Á fimmta tug látnir eftir sprengingu í Bangladess Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 22:11 Eldarnir á gámasvæðinu geisa enn. Getty/Mohammad Shajahan/ Minnst 49 eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir mikla sprengingu og eldsvoða á gámasvæði í Bangladess. Talið er að fjöldi látinna muni aukast á næstu sólarhringum. Eldur braust út á gámasvæði í borginni Sitakunda í gærkvöldi sem olli mikilli efnasprengingu á svæðinu. Meira en þrjú hundruð slösuðust í atvikinu, margir hverjir hætt komnir vegna brunasára, og talið er að mun fleiri leynist í rústum á svæðinu. Enn hefur ekki tekist að slökkva alla elda og brenna þeir því aðra nóttina í röð. Hundruð slökkviliðsmanna, lögregluþjóna og annarra sjálfboðaliða, sem sumir voru ekki betur klæddir en í sandala, mættu á vettvang stutu eftir að eldurinn bruast út um klukkan 21 í gærkvöldi að staðartíma. Gámasvæðið er í rekið af hollenskum og bengölskum fyrirtækjum og nefnist BM Inland Container Depot. Á meðan viðbragðsaðilar og sjálfboðaliðar börðust við eldinn sprakk fjöldi gáma, sem geymdu ýmiskonar efni. Einhverjir viðbragðsaðilar urðu sprengingunum að bráð samkvæmt frétt Guardian. „Sprengingin kastaði mér tíu metra aftur. Handleggirnir og fótleggirnir mínir eru illa brenndir,“ segir Tofael Ahmed í samtali við fréttastofu AFP. Talið er að minnst fjörutíu slökkviliðsmenn og tíu lögregluþjónar hafi slasast við björgunaraðgerðir. Þá eru minnst níu slökkviliðsmenn meðal þeirra sem hafa látist og nokkrir til viðbótar eru inniliggjandi á gjörgæslu með lífshættulega áverka. Þá er einnig talið að blaðamenn, sem flýttu sér á vettvang, séu meðal slasaðra. Dreifa þurfti slösuðum á spítala í nágrenni við vettvanginn en talið er að tala látinna muni hækka á næstu dögum þar sem minnst tuttugu eru á gjörgæslu í lífshættu, með þriðja stigs brunasár á 60 til 90 prósent líkamans. Staðarmiðlar griena frá því að minnst þrjú hundruð séu slasaðir en búið er að kalla út herinn til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk að hlúa að slösuðum. Búið er að skipa tvær nefndir til þess að rannsaka upptök eldsins, annars vegar á vegum slökkviliðsyfirvalda og hins vegar á vegum vinnueftirlitsins. Sú fyrri stefnir að því að skila niðurstöðum í næstu viku. Bangladess Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Eldur braust út á gámasvæði í borginni Sitakunda í gærkvöldi sem olli mikilli efnasprengingu á svæðinu. Meira en þrjú hundruð slösuðust í atvikinu, margir hverjir hætt komnir vegna brunasára, og talið er að mun fleiri leynist í rústum á svæðinu. Enn hefur ekki tekist að slökkva alla elda og brenna þeir því aðra nóttina í röð. Hundruð slökkviliðsmanna, lögregluþjóna og annarra sjálfboðaliða, sem sumir voru ekki betur klæddir en í sandala, mættu á vettvang stutu eftir að eldurinn bruast út um klukkan 21 í gærkvöldi að staðartíma. Gámasvæðið er í rekið af hollenskum og bengölskum fyrirtækjum og nefnist BM Inland Container Depot. Á meðan viðbragðsaðilar og sjálfboðaliðar börðust við eldinn sprakk fjöldi gáma, sem geymdu ýmiskonar efni. Einhverjir viðbragðsaðilar urðu sprengingunum að bráð samkvæmt frétt Guardian. „Sprengingin kastaði mér tíu metra aftur. Handleggirnir og fótleggirnir mínir eru illa brenndir,“ segir Tofael Ahmed í samtali við fréttastofu AFP. Talið er að minnst fjörutíu slökkviliðsmenn og tíu lögregluþjónar hafi slasast við björgunaraðgerðir. Þá eru minnst níu slökkviliðsmenn meðal þeirra sem hafa látist og nokkrir til viðbótar eru inniliggjandi á gjörgæslu með lífshættulega áverka. Þá er einnig talið að blaðamenn, sem flýttu sér á vettvang, séu meðal slasaðra. Dreifa þurfti slösuðum á spítala í nágrenni við vettvanginn en talið er að tala látinna muni hækka á næstu dögum þar sem minnst tuttugu eru á gjörgæslu í lífshættu, með þriðja stigs brunasár á 60 til 90 prósent líkamans. Staðarmiðlar griena frá því að minnst þrjú hundruð séu slasaðir en búið er að kalla út herinn til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk að hlúa að slösuðum. Búið er að skipa tvær nefndir til þess að rannsaka upptök eldsins, annars vegar á vegum slökkviliðsyfirvalda og hins vegar á vegum vinnueftirlitsins. Sú fyrri stefnir að því að skila niðurstöðum í næstu viku.
Bangladess Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira