Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. júní 2022 09:01 Það er skemmtilegt að rifja upp samtímasöguna með Höllu Guðrúnu Jónsdóttur, sem starfað hefur hjá sama fyrirtækinu í áratugi og man því tímana tvenna. Vísir/Vilhelm „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. Halla hefur starfað hjá fyrirtækinu í áratugi. Og þótt fyrirtækið hafi svo sem oftar en einu sinni eða tvisvar skipt um nafn eða eigendur, er kennitala félagsins þó allt hin sama. Sumir viðskiptavinir verða steinhissa þegar rödd Höllu heyrist á hinni línunni, svo mörgum árum síðar. Í nóvember verður Halla 67 ára og kemst því á „aldur“ eins og sagt er. Þessi eldhressa og skemmtilega kona er því dæmi um mannauð sem atvinnulífið missir brátt af vinnumarkaði þótt ekki vanti neitt upp á hreysti eða getu hennar til starfa. En svona eru jú reglurnar og það þótt atvinnulífið horfi nú þegar fram á mögulegan vinnuaflskort á Íslandi en kannanir sýna að um 40% stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins telja að svo verði. Hvernig finnst þér annars að vera að komast á „aldur?“ „Ég pæli aldrei neitt í því,“ segir Halla og skellihlær. „Ég eiginlega skil ekki hvernig það getur svo sem verið að gerast að ég sé allt í einu að verða 67! En ég mun svo sem hafa nóg að gera í öðru.“ Halla Bondó „Það er svo sem ekkert skrýtið þótt þú hafir ekki fundið mig á Facebook,“ segir Halla við blaðamann í upphafi samtals og er greinilega skemmt. „Því á Facebook heiti ég Halla Bondó sem er nafnið mitt úr Eyjum. Þar er ég fædd og uppalin og þegar að ég skráði mig á Facebook á sínum tíma var það nú bara gert til að tengjast gömlum vinkonum þaðan. Og þá fannst mér það liggja beinast við að skrá mig þar sem Halla Bondó enda enginn í Vestmannaeyjum sem kallar mig Höllu Guðrúnu Jónsdóttur.“ Skýringin á nafninu er sú að pabbi Höllu hét Jón Bondó Pálsson en var alltaf kallaður Bondó. Þar af leiðandi var Halla aldrei kölluð neitt annað þar en Halla Bondó. Halla átti góða æsku í Vestmanneyjum og ólst upp með tveimur bræðrum og einni systur. Halla er elst systkina og eins og eðlilegt þótti á þessum tíma, fylgdi því nokkur ábyrgð. „Já pabbi var auðvitað alltaf á sjó og mamma að vinna þannig að maður þurfti bara að sjá svolítið um heimilið og systkinin. Þannig var þetta þá.“ Það er ekki hægt að tala um æskuár í Eyjum án þess að spyrjast sérstaklega fyrir um gosið. Sem Halla bendir þá á að í hennar tilfelli hafi verið tvö. Fyrst Surtseyjargosið árið 1963 og síðan gosið í Heimaey árið 1973. Já ég verð að viðurkenna að eftir að ég varð eldri hef ég tekið eftir því að gosið er farið að leita svolítið á mig. Ég var 17 ára skvísa þegar gosið var og eins og allir vita, var engin áfallahjálp þekkt á þessum tíma. Sem betur fer var presturinn okkar samt svo yndislegur en það var séra Karl Sigurbjörnsson.“ Fram að gosi hafði Halla aldrei velt því fyrir sér að flytja upp á land en fjölskylda Höllu er ein þeirra fjölmörgu fjölskyldna sem aldrei sneru til baka. „Fyrstu vikurnar upp á landi voru erfiðar. Maður bara beið og fylgdist með Eyjaútvarpinu til að fá helstu fréttir.“ Eyjaútvarpið var kvöldþáttur á Rás 1 sem ákveðið var að setja í loftið skömmu eftir að gosið hófst. Í þættinum voru fluttar fréttir af fólki úr Eyjum og fréttir af félagsstarfsemi þeirra upp á „fastlandinu.“ Í umfjöllun Vísis daginn sem þátturinn var fyrst sendur út, segir: „Þættinum var komið á að ósk útvarpsráðs og mun Stefán Jónsson annast hann fyrir hönd útvarpsins en sérstakir fulltrúar úr Eyjum starfa með honum. Eyjamennirnir eru tilnefndir af bæjarstjórninni.“ En hvernig finnst þér þá að upplifa núna fréttir um til dæmis jarðhræringar og gos á Suðurnesjum. Eru þessar fréttir að kynda undir einhverjar minningar? „Já ég er ekki frá því að þær séu svolítið að triggera ýmsar minningar. Ég til dæmis fór ekki að skoða gosið í Fagradalsfjalli og upplifði mig því svolítið eins og konan í Áramótaskaupinu; sú eina sem fór ekki! En ég bara einhvern veginn gat ekki hugsað mér það.“ Halla viðurkennir að fréttir af jarðhræringum og gosi á Suðurnesjum hefur triggerað ýmsar minningar frá gosinu í Heimaey árið 1973.Vísir/Vilhelm Þriðjudagar til þrautar Mánuðirnir liðu og áður en varði var fjölskyldan búin að koma sér fyrir í Kópavogi. Og þar sem Halla var orðin 17 ára þótti eðlilegt að hún færi að vinna til að hjálpa til. „Það var ekkert verið að tala um nám og tækifæri fyrir stelpur. Þær áttu að gifta sig og stofna heimili. Mig langaði samt alltaf að verða handavinnukennari.“ Fyrsta starf Höllu var í versluninni Þrótti á Kleppsvegi en fljótlega var hún ráðin sem símamær hjá Dagblaðinu. „Þetta var í raun lærdómsríkt fyrir lífið,“ segir Halla þegar hún rifjar upp vinnuna á Dagblaðinu. Sem þá var rekið af Eyjólfi Sveinssyni og undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar. Hvoru tveggja stór nöfn í íslenskri fjölmiðlasögu. Halla vann á Dagblaðinu í um sjö ár en síðan til skamms tíma hjá Byggingarsamvinnufélagi Kópavogs, eða allt þar til það var lagt niður. „Ég skellti mér til Danmerkur að heimsækja Binna bróður og þegar að við mamma vorum að fljúga heim sá ég auglýsingu í Mogganum þar sem verið var að auglýsa eftir starfsmanni til Kreditkorta. Ég sagði við mömmu Kannski að ég sæki bara um þetta starf,“ segir Halla og bætir við: „Ég hafði samband og var strax boðuð í viðtal. Þetta viðtal fór fram á föstudegi og þá hitti ég Gunnar Bæringsson þáverandi forstjóra. Karlinum hlýtur að hafa litist vel á mig því hann spurði mig strax hvort ég gæti þá ekki bara byrjað á mánudeginum.“ Sem Halla svo sem gat gert en …. „En síðan fattaði Gunnar að það boðar auðvitað ekki gott að byrja á einhverju nýju á mánudegi þannig að hann sagði að það gengi ekki. Hann þuldi síðan upp alla dagana: Mánudagar til mæðu, þriðjudagar til þrautar, miðvikudagar til moldar og svo framvegis. Og endaði með að segja Við skulum bara miða við að þú byrjir á þriðjudaginn því þriðjudagar eru til þrautar,“ segir Halla og skellihlær. Enda starfar hún hjá sama fyrirtæki enn! Svona litu handvirku þrykkvélarnar út sem notaðar voru fyrir kreditkortin áður en allt var rafrænt. Þá voru allar upplýsingar af slippseðlunum líka handskráðar til að ganga frá uppgjörum og reikningum.Vísir/Getty Kreditkort ógn við þjóðina Áður en lengra er haldið er rétt að staldra aðeins við söguna um vinnustað Höllu. Því með stofnun félagsins, sem var árið 1980, voru Íslendingar í fyrsta sinn að komast í tæri við þá nýjung sem kreditkortin boðuðu: Að fólk gæti greitt með kreditkorti en borgað fyrir þau kaup síðar. Í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem farið var yfir sögu félagsins, segir: „Greiðslukort voru sögð verðbólguvaldur og jafnvel líkt við eiturlyf. Þingmaður einn krafðist þess af ríkisstjórninni að hún gripi í taumana og kæmi í veg fyrir "starfsemi af þessu tagi.“ Kreditkortin þóttu því afar umdeild og tóku fjölmiðlar meðal annars fólk á tali á götum úti. Sem hreinlega sögðust ekki geta hugsað sér að nota þessi kort frekar en ávísanaheftis eða peninga! „Það voru ekkert margir sem gátu fengu kort, nema þá karlar sem voru fasteignaeigendur eða stórkaupmenn. Í fyrstu var aðeins hægt að sækja um kort sem hægt var að nota innanlands. Annað kort var gefið út til að nota á ferðalögum erlendis og fyrir þau kort þurfti sérstaka heimild frá Gjaldeyriseftirliti Seðlabankans. Því á þessum tíma var kvóti á því hversu mikið Íslendingar máttu eyða í útlöndum. Ráðamenn þjóðarinnar höfðu miklar áhyggjur af því þegar nokkrir frumkvöðlar tóku sig til og kynntu kreditkortin til sögur á Íslandi árið 1980. Þessi grein er úr Tímanum. Þegar Halla byrjaði hjá fyrirtækinu voru hins vegar komin Eurocard-kreditkort sem hægt var að nota bæði innanlands og á ferðalögum erlendis. „En fyrst um sinn þurftu þau kort reyndar líka sérstakt leyfi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans,“ segir Halla. En það er ekki aðeins þetta sem hljómar kannski skringilega í eyrum margra í dag. Því á þessum tíma var ekkert sem var rafrænt. „Þegar að við gerðum samninga við seljendur voru engar ritvélar, þannig að við notuðum kalkípappír og skrifuðum á hann með penna allar upplýsingar þannig að þær færu í gegnum blaðið á þau eintök af samningnum sem þurfti. Síðan voru kortin sjálf notuð með þrykkivélum.“ Og fleira má telja til. „Kaupmenn komu með þrykktu seðlana sína til okkar 15.hvers mánaðar og það voru ótrúlega flinkar konur hjá okkur sem sáu um að skrá hvert einasta slipp og hverja einustu færslu. Við greiddum kaupmönnum 2.hvers mánaðar og þá voru sendir út reikningar. Það var því eðlilegt að síðustu daga mánaðarins var verið að vinna langt fram eftir kvöldi og jafnvel undir morgun ef þess þurfti til að ná þessu og allir þurftu að hjálpa til.“ Líka börnin! Gíróseðlarnir voru handpakkaðir og það þurfti að setja allt í umslög og passa að það væri gert rétt svo engar upplýsingar aðrar en nafn greiðanda og heimilisfang sæist þar. Þetta var bara eins og Síldarvertíð í lok hvers mánaðar og þess vegna mættum við með börnin okkar á kvöldin og gáfum þeim í staðinn Prins Póló og kók,“ segir Halla og hlær. „Þau fóru reyndar að fá pizzu að launum þegar þær komu.“ Síðustu árin hafa Halla og góð vinkona hennar í vinnunni prjónað til góðs og til að fjármagna garnið og ýmislegt annað, eru gosdósir starfsfólks seldar í endurvinnslu.Vísir/Vilhelm Akkerið á staðnum Árin liðu og smátt og smátt tók þjóðin kreditkortin í sátt. Þá þótti eyðsla Íslendinga erlendis ekki lengur ógna gjaldeyrisforða þjóðarinnar og öll höft voru því aflögð af kreditkortunum. „Þetta tók samt langan tíma og lengi var maður því að velja í hvaða búð eða fyrirtæki maður ætlaði að fara í, eftir því hvort búðin tók við kortum eða ekki.“ Enda mörgum í minni þegar síðasta vígið féll og Helgi í Góu samþykkti að taka við kreditkortum. Kreditkortin hafa reyndar líka fylgt ýmsum tískustraumum. Lengi vel voru áskrifendur Stöðvar 2 með sérstakt kreditkort sem kallaðist M12 kreditkortið og vísaði þá til þess að kortinu fylgdu ýmiss fríðindi og afsláttarkjör fyrir trygga tólf mánaða áskrifendur. Í upphafi var Halla ráðin til að gera samninga við seljendur um að taka við kreditkortum. Starfið hennar hefur margsinnis breyst frá því þá en Halla segir: „Mér finnst bara alltaf langskemmtilegast að spjalla við fólk. Hvort sem það er fólk sem er í viðskiptum við okkur með fyrirtæki eða fólk sem er að nota kort. Það er bara alltaf svo gaman að tala við fólk!“ Halla segir enn nokkra traffík í fyrirtækið en margt sé orðið rafrænt nú, ólíkt því sem áður var. „Fólk kom meira til okkar í Ármúla þegar ekkert var orðið rafrænt. Það var reyndar hægt að ganga frá öllu í bönkunum en sumir vildu ekki að bankarnir vissu allt um sig og sáu því um sín uppgjör og mál við okkur bara beint,“ segir Halla. En hvernig hefur þér fundist að fara í gegnum alls kyns breytingar hjá félaginu sjálfu, eigendaskipti, nafnabreytingar og svo framvegis? Ég hef bara hugsað þetta þannig að allar breytingar séu til góðs. Enda hefur það alltaf verið þannig að þegar að breytingarnar hafa verið, þá hefur verið kominn tími á þær. Ég vanda mig alltaf við að koma vel fram við alla og finnst félagið líka hafa komið vel fram við mig,“ segir Halla og bætir við: „Enda er þetta fyrirtæki sem hefur skapað mér tekjur í 35 ár. Og margt annað gott sem fylgir því. Til dæmis allt þetta dásamlega samstarfsfólk sem ég hef starfað með og fullt af skemmtilegu fólki sem ég hef kynnst.“ En hefur þú velt fyrir þér á þessum tíma að skipta um vinnu? „Mér hefur stundum verið boðið eitthvað en hreinlega ekki séð ástæðu til að halda að grasið sé eitthvað grænna annars staðar. Enda vel fram við mig komið og mér þykir vænt um vinnustaðinn og allt fólkið sem þar er.“ Stundum verða viðskiptavinir þó hissa þegar þeir hafa samband símleiðis, eftir að hafa verið að mestu í rafrænum samskiptum síðustu árin. „Og þá spyrja sumir: Nei ert þú enn þá þarna? Og ég svara þá bara: Er einhver ástæða til annars?!“ segir Halla og skellihlær. En Halla er ekki aðeins vinnustaðnum sínum trú og trygg, því margir samstarfsfélagar hennar líta á hana sem akkerið á staðnum. Sem gerir svo langtum meira en ætlast er til. Til dæmis hafði blaðamanni borist til eyrna að reglulega bakaði hún bananabrauð fyrir starfsfólkið og jafnvel að hún færi þeim það heim ef einhver er veikur. „Mér finnst bara svo vænt um þessa krakka, þetta unga fólk og já, það er rétt, ég baka bananabrauð. Ef ég er í stuði baka ég allt að átta bananabrauð sem þó hverfa á bara 5 mínútum,“ segir Halla spurð um þetta. „Nú í dag eru tvö til þrjú af þessum bananabrauðum nýjar tegundir því það er svo mikið af þessu unga fólki sem er orðið vegan og þess vegna reyni ég að baka nokkur vegan í hvert sinn.“ En Halla segir líka svo margt gott geta komið til af góðum samstarfsfélögum. „Ég á til dæmis mjög góða vinkonu í vinnunni sem heitir Guðrún Gunnarsdóttir. Síðustu árin höfum við prjónað til góðs og gefið í Kvennathvarfið, til Frú Ragnheiðar og fleiri. Til að fjármagna garnakaupin fáum við að taka allar gosdósir frá starfsfólki, sem við förum með í endurvinnslu og nýtum andvirði þeirra til að kaupa garn, útbúa Jól í skókassa fyrir KFUM eða núna til að styrkja börnin í Úkraínu.“ Sjálf segist Halla mjög hrifin af þeirri blöndu samstarfshópa þegar fólk er á ólíkum aldri; ungt og eldra með mismunandi reynslu, bakgrunn, þekkingu og sýn. Saman geti svona hópar náð svo góðum árangri. Það tók nokkur ár að sannfæra íslenska þjóð um að nota kreditkort og hér er auglýsing sem er ekkert síður að kenna fólki hvernig sé hægt að nota þau. Þessi auglýsing birtist í Morgunblaðinu. Ást á hárgreiðslustofu Brósa Halla segist hjóla mikið á sumrin og vera dugleg að labba. Til margra ára hefur hún verið stuðningsmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands og árlega kaupir hún Menningarkort Reykjavíkur og fer á allar þær sýningar sem hún kemst á. En hvað með einkalífið? „Nú ég er náttúrulega bara nýgift manneskjan“ segir Halla og skellir upp úr. Hinn heittelskaði er reyndar barnsfaðir hennar og sambýlismaður í áratugi, Gísli Arnar Gunnarsson rafiðnaðarfræðingur. Alltaf kallaður Arnar. „Það bara barst aldrei í tal að giftast. En þegar maður verður eldri áttar maður sig betur á því að fólk verður eiginlega að vera gift,“ segir Halla en bætir síðan við skemmtilegri sögu úr æsku: „Ég gleymi því bara aldrei þegar ég var krakki í brúðkaupi frænda míns og heyri prestinn spyrja brúðurina hvort hún samþykkti að vera undirgefin manni sínum út ævina. Sem mér fannst hljóma mjög skringilega og spurði ömmu því hvað þetta þýddi eiginlega. Og þá svaraði amma: Er nema von þú spyrjir blessað barn!“ En hvar hittust þið Arnar? „Ég var stundum að hjálpa til og sópa á Hárgreiðslustofu Brósa, enda Brósi úr Eyjum. Og einn daginn var það þar sem ég hreinlega sá þennan fallega mann koma inn. Það var Arnar og það var árið 1977.“ Arnar og Halla eiga tvö börn: Sonju Hlín sem er nemi í innanhúshönnun og fædd árið 1979 og síðan Viktor Bjarka sem er fæddur 1983. Nafn Viktors Bjarka kannast reyndar margir við, enda fyrrum atvinnumaður í fótbolta. Halla segir bæði börnin hafa verið dugleg í íþróttum þegar þau voru lítil og hún því alltaf á kantinum sem stuðningsmaður. Enda hefur hún fengið fjöldann allan af viðurkenningar- og þakkarmerkjum frá aðilum eins og HSÍ, Knattspyrnuráði Reykjavíkur og fleiri. „Já ég hef alltaf stutt þau í þessu öllu. En man reyndar eftir einu frekar hallærislegu þegar Sonja var að keppa í sundi. Ég hljóp þá fram og til baka á sundlaugarbakkanum og gerði bara það sem ég var vön á fótboltavellinum: Kallaði Áfram, áfram!“ Eða allt þar til komið var til mín og mér á það bent að svona gerum við víst ekki í sundi. Mér var síðan vísað í áhorfendastúkuna og þangað fór ég með skottið á milli lappanna,“ segir Halla og skellir upp úr. Viktor Bjarki fór aðeins 16 ára í atvinnumennskuna erlendis. Hvernig var það fyrir mömmuhjartað á sínum tíma? „Ég ímyndaði mér bara að hann væri farinn út sem skiptinemi. En grunaði auðvitað aldrei að hann yrði í heil 10 ár,“ segir Halla og hlær. Halla er alsæl með lífið og sínum ektamanni Arnari. En segir það þó skrýtna tilfinningu að þegar fólk verður 67 ára er það stimplað sem ellilífeyrisþegar og gert að hætta að vinna óháð getu eða vilja.Vísir/Vilhelm Nóg að gera í alls konar Frá því að gaus í Heimaey árið 1973 hefur Halla verið í sama saumaklúbbnum en það er saumaklúbburinn Sælar. Frá gosi hefur saumaklúbburinn hist einu sinni í mánuði. „Og það stenst alltaf nema í júlí, þá hittumst við á kaffihúsi. Í september förum við saman í sumarbústaðaferð og leggjum þá línurnar fyrir komandi vetur. Saumaklúbburinn er síðan alltaf haldinn samkvæmt þeirri dagskrá og þær koma sem komast,“ segir Halla um þann góða vinskap. Halla er líka í Oddfellow sem hún segir afar góðan félagsskap. Barnabörnin eru orðin sex talsins og í sumar stefnir fjölskyldan á ferð um hálendið. Halla reynir að fara til Eyja tvisvar til þrisvar á ári og fyrir þetta ferðaár er nú þegar einnig búið að skipuleggja ferð til Frakklands, á Akureyri og til Valensía á Spáni. En hvernig heldur þú að það verði að hætta að vinna? ,,Ég held ég muni hafa nóg að gera og sé mig fyrir mér næsta sumar á svölunum að prjóna leikskólavettlinga,“ segir Halla og hlær. En heldur þú að það verði ekkert skrýtið? „Hann Arnar minn er nýhættur að vinna en hann starfaði hjá RÚV í þrjátíu ár. Á hverjum degi spyr ég hann: Jæja Arnar minn, hvað gerðir þú í dag? Og heyri þá að hann er búinn að vera upptekinn í alls konar. Arnar hjólar mikið, fer í ræktina, spilar golf og málar olíuverk svo eitthvað sé nefnt. Og ég held að ég verði bara upptekin í ýmsu líka,“ segir Halla en bætir við: En mér finnst þetta samt svo skrýtin fyrirhyggja að allt í einu þegar maður verður 67 ára þá má maður ekki lengur ráða því hvað maður vill gera, heldur er bara stimplaður ellilífeyrisþegi alveg sama hvort þú ert fullfær um að vinna eða ekki. Eða hvað segir þú: Finnst þér þetta ekkert skrýtið?“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Starfsframi Vinnumarkaður Eldri borgarar Tengdar fréttir „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 „Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. 20. febrúar 2022 08:01 „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Halla hefur starfað hjá fyrirtækinu í áratugi. Og þótt fyrirtækið hafi svo sem oftar en einu sinni eða tvisvar skipt um nafn eða eigendur, er kennitala félagsins þó allt hin sama. Sumir viðskiptavinir verða steinhissa þegar rödd Höllu heyrist á hinni línunni, svo mörgum árum síðar. Í nóvember verður Halla 67 ára og kemst því á „aldur“ eins og sagt er. Þessi eldhressa og skemmtilega kona er því dæmi um mannauð sem atvinnulífið missir brátt af vinnumarkaði þótt ekki vanti neitt upp á hreysti eða getu hennar til starfa. En svona eru jú reglurnar og það þótt atvinnulífið horfi nú þegar fram á mögulegan vinnuaflskort á Íslandi en kannanir sýna að um 40% stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins telja að svo verði. Hvernig finnst þér annars að vera að komast á „aldur?“ „Ég pæli aldrei neitt í því,“ segir Halla og skellihlær. „Ég eiginlega skil ekki hvernig það getur svo sem verið að gerast að ég sé allt í einu að verða 67! En ég mun svo sem hafa nóg að gera í öðru.“ Halla Bondó „Það er svo sem ekkert skrýtið þótt þú hafir ekki fundið mig á Facebook,“ segir Halla við blaðamann í upphafi samtals og er greinilega skemmt. „Því á Facebook heiti ég Halla Bondó sem er nafnið mitt úr Eyjum. Þar er ég fædd og uppalin og þegar að ég skráði mig á Facebook á sínum tíma var það nú bara gert til að tengjast gömlum vinkonum þaðan. Og þá fannst mér það liggja beinast við að skrá mig þar sem Halla Bondó enda enginn í Vestmannaeyjum sem kallar mig Höllu Guðrúnu Jónsdóttur.“ Skýringin á nafninu er sú að pabbi Höllu hét Jón Bondó Pálsson en var alltaf kallaður Bondó. Þar af leiðandi var Halla aldrei kölluð neitt annað þar en Halla Bondó. Halla átti góða æsku í Vestmanneyjum og ólst upp með tveimur bræðrum og einni systur. Halla er elst systkina og eins og eðlilegt þótti á þessum tíma, fylgdi því nokkur ábyrgð. „Já pabbi var auðvitað alltaf á sjó og mamma að vinna þannig að maður þurfti bara að sjá svolítið um heimilið og systkinin. Þannig var þetta þá.“ Það er ekki hægt að tala um æskuár í Eyjum án þess að spyrjast sérstaklega fyrir um gosið. Sem Halla bendir þá á að í hennar tilfelli hafi verið tvö. Fyrst Surtseyjargosið árið 1963 og síðan gosið í Heimaey árið 1973. Já ég verð að viðurkenna að eftir að ég varð eldri hef ég tekið eftir því að gosið er farið að leita svolítið á mig. Ég var 17 ára skvísa þegar gosið var og eins og allir vita, var engin áfallahjálp þekkt á þessum tíma. Sem betur fer var presturinn okkar samt svo yndislegur en það var séra Karl Sigurbjörnsson.“ Fram að gosi hafði Halla aldrei velt því fyrir sér að flytja upp á land en fjölskylda Höllu er ein þeirra fjölmörgu fjölskyldna sem aldrei sneru til baka. „Fyrstu vikurnar upp á landi voru erfiðar. Maður bara beið og fylgdist með Eyjaútvarpinu til að fá helstu fréttir.“ Eyjaútvarpið var kvöldþáttur á Rás 1 sem ákveðið var að setja í loftið skömmu eftir að gosið hófst. Í þættinum voru fluttar fréttir af fólki úr Eyjum og fréttir af félagsstarfsemi þeirra upp á „fastlandinu.“ Í umfjöllun Vísis daginn sem þátturinn var fyrst sendur út, segir: „Þættinum var komið á að ósk útvarpsráðs og mun Stefán Jónsson annast hann fyrir hönd útvarpsins en sérstakir fulltrúar úr Eyjum starfa með honum. Eyjamennirnir eru tilnefndir af bæjarstjórninni.“ En hvernig finnst þér þá að upplifa núna fréttir um til dæmis jarðhræringar og gos á Suðurnesjum. Eru þessar fréttir að kynda undir einhverjar minningar? „Já ég er ekki frá því að þær séu svolítið að triggera ýmsar minningar. Ég til dæmis fór ekki að skoða gosið í Fagradalsfjalli og upplifði mig því svolítið eins og konan í Áramótaskaupinu; sú eina sem fór ekki! En ég bara einhvern veginn gat ekki hugsað mér það.“ Halla viðurkennir að fréttir af jarðhræringum og gosi á Suðurnesjum hefur triggerað ýmsar minningar frá gosinu í Heimaey árið 1973.Vísir/Vilhelm Þriðjudagar til þrautar Mánuðirnir liðu og áður en varði var fjölskyldan búin að koma sér fyrir í Kópavogi. Og þar sem Halla var orðin 17 ára þótti eðlilegt að hún færi að vinna til að hjálpa til. „Það var ekkert verið að tala um nám og tækifæri fyrir stelpur. Þær áttu að gifta sig og stofna heimili. Mig langaði samt alltaf að verða handavinnukennari.“ Fyrsta starf Höllu var í versluninni Þrótti á Kleppsvegi en fljótlega var hún ráðin sem símamær hjá Dagblaðinu. „Þetta var í raun lærdómsríkt fyrir lífið,“ segir Halla þegar hún rifjar upp vinnuna á Dagblaðinu. Sem þá var rekið af Eyjólfi Sveinssyni og undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar. Hvoru tveggja stór nöfn í íslenskri fjölmiðlasögu. Halla vann á Dagblaðinu í um sjö ár en síðan til skamms tíma hjá Byggingarsamvinnufélagi Kópavogs, eða allt þar til það var lagt niður. „Ég skellti mér til Danmerkur að heimsækja Binna bróður og þegar að við mamma vorum að fljúga heim sá ég auglýsingu í Mogganum þar sem verið var að auglýsa eftir starfsmanni til Kreditkorta. Ég sagði við mömmu Kannski að ég sæki bara um þetta starf,“ segir Halla og bætir við: „Ég hafði samband og var strax boðuð í viðtal. Þetta viðtal fór fram á föstudegi og þá hitti ég Gunnar Bæringsson þáverandi forstjóra. Karlinum hlýtur að hafa litist vel á mig því hann spurði mig strax hvort ég gæti þá ekki bara byrjað á mánudeginum.“ Sem Halla svo sem gat gert en …. „En síðan fattaði Gunnar að það boðar auðvitað ekki gott að byrja á einhverju nýju á mánudegi þannig að hann sagði að það gengi ekki. Hann þuldi síðan upp alla dagana: Mánudagar til mæðu, þriðjudagar til þrautar, miðvikudagar til moldar og svo framvegis. Og endaði með að segja Við skulum bara miða við að þú byrjir á þriðjudaginn því þriðjudagar eru til þrautar,“ segir Halla og skellihlær. Enda starfar hún hjá sama fyrirtæki enn! Svona litu handvirku þrykkvélarnar út sem notaðar voru fyrir kreditkortin áður en allt var rafrænt. Þá voru allar upplýsingar af slippseðlunum líka handskráðar til að ganga frá uppgjörum og reikningum.Vísir/Getty Kreditkort ógn við þjóðina Áður en lengra er haldið er rétt að staldra aðeins við söguna um vinnustað Höllu. Því með stofnun félagsins, sem var árið 1980, voru Íslendingar í fyrsta sinn að komast í tæri við þá nýjung sem kreditkortin boðuðu: Að fólk gæti greitt með kreditkorti en borgað fyrir þau kaup síðar. Í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem farið var yfir sögu félagsins, segir: „Greiðslukort voru sögð verðbólguvaldur og jafnvel líkt við eiturlyf. Þingmaður einn krafðist þess af ríkisstjórninni að hún gripi í taumana og kæmi í veg fyrir "starfsemi af þessu tagi.“ Kreditkortin þóttu því afar umdeild og tóku fjölmiðlar meðal annars fólk á tali á götum úti. Sem hreinlega sögðust ekki geta hugsað sér að nota þessi kort frekar en ávísanaheftis eða peninga! „Það voru ekkert margir sem gátu fengu kort, nema þá karlar sem voru fasteignaeigendur eða stórkaupmenn. Í fyrstu var aðeins hægt að sækja um kort sem hægt var að nota innanlands. Annað kort var gefið út til að nota á ferðalögum erlendis og fyrir þau kort þurfti sérstaka heimild frá Gjaldeyriseftirliti Seðlabankans. Því á þessum tíma var kvóti á því hversu mikið Íslendingar máttu eyða í útlöndum. Ráðamenn þjóðarinnar höfðu miklar áhyggjur af því þegar nokkrir frumkvöðlar tóku sig til og kynntu kreditkortin til sögur á Íslandi árið 1980. Þessi grein er úr Tímanum. Þegar Halla byrjaði hjá fyrirtækinu voru hins vegar komin Eurocard-kreditkort sem hægt var að nota bæði innanlands og á ferðalögum erlendis. „En fyrst um sinn þurftu þau kort reyndar líka sérstakt leyfi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans,“ segir Halla. En það er ekki aðeins þetta sem hljómar kannski skringilega í eyrum margra í dag. Því á þessum tíma var ekkert sem var rafrænt. „Þegar að við gerðum samninga við seljendur voru engar ritvélar, þannig að við notuðum kalkípappír og skrifuðum á hann með penna allar upplýsingar þannig að þær færu í gegnum blaðið á þau eintök af samningnum sem þurfti. Síðan voru kortin sjálf notuð með þrykkivélum.“ Og fleira má telja til. „Kaupmenn komu með þrykktu seðlana sína til okkar 15.hvers mánaðar og það voru ótrúlega flinkar konur hjá okkur sem sáu um að skrá hvert einasta slipp og hverja einustu færslu. Við greiddum kaupmönnum 2.hvers mánaðar og þá voru sendir út reikningar. Það var því eðlilegt að síðustu daga mánaðarins var verið að vinna langt fram eftir kvöldi og jafnvel undir morgun ef þess þurfti til að ná þessu og allir þurftu að hjálpa til.“ Líka börnin! Gíróseðlarnir voru handpakkaðir og það þurfti að setja allt í umslög og passa að það væri gert rétt svo engar upplýsingar aðrar en nafn greiðanda og heimilisfang sæist þar. Þetta var bara eins og Síldarvertíð í lok hvers mánaðar og þess vegna mættum við með börnin okkar á kvöldin og gáfum þeim í staðinn Prins Póló og kók,“ segir Halla og hlær. „Þau fóru reyndar að fá pizzu að launum þegar þær komu.“ Síðustu árin hafa Halla og góð vinkona hennar í vinnunni prjónað til góðs og til að fjármagna garnið og ýmislegt annað, eru gosdósir starfsfólks seldar í endurvinnslu.Vísir/Vilhelm Akkerið á staðnum Árin liðu og smátt og smátt tók þjóðin kreditkortin í sátt. Þá þótti eyðsla Íslendinga erlendis ekki lengur ógna gjaldeyrisforða þjóðarinnar og öll höft voru því aflögð af kreditkortunum. „Þetta tók samt langan tíma og lengi var maður því að velja í hvaða búð eða fyrirtæki maður ætlaði að fara í, eftir því hvort búðin tók við kortum eða ekki.“ Enda mörgum í minni þegar síðasta vígið féll og Helgi í Góu samþykkti að taka við kreditkortum. Kreditkortin hafa reyndar líka fylgt ýmsum tískustraumum. Lengi vel voru áskrifendur Stöðvar 2 með sérstakt kreditkort sem kallaðist M12 kreditkortið og vísaði þá til þess að kortinu fylgdu ýmiss fríðindi og afsláttarkjör fyrir trygga tólf mánaða áskrifendur. Í upphafi var Halla ráðin til að gera samninga við seljendur um að taka við kreditkortum. Starfið hennar hefur margsinnis breyst frá því þá en Halla segir: „Mér finnst bara alltaf langskemmtilegast að spjalla við fólk. Hvort sem það er fólk sem er í viðskiptum við okkur með fyrirtæki eða fólk sem er að nota kort. Það er bara alltaf svo gaman að tala við fólk!“ Halla segir enn nokkra traffík í fyrirtækið en margt sé orðið rafrænt nú, ólíkt því sem áður var. „Fólk kom meira til okkar í Ármúla þegar ekkert var orðið rafrænt. Það var reyndar hægt að ganga frá öllu í bönkunum en sumir vildu ekki að bankarnir vissu allt um sig og sáu því um sín uppgjör og mál við okkur bara beint,“ segir Halla. En hvernig hefur þér fundist að fara í gegnum alls kyns breytingar hjá félaginu sjálfu, eigendaskipti, nafnabreytingar og svo framvegis? Ég hef bara hugsað þetta þannig að allar breytingar séu til góðs. Enda hefur það alltaf verið þannig að þegar að breytingarnar hafa verið, þá hefur verið kominn tími á þær. Ég vanda mig alltaf við að koma vel fram við alla og finnst félagið líka hafa komið vel fram við mig,“ segir Halla og bætir við: „Enda er þetta fyrirtæki sem hefur skapað mér tekjur í 35 ár. Og margt annað gott sem fylgir því. Til dæmis allt þetta dásamlega samstarfsfólk sem ég hef starfað með og fullt af skemmtilegu fólki sem ég hef kynnst.“ En hefur þú velt fyrir þér á þessum tíma að skipta um vinnu? „Mér hefur stundum verið boðið eitthvað en hreinlega ekki séð ástæðu til að halda að grasið sé eitthvað grænna annars staðar. Enda vel fram við mig komið og mér þykir vænt um vinnustaðinn og allt fólkið sem þar er.“ Stundum verða viðskiptavinir þó hissa þegar þeir hafa samband símleiðis, eftir að hafa verið að mestu í rafrænum samskiptum síðustu árin. „Og þá spyrja sumir: Nei ert þú enn þá þarna? Og ég svara þá bara: Er einhver ástæða til annars?!“ segir Halla og skellihlær. En Halla er ekki aðeins vinnustaðnum sínum trú og trygg, því margir samstarfsfélagar hennar líta á hana sem akkerið á staðnum. Sem gerir svo langtum meira en ætlast er til. Til dæmis hafði blaðamanni borist til eyrna að reglulega bakaði hún bananabrauð fyrir starfsfólkið og jafnvel að hún færi þeim það heim ef einhver er veikur. „Mér finnst bara svo vænt um þessa krakka, þetta unga fólk og já, það er rétt, ég baka bananabrauð. Ef ég er í stuði baka ég allt að átta bananabrauð sem þó hverfa á bara 5 mínútum,“ segir Halla spurð um þetta. „Nú í dag eru tvö til þrjú af þessum bananabrauðum nýjar tegundir því það er svo mikið af þessu unga fólki sem er orðið vegan og þess vegna reyni ég að baka nokkur vegan í hvert sinn.“ En Halla segir líka svo margt gott geta komið til af góðum samstarfsfélögum. „Ég á til dæmis mjög góða vinkonu í vinnunni sem heitir Guðrún Gunnarsdóttir. Síðustu árin höfum við prjónað til góðs og gefið í Kvennathvarfið, til Frú Ragnheiðar og fleiri. Til að fjármagna garnakaupin fáum við að taka allar gosdósir frá starfsfólki, sem við förum með í endurvinnslu og nýtum andvirði þeirra til að kaupa garn, útbúa Jól í skókassa fyrir KFUM eða núna til að styrkja börnin í Úkraínu.“ Sjálf segist Halla mjög hrifin af þeirri blöndu samstarfshópa þegar fólk er á ólíkum aldri; ungt og eldra með mismunandi reynslu, bakgrunn, þekkingu og sýn. Saman geti svona hópar náð svo góðum árangri. Það tók nokkur ár að sannfæra íslenska þjóð um að nota kreditkort og hér er auglýsing sem er ekkert síður að kenna fólki hvernig sé hægt að nota þau. Þessi auglýsing birtist í Morgunblaðinu. Ást á hárgreiðslustofu Brósa Halla segist hjóla mikið á sumrin og vera dugleg að labba. Til margra ára hefur hún verið stuðningsmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands og árlega kaupir hún Menningarkort Reykjavíkur og fer á allar þær sýningar sem hún kemst á. En hvað með einkalífið? „Nú ég er náttúrulega bara nýgift manneskjan“ segir Halla og skellir upp úr. Hinn heittelskaði er reyndar barnsfaðir hennar og sambýlismaður í áratugi, Gísli Arnar Gunnarsson rafiðnaðarfræðingur. Alltaf kallaður Arnar. „Það bara barst aldrei í tal að giftast. En þegar maður verður eldri áttar maður sig betur á því að fólk verður eiginlega að vera gift,“ segir Halla en bætir síðan við skemmtilegri sögu úr æsku: „Ég gleymi því bara aldrei þegar ég var krakki í brúðkaupi frænda míns og heyri prestinn spyrja brúðurina hvort hún samþykkti að vera undirgefin manni sínum út ævina. Sem mér fannst hljóma mjög skringilega og spurði ömmu því hvað þetta þýddi eiginlega. Og þá svaraði amma: Er nema von þú spyrjir blessað barn!“ En hvar hittust þið Arnar? „Ég var stundum að hjálpa til og sópa á Hárgreiðslustofu Brósa, enda Brósi úr Eyjum. Og einn daginn var það þar sem ég hreinlega sá þennan fallega mann koma inn. Það var Arnar og það var árið 1977.“ Arnar og Halla eiga tvö börn: Sonju Hlín sem er nemi í innanhúshönnun og fædd árið 1979 og síðan Viktor Bjarka sem er fæddur 1983. Nafn Viktors Bjarka kannast reyndar margir við, enda fyrrum atvinnumaður í fótbolta. Halla segir bæði börnin hafa verið dugleg í íþróttum þegar þau voru lítil og hún því alltaf á kantinum sem stuðningsmaður. Enda hefur hún fengið fjöldann allan af viðurkenningar- og þakkarmerkjum frá aðilum eins og HSÍ, Knattspyrnuráði Reykjavíkur og fleiri. „Já ég hef alltaf stutt þau í þessu öllu. En man reyndar eftir einu frekar hallærislegu þegar Sonja var að keppa í sundi. Ég hljóp þá fram og til baka á sundlaugarbakkanum og gerði bara það sem ég var vön á fótboltavellinum: Kallaði Áfram, áfram!“ Eða allt þar til komið var til mín og mér á það bent að svona gerum við víst ekki í sundi. Mér var síðan vísað í áhorfendastúkuna og þangað fór ég með skottið á milli lappanna,“ segir Halla og skellir upp úr. Viktor Bjarki fór aðeins 16 ára í atvinnumennskuna erlendis. Hvernig var það fyrir mömmuhjartað á sínum tíma? „Ég ímyndaði mér bara að hann væri farinn út sem skiptinemi. En grunaði auðvitað aldrei að hann yrði í heil 10 ár,“ segir Halla og hlær. Halla er alsæl með lífið og sínum ektamanni Arnari. En segir það þó skrýtna tilfinningu að þegar fólk verður 67 ára er það stimplað sem ellilífeyrisþegar og gert að hætta að vinna óháð getu eða vilja.Vísir/Vilhelm Nóg að gera í alls konar Frá því að gaus í Heimaey árið 1973 hefur Halla verið í sama saumaklúbbnum en það er saumaklúbburinn Sælar. Frá gosi hefur saumaklúbburinn hist einu sinni í mánuði. „Og það stenst alltaf nema í júlí, þá hittumst við á kaffihúsi. Í september förum við saman í sumarbústaðaferð og leggjum þá línurnar fyrir komandi vetur. Saumaklúbburinn er síðan alltaf haldinn samkvæmt þeirri dagskrá og þær koma sem komast,“ segir Halla um þann góða vinskap. Halla er líka í Oddfellow sem hún segir afar góðan félagsskap. Barnabörnin eru orðin sex talsins og í sumar stefnir fjölskyldan á ferð um hálendið. Halla reynir að fara til Eyja tvisvar til þrisvar á ári og fyrir þetta ferðaár er nú þegar einnig búið að skipuleggja ferð til Frakklands, á Akureyri og til Valensía á Spáni. En hvernig heldur þú að það verði að hætta að vinna? ,,Ég held ég muni hafa nóg að gera og sé mig fyrir mér næsta sumar á svölunum að prjóna leikskólavettlinga,“ segir Halla og hlær. En heldur þú að það verði ekkert skrýtið? „Hann Arnar minn er nýhættur að vinna en hann starfaði hjá RÚV í þrjátíu ár. Á hverjum degi spyr ég hann: Jæja Arnar minn, hvað gerðir þú í dag? Og heyri þá að hann er búinn að vera upptekinn í alls konar. Arnar hjólar mikið, fer í ræktina, spilar golf og málar olíuverk svo eitthvað sé nefnt. Og ég held að ég verði bara upptekin í ýmsu líka,“ segir Halla en bætir við: En mér finnst þetta samt svo skrýtin fyrirhyggja að allt í einu þegar maður verður 67 ára þá má maður ekki lengur ráða því hvað maður vill gera, heldur er bara stimplaður ellilífeyrisþegi alveg sama hvort þú ert fullfær um að vinna eða ekki. Eða hvað segir þú: Finnst þér þetta ekkert skrýtið?“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Starfsframi Vinnumarkaður Eldri borgarar Tengdar fréttir „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 „Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. 20. febrúar 2022 08:01 „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00
„Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. 20. febrúar 2022 08:01
„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01
Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00
Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00