„Ræðum allar hugmyndir sem upp koma ef eitthvað vit er í þeim“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. júní 2022 19:27 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir allar hugmyndir sem upp koma ræddar, sé eitthvað vit í þeim. Vísir/Vilhelm Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, sem er félag sem telur um 200 fyrirtæki, birti í vikunni skoðanagrein á Vísi, þar sem hann lagði til fyrir næstu kjarasamninga að fyrstu átta tímar á hverri vakt, óháð því hvort unnið væri á virkum degi, um helgi eða kvöld, yrðu unnar á grunntaxta. Hugmyndunum var illa tekið, og Sigmar sagður vilja lækka laun þeirra sem vinna um kvöld og helgar. Sigmar segir það ekki rétt. „Ef það er hægt að ræða það í komandi kjarasamningum að hækka eingöngu dagvinnutaxtann án þess að 33 prósent fyrir kvöld og 45 prósent um helgar fylgi með þá held ég að við séum komin töluvert nær raunveruleikanum,“ segir Sigmar. Hugmyndin ekki fullmótuð en sé að skapa umræðu Ferðaþjónusta sé ein stærsta atvinnugrein Íslands, en meginþungi hennar liggi í kvöld- og helgarvinnu. Ef stuðst verði við óbreytt kerfi muni hækkun dagvinnutaxta leiða til hækkunar kvöld- og helgartaxta. „Það er ein leið í að mæta því, það er með hækkuðu vöruverði sem mun bitna á almennum launamönnum sem búa í þessu landi og ferðamönnum sem sækja hingað heim,“ segir Sigmar. Hugmyndin um að miða fyrstu átta tímar vaktar, óháð tíma, hafi ekki snúist um að lækka taxta launafólks. Sigmar segist vilja skapa umræðu og gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir að slá hugmyndina út af borðinu.Vísir/Vilhelm „Heldur að við myndum þá einbeita okkur að því hver er þá þessi taxti.“ Sigmar segir það valda sér vonbrigðum að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina út af borðinu. „Ég er ekki að segja að þessi hugmynd sem var lögð fram sé einhver endanleg hugmynd eða fullmótuð hugmynd. Hún er hins vegar að benda á ákveðinn hlut, er að skapa umræðu og fyrir það er ég bara þakklátur,“ segir Sigmar. Röng nálgun að gera ódýrara fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnu á kvöldin og um helgar Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segist engin rök hafa séð fyrir því að breyta ætti hlutfalli milli launa fyrir dagvinnu og aðra vinnu. Skýringar Sigmars hugnist honum ekki. „Auðvitað er þetta bara önnur hlið á sama peningnum. Þá ertu að segja, að til dæmis fólkið sem er að vinna á veitingastöðunum fyrir aftan okkur núna, á laugardegi, í glampandi sól, getur ekki verið með sínu fólki, fór ekki í ferðalag á þessari löngu helgi og svona, fái hlutfallslega minna borgað fyrir að vinna á þessum vondu tímum en það fær núna,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi segir ólíklegt að hugmyndin verði tekin upp við gerð kjarasamninga. „Þá erum við að fletja út tímann, við erum að gera það ódýrara hlutfallslega fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnunni á kvöldin og um helgar. Ég held að það sé röng nálgun.“ Hvað varðar gagnrýni Sigmars á að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina strax út af borðinu segir Flosi: „Auðvitað ræðum við alltaf allar hugmyndir sem upp koma ef það er eitthvað vit í þeim.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, sem er félag sem telur um 200 fyrirtæki, birti í vikunni skoðanagrein á Vísi, þar sem hann lagði til fyrir næstu kjarasamninga að fyrstu átta tímar á hverri vakt, óháð því hvort unnið væri á virkum degi, um helgi eða kvöld, yrðu unnar á grunntaxta. Hugmyndunum var illa tekið, og Sigmar sagður vilja lækka laun þeirra sem vinna um kvöld og helgar. Sigmar segir það ekki rétt. „Ef það er hægt að ræða það í komandi kjarasamningum að hækka eingöngu dagvinnutaxtann án þess að 33 prósent fyrir kvöld og 45 prósent um helgar fylgi með þá held ég að við séum komin töluvert nær raunveruleikanum,“ segir Sigmar. Hugmyndin ekki fullmótuð en sé að skapa umræðu Ferðaþjónusta sé ein stærsta atvinnugrein Íslands, en meginþungi hennar liggi í kvöld- og helgarvinnu. Ef stuðst verði við óbreytt kerfi muni hækkun dagvinnutaxta leiða til hækkunar kvöld- og helgartaxta. „Það er ein leið í að mæta því, það er með hækkuðu vöruverði sem mun bitna á almennum launamönnum sem búa í þessu landi og ferðamönnum sem sækja hingað heim,“ segir Sigmar. Hugmyndin um að miða fyrstu átta tímar vaktar, óháð tíma, hafi ekki snúist um að lækka taxta launafólks. Sigmar segist vilja skapa umræðu og gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir að slá hugmyndina út af borðinu.Vísir/Vilhelm „Heldur að við myndum þá einbeita okkur að því hver er þá þessi taxti.“ Sigmar segir það valda sér vonbrigðum að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina út af borðinu. „Ég er ekki að segja að þessi hugmynd sem var lögð fram sé einhver endanleg hugmynd eða fullmótuð hugmynd. Hún er hins vegar að benda á ákveðinn hlut, er að skapa umræðu og fyrir það er ég bara þakklátur,“ segir Sigmar. Röng nálgun að gera ódýrara fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnu á kvöldin og um helgar Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segist engin rök hafa séð fyrir því að breyta ætti hlutfalli milli launa fyrir dagvinnu og aðra vinnu. Skýringar Sigmars hugnist honum ekki. „Auðvitað er þetta bara önnur hlið á sama peningnum. Þá ertu að segja, að til dæmis fólkið sem er að vinna á veitingastöðunum fyrir aftan okkur núna, á laugardegi, í glampandi sól, getur ekki verið með sínu fólki, fór ekki í ferðalag á þessari löngu helgi og svona, fái hlutfallslega minna borgað fyrir að vinna á þessum vondu tímum en það fær núna,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi segir ólíklegt að hugmyndin verði tekin upp við gerð kjarasamninga. „Þá erum við að fletja út tímann, við erum að gera það ódýrara hlutfallslega fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnunni á kvöldin og um helgar. Ég held að það sé röng nálgun.“ Hvað varðar gagnrýni Sigmars á að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina strax út af borðinu segir Flosi: „Auðvitað ræðum við alltaf allar hugmyndir sem upp koma ef það er eitthvað vit í þeim.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda