„Engin önnur Markaðsmanneskja ársins hafi skellt sér í nektarmyndatöku með verðlaunagripinn“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. júní 2022 15:31 Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi og framkvæmdarstjóri Blush.is fer sínar eigin leiðir og finnst gaman að dansa á línunni. Fyrr á árinu var hún valin Markaðsmanneskja ársins af ÍMARK en Gerður segist ekki hafa haft mikið sjálfstraust á þeim tíma og varla trúað því að hún ætti þetta skilið. Ásta Kristjánsdóttir „Ég held að flestir tengi við þessa hugsun að efast um sjálfan sig. Og ég er svo sannarlega sek um það,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir í viðtali við Vísi. Gerður er þessa dagana stödd í Hollandi með eiginmanni sínum, Jakobi Fannari Hansen en Gerður er eigandi og framkvæmdarstjóri kynlífstækjabúðarinnar Blush í Kópavogi. Ásta Kristjánsdóttir Nýjungar í kynlífstækjum eftir Covid faraldurinn „Við erum úti núna að fara að skoða allt það nýjasta í kynlífstækjaheiminum. Það virðist sem að allir framleiðendur hafi notað tímann vel í Covid til að hanna nýjar vörur, en við erum að skoða þær allar núna. Mjög spennandi allt og við hlökkum til að sýna viðskiptavinum okkar innan skamms.“ Í byrjun árs fékk, Gerður sem er 32 ára gömul, verðlaun ÍMARK, Markaðsmanneskja ársins, og er hún yngsta konan sem hlýtur þessi verðlaun. „Þetta var mjög hvetjandi en þetta kom mér líka mjög mikið á óvart,“ segir Gerður sem hefur lengi fylgst með verðlaununum og litið upp til þeirra sem hafa hlotið þau. Ég skal alveg viðurkenna að ég lét mig lengi dreyma um að einn daginn myndi ég fá þessi verðlaun en ég bjóst alls ekki við því svona fljótt. Vantar þeim vinninga? Þegar ÍMARK hafði samband við Gerði til að tilkynna henni að hún fengi verðlaunin segist Gerður ekki einu sinni hafa vitað að hún væri tilnefnd. Það fyrsta sem ég hugsaði var, Vantar þeim vinninga fyrir einhvern viðburð? Mig grunaði alls ekki að hann væri að segja mér að ég hefði verið valin Markaðsmanneskja ársins. View this post on Instagram A post shared by Gerður Arinbjarnar :Blush.is (@gerdurarinbjarnar) Afhverju ekki ég? Á þessum tíma segist Gerður hafa skort sjálfstraust og fór að efast um það hvort að hún ætti verðlaunin skilið. „Ég fór að hugsa, afhverju ég? Samstarfsfélagar mínir og þau hjá ÍMARK voru þó ekki lengi að snúa mér frá þessari hugsun svo að ég fór að hugsa, afhverju ekki ég?“ Gerður var 21 árs þegar hún stofnaði Blush og hefur síðustu ellefu ár unnið hörðum höndum í því að byggja fyrirtækið upp. „Það fylgir því mikill lærdómur í mínu tilfelli, að markaðssetja fyrirtæki. Maður þarf að vera ansi klókur og hugmyndaríkur til að ná til almennings. Það er líka mikilvægt að vera með metnaðarfullan hóp í kringum sig, sem ég hef svo sannarlega.“ Tveimur vikum eftir að Gerður fékk verðlaunin Markaðsmanneskja ársins fékk Blush verðlaunin Besta íslenska vörumerkið. Á þessum tímapunkti segist Gerður hafa fundið að hún og þau sem standið að fyrirtækinu væru á réttri leið. Ég held að flestir tengi við þessa hugsun að efast um sjálfan sig. Og ég er svo sannarlega sek um það. En þá er einmitt mikilvægt að vera með gott fólk í kringum sig sem hjálpar manni að losna undan þessari hugsun. Gerður segi það hafa komið henni verulega á óvart að hún hafi fengið verðlaun ÍMARK en á sama tíma hafi þau komið á góðum tíma og verið henni mikil hvatning. Ásta Kristjáns Ákvað að taka myndir sem endurspegla hver hún er Á dögunum birti Gerður myndir af sér á Instagram síðu sinni þar sem hún situr fyrir nakin með verðlaunagripinn sinn en myndirnar hafa vakið mikla athygli. „Það var svo sem ekki planið að taka nektarmyndir með verðlaununum en mig langaði að taka öðruvísi myndir og eitthvað sem mögulega endurspeglar mig og ástæðu þess að ég vann þessi verðlaun. Gerður leitaði til Ástu Kristjánsdóttur ljósmyndara til að taka nýjar myndir af sér fyrir viðtöl og annað. View this post on Instagram A post shared by Gerður Arinbjarnar :Blush.is (@gerdurarinbjarnar) „Hún hefur tekið myndir af mér áður svo ég vissi að ég væri í góðum höndum.“ Gerður segir að einhverjum finnist þetta kannski of mikið en hún hafi sjálf ekki heyrt neitt annað en jákvætt, enda séu myndirnar smekklegar. „Ég fékk samtals tuttugu myndir úr myndatökunni og reyndar var í fötum á langflestum myndunum,“ segir Gerður og hlær. Hún segist þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir og dansa stundum á línunni. „Það virðist allavega vera að virka svo að ég hugsa að ég haldi því bara áfram óháð því hvað aðrir gera og segja. “ Ég er ófeiminn og tala um kynlíf eins og aðrir tala um veðrið. Þannig mér fannst þetta skemmtileg hugmynd. Ég held að enginn önnur Markaðsmanneskja ársins hafi skellt sér í nektarmyndatöku með verðlaunagripinn. Fyrsta alvöru sumarfríið í ellefu ár „Síðustu ár hef ég ekki tekið frí nema til að hoppa með fjölskyldunni erlendis en þá er talvan aldrei langt undan og alltaf einhver verkefni sem þarf að sinna. En í ár ætla ég að taka mér alvöru frí þar sem ég verð ekki á sundlaugarbakkanum að vinna á meðan fjölskyldan er í lauginni,“ segir Gerður sem getur ekki beðið eftir því að að fara á vit ævintýranna til útlanda og slaka á með fjölskyldunni sinni. View this post on Instagram A post shared by Gerður Arinbjarnar :Blush.is (@gerdurarinbjarnar) Auglýsinga- og markaðsmál Kynlíf Rúmfræði Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Gerður er þessa dagana stödd í Hollandi með eiginmanni sínum, Jakobi Fannari Hansen en Gerður er eigandi og framkvæmdarstjóri kynlífstækjabúðarinnar Blush í Kópavogi. Ásta Kristjánsdóttir Nýjungar í kynlífstækjum eftir Covid faraldurinn „Við erum úti núna að fara að skoða allt það nýjasta í kynlífstækjaheiminum. Það virðist sem að allir framleiðendur hafi notað tímann vel í Covid til að hanna nýjar vörur, en við erum að skoða þær allar núna. Mjög spennandi allt og við hlökkum til að sýna viðskiptavinum okkar innan skamms.“ Í byrjun árs fékk, Gerður sem er 32 ára gömul, verðlaun ÍMARK, Markaðsmanneskja ársins, og er hún yngsta konan sem hlýtur þessi verðlaun. „Þetta var mjög hvetjandi en þetta kom mér líka mjög mikið á óvart,“ segir Gerður sem hefur lengi fylgst með verðlaununum og litið upp til þeirra sem hafa hlotið þau. Ég skal alveg viðurkenna að ég lét mig lengi dreyma um að einn daginn myndi ég fá þessi verðlaun en ég bjóst alls ekki við því svona fljótt. Vantar þeim vinninga? Þegar ÍMARK hafði samband við Gerði til að tilkynna henni að hún fengi verðlaunin segist Gerður ekki einu sinni hafa vitað að hún væri tilnefnd. Það fyrsta sem ég hugsaði var, Vantar þeim vinninga fyrir einhvern viðburð? Mig grunaði alls ekki að hann væri að segja mér að ég hefði verið valin Markaðsmanneskja ársins. View this post on Instagram A post shared by Gerður Arinbjarnar :Blush.is (@gerdurarinbjarnar) Afhverju ekki ég? Á þessum tíma segist Gerður hafa skort sjálfstraust og fór að efast um það hvort að hún ætti verðlaunin skilið. „Ég fór að hugsa, afhverju ég? Samstarfsfélagar mínir og þau hjá ÍMARK voru þó ekki lengi að snúa mér frá þessari hugsun svo að ég fór að hugsa, afhverju ekki ég?“ Gerður var 21 árs þegar hún stofnaði Blush og hefur síðustu ellefu ár unnið hörðum höndum í því að byggja fyrirtækið upp. „Það fylgir því mikill lærdómur í mínu tilfelli, að markaðssetja fyrirtæki. Maður þarf að vera ansi klókur og hugmyndaríkur til að ná til almennings. Það er líka mikilvægt að vera með metnaðarfullan hóp í kringum sig, sem ég hef svo sannarlega.“ Tveimur vikum eftir að Gerður fékk verðlaunin Markaðsmanneskja ársins fékk Blush verðlaunin Besta íslenska vörumerkið. Á þessum tímapunkti segist Gerður hafa fundið að hún og þau sem standið að fyrirtækinu væru á réttri leið. Ég held að flestir tengi við þessa hugsun að efast um sjálfan sig. Og ég er svo sannarlega sek um það. En þá er einmitt mikilvægt að vera með gott fólk í kringum sig sem hjálpar manni að losna undan þessari hugsun. Gerður segi það hafa komið henni verulega á óvart að hún hafi fengið verðlaun ÍMARK en á sama tíma hafi þau komið á góðum tíma og verið henni mikil hvatning. Ásta Kristjáns Ákvað að taka myndir sem endurspegla hver hún er Á dögunum birti Gerður myndir af sér á Instagram síðu sinni þar sem hún situr fyrir nakin með verðlaunagripinn sinn en myndirnar hafa vakið mikla athygli. „Það var svo sem ekki planið að taka nektarmyndir með verðlaununum en mig langaði að taka öðruvísi myndir og eitthvað sem mögulega endurspeglar mig og ástæðu þess að ég vann þessi verðlaun. Gerður leitaði til Ástu Kristjánsdóttur ljósmyndara til að taka nýjar myndir af sér fyrir viðtöl og annað. View this post on Instagram A post shared by Gerður Arinbjarnar :Blush.is (@gerdurarinbjarnar) „Hún hefur tekið myndir af mér áður svo ég vissi að ég væri í góðum höndum.“ Gerður segir að einhverjum finnist þetta kannski of mikið en hún hafi sjálf ekki heyrt neitt annað en jákvætt, enda séu myndirnar smekklegar. „Ég fékk samtals tuttugu myndir úr myndatökunni og reyndar var í fötum á langflestum myndunum,“ segir Gerður og hlær. Hún segist þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir og dansa stundum á línunni. „Það virðist allavega vera að virka svo að ég hugsa að ég haldi því bara áfram óháð því hvað aðrir gera og segja. “ Ég er ófeiminn og tala um kynlíf eins og aðrir tala um veðrið. Þannig mér fannst þetta skemmtileg hugmynd. Ég held að enginn önnur Markaðsmanneskja ársins hafi skellt sér í nektarmyndatöku með verðlaunagripinn. Fyrsta alvöru sumarfríið í ellefu ár „Síðustu ár hef ég ekki tekið frí nema til að hoppa með fjölskyldunni erlendis en þá er talvan aldrei langt undan og alltaf einhver verkefni sem þarf að sinna. En í ár ætla ég að taka mér alvöru frí þar sem ég verð ekki á sundlaugarbakkanum að vinna á meðan fjölskyldan er í lauginni,“ segir Gerður sem getur ekki beðið eftir því að að fara á vit ævintýranna til útlanda og slaka á með fjölskyldunni sinni. View this post on Instagram A post shared by Gerður Arinbjarnar :Blush.is (@gerdurarinbjarnar)
Auglýsinga- og markaðsmál Kynlíf Rúmfræði Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira