Telja fimmtíu hafa fallið í árás í Hvítasunnumessu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 22:44 Talið er að minnst fimmtíu hafi fallið í árásinni. AP Photo/Rahaman A Yusuf Talið er að meira en fimmtíu hafi fallið í árás á kaþólska kirkju í suðvesturhluta Nígeríu í dag. Árásarmennirnir skutu fólk á færi og sprengdu sprengjur inni í kirkjunni. Árásarmennirnir réðust inn í St. Francis kirkjuna í Ondo-héraði í dag þegar safnaðarmeðlimir komu þar saman í hvítasunnumessu. Meðal þeirra látnu eru börn að sögnOgunmolasuyi Oluwole, þingmanns. Þá numu árásarmennirnir prestinn á brott. Yfirvöld hafa enn ekki gefið það út hve margir féllu í árásinni en Adelegbe Timileyin, þingmaður Owo-svæðisins í neðri deild nígerska þingsins, sagði í samtali við AP að minnst fimmtíu hafi látist. Aðrir hafa sagt mannfallið vera enn meira. Myndbönd sem hafa birst á samfélagsmiðlum frá vettvangnum sýna safnaðarmeðlimi liggja í blóði sínu á kirkjugólfinu og aðra sem lifðu árásina af gráta sárum. Grunur er um að prestur kirkjunnar hafi verið numinn á brott af árásarmönnunum.AP Photo/Rahaman A Yusuf Muhammadu Buhari forseti Nígeríu sagði í yfirlýsingu í dag að aðeins „óvinir frá helvíti“ hefðu getað ímyndað sér og framkvæmd árás sem þessa. „Sama hvað þá mun þetta land aldrei bugast undan illu og vondu fólki, og myrkrið mun aldrei bera ljósið ofurliði. Nígería mun á endanum sigra,“ sagði Buhari, sem hefur heitið því að vinna bug á þeirri öryggisógn sem ríkir innan landamæra Nígeríu. Enn er óljóst hverjir árásarmennirnir voru og hver ástæða árásarinnar var. Mikil óreiða hefur ríkt í Nígeríu undanfarna áratugi og árásir sem þessar tíðar. Ondo hefur þó ávalt verið talið eitt öruggastsa hérað landsins. Undanfarin misseri hafa þó ofbeldisfullar deilur milli hirðingja og bænda tröllriðið héraðinu. Nígería Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Árásarmennirnir réðust inn í St. Francis kirkjuna í Ondo-héraði í dag þegar safnaðarmeðlimir komu þar saman í hvítasunnumessu. Meðal þeirra látnu eru börn að sögnOgunmolasuyi Oluwole, þingmanns. Þá numu árásarmennirnir prestinn á brott. Yfirvöld hafa enn ekki gefið það út hve margir féllu í árásinni en Adelegbe Timileyin, þingmaður Owo-svæðisins í neðri deild nígerska þingsins, sagði í samtali við AP að minnst fimmtíu hafi látist. Aðrir hafa sagt mannfallið vera enn meira. Myndbönd sem hafa birst á samfélagsmiðlum frá vettvangnum sýna safnaðarmeðlimi liggja í blóði sínu á kirkjugólfinu og aðra sem lifðu árásina af gráta sárum. Grunur er um að prestur kirkjunnar hafi verið numinn á brott af árásarmönnunum.AP Photo/Rahaman A Yusuf Muhammadu Buhari forseti Nígeríu sagði í yfirlýsingu í dag að aðeins „óvinir frá helvíti“ hefðu getað ímyndað sér og framkvæmd árás sem þessa. „Sama hvað þá mun þetta land aldrei bugast undan illu og vondu fólki, og myrkrið mun aldrei bera ljósið ofurliði. Nígería mun á endanum sigra,“ sagði Buhari, sem hefur heitið því að vinna bug á þeirri öryggisógn sem ríkir innan landamæra Nígeríu. Enn er óljóst hverjir árásarmennirnir voru og hver ástæða árásarinnar var. Mikil óreiða hefur ríkt í Nígeríu undanfarna áratugi og árásir sem þessar tíðar. Ondo hefur þó ávalt verið talið eitt öruggastsa hérað landsins. Undanfarin misseri hafa þó ofbeldisfullar deilur milli hirðingja og bænda tröllriðið héraðinu.
Nígería Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira