að fara inn í leikinn eins og við komum inn í þennan, það verður stöðubarátta en við verðum klárir í það.“ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Sjá meira
„Geggjaður sigur. Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik. Sterkt að koma inn tveimur mörkum í fyrri en síðan fannst mér við aðeins detta niður og það er mjög erfitt að koma til baka eftir það. Mér fannst við bara gera það frábærlega,“ sagði fyrirliðinn. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og setti góða pressu á Hvít-Rússa í upphafi leiks. Það er ekki hægt í 90 mínútur segir Brynjólfur. „Það var mjög sterkt að ná þessu öðru marki inn fyrir hálfleik. Það er ekki hægt að pressa eða allavega erfitt að pressa í 90 mínútur. Við byrjuðum af fullum krafti og náum inn þessum tveimur mörkum. Það er fótboltinn sem við spilum, að byrja af krafti en það er erfitt að halda því allan tímann. Sterkt að ná inn tveimur mörkum. Varnarleikurinn var ekki alveg on í markinu sem við fengum á okkur en eftir það fannst mér við bara loka öllu,“ sagði Brynjólfur. Staðan var 2-0 í hálfleik og íslensku strákarnir komu töluvert varkárari til leiks í þeim síðari, féllu aftar á völlinn og fengu á sig mark snemma í hálfleiknum. „Planið var að fara aðeins neðar því það voru svolítið mikil hlaup á okkur og miðjumönnunum sérstaklega. Við ákváðum að fara aðeins neðar en kannski ekki alveg svona neðarlega. Þeir einhvern vegin ná þessu fyrsta marki bara strax sem er ekki gott. Eftir það fannst mér það mjög sterkur karakter að halda þetta út og koma svo inn þriðja markinu í lokin,“ sagði Brynjólfur og hélt svo áfram, „það var erfitt að horfa á þetta eftir að hafa verið kominn útaf og maður getur ekki hjálpað liðinu inná vellinum. Maður róaðist aðeins við þetta þriðja mark.“ Líkt og Brynjólfur kom inná þá þurfti hann að fara af velli á 67. mínútu vegna meiðsla. Fyrirbyggjandi skipting segir Brynjólfur sem vildi enga sénsa taka. „Ég fékk bara krampatilfinningu aftan í lærið. Ég tognaði aftan í læri tvisvar á síðasta ári svo ég ætlaði ekki að taka neina sénsa. Þá kemur bara maður í manns stað með fulla orku og það virkaði,“ sagði Brynjólfur. Lokaleikur riðilsins verður gegn Kýpur í Víkinni n.k. laugardagkvöld og líkt og fyrr segir á íslenska liðið möguleika á því að komast í umspil fyrir lokakeppni. Sama upplegg fyrir þann leik segir Brynjólfur. „Það er bara að byrja af sama krafti og ef við náum inn mörkum að þá getur þetta skilað sér. Það er svo sterkt að komast yfir. Ég held að það sé planið að fara inn í leikinn eins og við komum inn í þennan, það verður stöðubarátta en við verðum klárir í það.“
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00