Southampton og Man United í sérflokki þegar kom að því að spila táningum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 08:30 Armando Broja og Tino Livramento hófu síðasta tímabil ensku úrvalsdeildarinnar sem táningar. Sá síðarnefndi er enn aðeins 19 ára gamall. Robin Jones/Getty Images Á síðustu leiktíð var Southampton eina félag ensku úrvalsdeildarinnar sem spilaði leikmönnum yngri en tvítugt í samtals meira en 2000 mínútur. Á sama tíma fengu engir leikmenn undir tvítugt tækifæri hjá Chelsea, Burnley, Leicester City og Newcastle United. Íþróttamiðillinn The Athletic hefur tekið saman hvaða félög í ensku úrvalsdeildinni spiluðu táningum - það er leikmönnum undir tvítugt - hvað mest á liðnu tímabili. Southampton er algjörlega í sérflokki með 2222 mínútur samtals. Að vissu leyti getur Southampton þakkað Chelsea fyrir þessar 2222 mínútur þar sem þær koma aðallega frá tveimur leikmönnum og hvorugur er uppalinn hjá félaginu. Hinn 19 ára gamli Tino Livramento var keyptur frá Chelsea fyrir tímabilið og endaði á að spila stóra rulla í hægri bakverði liðsins. Hann meiddist illa undir lok tímabils en hafði fram að því spilað nær alla leiki liðsins. Þá kom Armando Broja á láni frá Chelsea en hann náði að spila þónokkrar mínútur áður en hann varð tvítugur þann 10. september á síðasta ári. Í öðru sæti listans er Manchester United með alls 1527 mínútur. Mason Greenwood hóf tímabilið sem lykilmaður liðsins en eftir að í ljós kom að hann hafði beitt þáverandi kærustu sían bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi var hann settur til hliðar. Litlar sem engar líkur er á því að hann spili aftur fyrir félagið. Hinn sænski Anthony Elanga fékk þá óvænt tækifæri og spilað töluvert magn af leikjum á síðari hluta tímabilsins. Ásamt honum fengu táningarnir Hannibal Mejbri, Shola Shoretire og Alejandro Garnacho mínútur hér og þar. Hér má sjá listann sem The Athletic tók saman.The Athletic Líkt og má sjá á myndinni hér að ofan þá var Norwich City í 3. sæti listans á meðan Liverpool væri mögulega hærra ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Harvey Elliott. Manchester City er í 10. sæti, Arsenal sæti neðar og Tottenham Hotspur í 16. sæit með aðeins þrjár mínútur alls. Þá fengu táningar aldrei tækifæri með Burnley, Chelsea, Leicester City og Newcastle United á síðustu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Íþróttamiðillinn The Athletic hefur tekið saman hvaða félög í ensku úrvalsdeildinni spiluðu táningum - það er leikmönnum undir tvítugt - hvað mest á liðnu tímabili. Southampton er algjörlega í sérflokki með 2222 mínútur samtals. Að vissu leyti getur Southampton þakkað Chelsea fyrir þessar 2222 mínútur þar sem þær koma aðallega frá tveimur leikmönnum og hvorugur er uppalinn hjá félaginu. Hinn 19 ára gamli Tino Livramento var keyptur frá Chelsea fyrir tímabilið og endaði á að spila stóra rulla í hægri bakverði liðsins. Hann meiddist illa undir lok tímabils en hafði fram að því spilað nær alla leiki liðsins. Þá kom Armando Broja á láni frá Chelsea en hann náði að spila þónokkrar mínútur áður en hann varð tvítugur þann 10. september á síðasta ári. Í öðru sæti listans er Manchester United með alls 1527 mínútur. Mason Greenwood hóf tímabilið sem lykilmaður liðsins en eftir að í ljós kom að hann hafði beitt þáverandi kærustu sían bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi var hann settur til hliðar. Litlar sem engar líkur er á því að hann spili aftur fyrir félagið. Hinn sænski Anthony Elanga fékk þá óvænt tækifæri og spilað töluvert magn af leikjum á síðari hluta tímabilsins. Ásamt honum fengu táningarnir Hannibal Mejbri, Shola Shoretire og Alejandro Garnacho mínútur hér og þar. Hér má sjá listann sem The Athletic tók saman.The Athletic Líkt og má sjá á myndinni hér að ofan þá var Norwich City í 3. sæti listans á meðan Liverpool væri mögulega hærra ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Harvey Elliott. Manchester City er í 10. sæti, Arsenal sæti neðar og Tottenham Hotspur í 16. sæit með aðeins þrjár mínútur alls. Þá fengu táningar aldrei tækifæri með Burnley, Chelsea, Leicester City og Newcastle United á síðustu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira