Arnar Þór: Fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inná í dag Smári Jökull Jónsson skrifar 6. júní 2022 21:57 Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson sagði að það hefði verið taktísk ákvörðun að setja Albert Guðmundsson ekki inn á í síðari hálfleiknum gegn Albaníu í kvöld. Margir veltu fyrir sér af hverju Albert, sem leikur með Genoa í ítölsku Serie A deildinni, hefði ekkert komið við sögu í leiknum í kvöld. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í þetta á blaðamannafundi að leik loknum. „Þetta eru fimm skiptingar og þrjú tækifæri til skiptinga sem maður hefur. Maður þarf sem þjálfari að vera með ákveðna taktík fyrir leik og síðan í leiknum eftir því hvernig hann þróast,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundinum og bætti við að þreyta og meiðsli hefði haft áhrif á hvernig skiptingar Íslands urðu. „Til dæmis var það núna þannig eins og með Þóri (Jóhann Helgason), orkan var sú ekki sama hjá honum í dag, Jón Dagur spilaði mjög mikið í Ísrael og þetta voru tvær stöður sem við vildum nota eitt tækifæri til skiptingar í strax,“ sagði Arnar Þór en þá komu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson inná. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego „Birkir (Bjarnason) meiðist og fer útaf. Arnór Sigurðsson hefur ekki spilað mikið undanfarið og hann er búinn að gefa rosalega mikið af sér í þessum tveimur leikjum. Þá er spurning, við vorum með Albert og við vorum með Mikael Neville sem getur spilað hægri kant og Mikael Egil (Ellertsson) sem getur spilað hægra megin.“ „Það var einfaldlega taktísk ákvörðun að setja Mikael Egil inn á hægri kantinn og bíða aðeins með síðustu og fimmtu skiptinguna. Það voru fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inn á í dag.“ „Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll“ Arnar Þór sagði Albert ekki sáttan með stöðuna. „Hann er hundfúll. Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll. Það er liðsheild sem hefur alltaf fleytt okkur áfram, íslenska landsliðinu. Ég sagði líka við strákana út í Ísrael að við höldum alltaf að allir af okkar bestu leikmönnum hafi alltaf verið í byrjunarliðinu. Til dæmis var Jóhann Berg ekkert alltaf í byrjunarliðinu þegar hann var ungur, ekki heldur Birkir Bjarnason.“ Hann bætti við að Albert hefði spilað nær alla leiki síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. „Fyrir alla þá sem koma ekki inn þá eiga þeir að vera fúlir og síðan ræðum við það og hvernig við leggjum næsta leik upp. Ef ég tek alla leikina frá því ég var landsliðsþjálfari þá held ég að hann hafi spilað örugglega 95% af leikjunum. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Margir veltu fyrir sér af hverju Albert, sem leikur með Genoa í ítölsku Serie A deildinni, hefði ekkert komið við sögu í leiknum í kvöld. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í þetta á blaðamannafundi að leik loknum. „Þetta eru fimm skiptingar og þrjú tækifæri til skiptinga sem maður hefur. Maður þarf sem þjálfari að vera með ákveðna taktík fyrir leik og síðan í leiknum eftir því hvernig hann þróast,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundinum og bætti við að þreyta og meiðsli hefði haft áhrif á hvernig skiptingar Íslands urðu. „Til dæmis var það núna þannig eins og með Þóri (Jóhann Helgason), orkan var sú ekki sama hjá honum í dag, Jón Dagur spilaði mjög mikið í Ísrael og þetta voru tvær stöður sem við vildum nota eitt tækifæri til skiptingar í strax,“ sagði Arnar Þór en þá komu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson inná. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego „Birkir (Bjarnason) meiðist og fer útaf. Arnór Sigurðsson hefur ekki spilað mikið undanfarið og hann er búinn að gefa rosalega mikið af sér í þessum tveimur leikjum. Þá er spurning, við vorum með Albert og við vorum með Mikael Neville sem getur spilað hægri kant og Mikael Egil (Ellertsson) sem getur spilað hægra megin.“ „Það var einfaldlega taktísk ákvörðun að setja Mikael Egil inn á hægri kantinn og bíða aðeins með síðustu og fimmtu skiptinguna. Það voru fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inn á í dag.“ „Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll“ Arnar Þór sagði Albert ekki sáttan með stöðuna. „Hann er hundfúll. Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll. Það er liðsheild sem hefur alltaf fleytt okkur áfram, íslenska landsliðinu. Ég sagði líka við strákana út í Ísrael að við höldum alltaf að allir af okkar bestu leikmönnum hafi alltaf verið í byrjunarliðinu. Til dæmis var Jóhann Berg ekkert alltaf í byrjunarliðinu þegar hann var ungur, ekki heldur Birkir Bjarnason.“ Hann bætti við að Albert hefði spilað nær alla leiki síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. „Fyrir alla þá sem koma ekki inn þá eiga þeir að vera fúlir og síðan ræðum við það og hvernig við leggjum næsta leik upp. Ef ég tek alla leikina frá því ég var landsliðsþjálfari þá held ég að hann hafi spilað örugglega 95% af leikjunum.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42
„Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52