Á fimmta tug látnir eftir sprengingu í Bangladess Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 22:11 Eldarnir á gámasvæðinu geisa enn. Getty/Mohammad Shajahan/ Minnst 49 eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir mikla sprengingu og eldsvoða á gámasvæði í Bangladess. Talið er að fjöldi látinna muni aukast á næstu sólarhringum. Eldur braust út á gámasvæði í borginni Sitakunda í gærkvöldi sem olli mikilli efnasprengingu á svæðinu. Meira en þrjú hundruð slösuðust í atvikinu, margir hverjir hætt komnir vegna brunasára, og talið er að mun fleiri leynist í rústum á svæðinu. Enn hefur ekki tekist að slökkva alla elda og brenna þeir því aðra nóttina í röð. Hundruð slökkviliðsmanna, lögregluþjóna og annarra sjálfboðaliða, sem sumir voru ekki betur klæddir en í sandala, mættu á vettvang stutu eftir að eldurinn bruast út um klukkan 21 í gærkvöldi að staðartíma. Gámasvæðið er í rekið af hollenskum og bengölskum fyrirtækjum og nefnist BM Inland Container Depot. Á meðan viðbragðsaðilar og sjálfboðaliðar börðust við eldinn sprakk fjöldi gáma, sem geymdu ýmiskonar efni. Einhverjir viðbragðsaðilar urðu sprengingunum að bráð samkvæmt frétt Guardian. „Sprengingin kastaði mér tíu metra aftur. Handleggirnir og fótleggirnir mínir eru illa brenndir,“ segir Tofael Ahmed í samtali við fréttastofu AFP. Talið er að minnst fjörutíu slökkviliðsmenn og tíu lögregluþjónar hafi slasast við björgunaraðgerðir. Þá eru minnst níu slökkviliðsmenn meðal þeirra sem hafa látist og nokkrir til viðbótar eru inniliggjandi á gjörgæslu með lífshættulega áverka. Þá er einnig talið að blaðamenn, sem flýttu sér á vettvang, séu meðal slasaðra. Dreifa þurfti slösuðum á spítala í nágrenni við vettvanginn en talið er að tala látinna muni hækka á næstu dögum þar sem minnst tuttugu eru á gjörgæslu í lífshættu, með þriðja stigs brunasár á 60 til 90 prósent líkamans. Staðarmiðlar griena frá því að minnst þrjú hundruð séu slasaðir en búið er að kalla út herinn til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk að hlúa að slösuðum. Búið er að skipa tvær nefndir til þess að rannsaka upptök eldsins, annars vegar á vegum slökkviliðsyfirvalda og hins vegar á vegum vinnueftirlitsins. Sú fyrri stefnir að því að skila niðurstöðum í næstu viku. Bangladess Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Eldur braust út á gámasvæði í borginni Sitakunda í gærkvöldi sem olli mikilli efnasprengingu á svæðinu. Meira en þrjú hundruð slösuðust í atvikinu, margir hverjir hætt komnir vegna brunasára, og talið er að mun fleiri leynist í rústum á svæðinu. Enn hefur ekki tekist að slökkva alla elda og brenna þeir því aðra nóttina í röð. Hundruð slökkviliðsmanna, lögregluþjóna og annarra sjálfboðaliða, sem sumir voru ekki betur klæddir en í sandala, mættu á vettvang stutu eftir að eldurinn bruast út um klukkan 21 í gærkvöldi að staðartíma. Gámasvæðið er í rekið af hollenskum og bengölskum fyrirtækjum og nefnist BM Inland Container Depot. Á meðan viðbragðsaðilar og sjálfboðaliðar börðust við eldinn sprakk fjöldi gáma, sem geymdu ýmiskonar efni. Einhverjir viðbragðsaðilar urðu sprengingunum að bráð samkvæmt frétt Guardian. „Sprengingin kastaði mér tíu metra aftur. Handleggirnir og fótleggirnir mínir eru illa brenndir,“ segir Tofael Ahmed í samtali við fréttastofu AFP. Talið er að minnst fjörutíu slökkviliðsmenn og tíu lögregluþjónar hafi slasast við björgunaraðgerðir. Þá eru minnst níu slökkviliðsmenn meðal þeirra sem hafa látist og nokkrir til viðbótar eru inniliggjandi á gjörgæslu með lífshættulega áverka. Þá er einnig talið að blaðamenn, sem flýttu sér á vettvang, séu meðal slasaðra. Dreifa þurfti slösuðum á spítala í nágrenni við vettvanginn en talið er að tala látinna muni hækka á næstu dögum þar sem minnst tuttugu eru á gjörgæslu í lífshættu, með þriðja stigs brunasár á 60 til 90 prósent líkamans. Staðarmiðlar griena frá því að minnst þrjú hundruð séu slasaðir en búið er að kalla út herinn til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk að hlúa að slösuðum. Búið er að skipa tvær nefndir til þess að rannsaka upptök eldsins, annars vegar á vegum slökkviliðsyfirvalda og hins vegar á vegum vinnueftirlitsins. Sú fyrri stefnir að því að skila niðurstöðum í næstu viku.
Bangladess Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira