Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Eiður Þór Árnason skrifar 8. júní 2022 09:39 Lík liggur á götu eftir að bifreið var ekið inn í mannfjölda á vinsælli verslunargötu. AP/Michael Sohn Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða 29 ára gamlan þýsk-armenskan mann sem búsettur er í Berlín. Var sá fyrst handsamaður af almennum borgurum áður en hann var færður í hendur lögreglu. Að sögn vitna reyndi hann fyrst að flýja af vettvangi. Atvikið átti sér stað á Tauentzienstraße um klukkan 8:30 að íslenskum tíma, skammt frá við verslunargötunni Kurfuerstendamm og Minningarkirkju Vilhjálms keisara. Der Fahrer soll in der #Tauentzienstraße zunächst in eine Personengruppe & dann in ein Schaufenster gefahren sein. Er wurde von Passanten festgehalten & an die Einsatzkräfte übergeben.Es handelt es sich um einen 29j. in Berlin lebenden Deutsch-Armenier. #b0806 #Charlottenburg— Polizei Berlin Einsatz (@PolizeiBerlin_E) June 8, 2022 Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í talsmann lögreglu sem segir að yfir tólf séu taldir slasaðir og þar af nokkrir alvarlega. Sky News hefur eftir slökkviliði að talan sé um þrjátíu og fimm séu með lífshættulega áverka. Lögregla hefur girt svæðið af.Getty/Fabian Sommer Mikill fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi. Atvikið átti sér stað nærri Breitscheidplatz þar sem þrettán létust árið 2016 þegar ökumaður keyrði vörubíl inn í mannfjölda á jólamarkaði. Árið 2019 létust fjórir í miðborg Berlínar þegar ökumaður sem fékk flogakast keyrði jepplingi upp á gangstétt. Thilo Cablitz, talsmaður lögreglunnar í Berlín, segir að ökumaðurinn hafi ekið á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði á því að keyra inn í verslunarglugga í næstu húsaröð. Hann bætir við að verið sé að yfirheyra manninn og reyna að fá úr því skorið hvort hann keyrði viljandi inn í mannfjöldann eða um slys hafi verið að ræða sem orsakaðist mögulega af heilsufarsvanda. Leikarinn John Barrowman lýsir aðstæðum á vettvangi á Twitter og segir að ökumaðurinn hafi ítrekað keyrt upp á göngustíg áður en hann keyrði í gegnum verslunargluggann og nam staðar. Update from the horrible situation in Berlin We are ok. Jb pic.twitter.com/BsMXWP7Us0— John Barrowman MBE (@JohnBarrowman) June 8, 2022 Ljósmyndir sýna gráa fólksbifreið sem hefur verið keyrt inn í verslun. Barrowman ræddi málið nánar í samtali við fréttamann BBC. "Get by a tree... something that puts something big between you if there's a secondary attack"This was the advice actor John Barrowman was given as he witnessed a car drive into pedestrians in BerlinOne person has been killed and more injuredhttps://t.co/DekzE0b3Re pic.twitter.com/eav7VzWAV6— BBC News (UK) (@BBCNews) June 8, 2022 Bifreiðin endaði inn í verslun. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn.Ap/Michael Sohn Atvikið átti sér stað nærri Minningarkirkju Vilhjálms keisara í vesturhluta Berlín. Ap/Michael Sohn Minnst einn vegfarandi er látinn en óljóst er á þessari stundu hve margir eru slasaðir.Epa/FILIP SINGER Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Epa/FILIP SINGER Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:32. Þýskaland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða 29 ára gamlan þýsk-armenskan mann sem búsettur er í Berlín. Var sá fyrst handsamaður af almennum borgurum áður en hann var færður í hendur lögreglu. Að sögn vitna reyndi hann fyrst að flýja af vettvangi. Atvikið átti sér stað á Tauentzienstraße um klukkan 8:30 að íslenskum tíma, skammt frá við verslunargötunni Kurfuerstendamm og Minningarkirkju Vilhjálms keisara. Der Fahrer soll in der #Tauentzienstraße zunächst in eine Personengruppe & dann in ein Schaufenster gefahren sein. Er wurde von Passanten festgehalten & an die Einsatzkräfte übergeben.Es handelt es sich um einen 29j. in Berlin lebenden Deutsch-Armenier. #b0806 #Charlottenburg— Polizei Berlin Einsatz (@PolizeiBerlin_E) June 8, 2022 Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í talsmann lögreglu sem segir að yfir tólf séu taldir slasaðir og þar af nokkrir alvarlega. Sky News hefur eftir slökkviliði að talan sé um þrjátíu og fimm séu með lífshættulega áverka. Lögregla hefur girt svæðið af.Getty/Fabian Sommer Mikill fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi. Atvikið átti sér stað nærri Breitscheidplatz þar sem þrettán létust árið 2016 þegar ökumaður keyrði vörubíl inn í mannfjölda á jólamarkaði. Árið 2019 létust fjórir í miðborg Berlínar þegar ökumaður sem fékk flogakast keyrði jepplingi upp á gangstétt. Thilo Cablitz, talsmaður lögreglunnar í Berlín, segir að ökumaðurinn hafi ekið á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði á því að keyra inn í verslunarglugga í næstu húsaröð. Hann bætir við að verið sé að yfirheyra manninn og reyna að fá úr því skorið hvort hann keyrði viljandi inn í mannfjöldann eða um slys hafi verið að ræða sem orsakaðist mögulega af heilsufarsvanda. Leikarinn John Barrowman lýsir aðstæðum á vettvangi á Twitter og segir að ökumaðurinn hafi ítrekað keyrt upp á göngustíg áður en hann keyrði í gegnum verslunargluggann og nam staðar. Update from the horrible situation in Berlin We are ok. Jb pic.twitter.com/BsMXWP7Us0— John Barrowman MBE (@JohnBarrowman) June 8, 2022 Ljósmyndir sýna gráa fólksbifreið sem hefur verið keyrt inn í verslun. Barrowman ræddi málið nánar í samtali við fréttamann BBC. "Get by a tree... something that puts something big between you if there's a secondary attack"This was the advice actor John Barrowman was given as he witnessed a car drive into pedestrians in BerlinOne person has been killed and more injuredhttps://t.co/DekzE0b3Re pic.twitter.com/eav7VzWAV6— BBC News (UK) (@BBCNews) June 8, 2022 Bifreiðin endaði inn í verslun. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn.Ap/Michael Sohn Atvikið átti sér stað nærri Minningarkirkju Vilhjálms keisara í vesturhluta Berlín. Ap/Michael Sohn Minnst einn vegfarandi er látinn en óljóst er á þessari stundu hve margir eru slasaðir.Epa/FILIP SINGER Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Epa/FILIP SINGER Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:32.
Þýskaland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira