Illindi milli fyrrum þingmanna Pírata: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2022 15:50 Gunnar Hrafn og Helga Hrafn greinir á um hvað átti sér stað. Samsett/Vísir Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann ásakar Helga Hrafn Gunnarsson, annan fyrrverandi þingmann Pírata, um að hafa bannað honum að bjóða sig fram í prófkjöri Pírata fyrir þarsíðustu þingkosningar. Í færslunni segir Gunnar að Helgi hafi boðað sig á fund fyrir utan sjoppu í Vesturbænum fyrir prófkjör Pírata til að tilkynna Gunnari að hann mætti ekki fara í prófkjör, þar sem það kæmi sér illa fyrir flokkinn. Helga hafi borist þær fregnir að það ætti að taka Gunnar af lífi í fjölmiðlum fyrir lélega mætingu á nefndar- og þingflokksfundi. Þegar Gunnar skoðaði gögnin sjálfur segir hann að komið hafi í ljós að hann hafi verið í veikindaleyfi eða utan þingflokks í flestum eða öllum tilvikum sem hann mætti ekki. Blaðamaðurinn reyndist mótframbjóðandi Gunnar segir Helga ekki hafa tekið mark á þessum upplýsingum og endurtekið hótanir sínar um að dræm mæting Gunnars yrði rakin af blaðamanni ef hann hætti ekki við framboðið. „Fljótlega kom í ljós að "blaðamaðurinn" sem var að safna þessum gögnum var Björn Leví, mótframbjóðandi minn í prófkjörinu,“ segir Gunnar í færslunni. Hinn meinti fjölmiðill sem Helgi hefði nefnt á fundinum hafi því verið heimasíða Björns þar sem hann skrifaði bloggfærslu um mætingu þingmann. Ennfremur segir Gunnar um aðdragandann að prófkjörinu „Mér er hótað með fjölmiðlaumfjöllun sem reyndist vera ímyndun mótframbjóðanda. Hringt var í fjölda stuðningsmanna minna til að minna á að ég væri geðveikur og mér ekki treystandi.“ Að lokum segir Gunnar að sér finnist gróflega vegið að fólki sem glímir við andleg veikindi í þessu máli, það hafi alltaf verið undirliggjandi að sér væri ekki treyst vegna sjúkrasögu sinnar. Samskiptaleysi innan þingflokks Í ummælum við færslu Gunnars svarar Björn Leví fyrir sig: „Ég veit alveg hversu oft ég mætti í nefnd fyrir þig á þessum tíma af því að þú mættir ekki. Lengi vel vissum við ekki einu sinni að þú værir ekki að mæta af því að þú lést okkur ekkert vita af því. Það var eftir að þú komst inn aftur eftir veikindaleyfi.“ Þá segir Björn um ásakanir Gunnars „Ég hef ekki hugmynd hvort ég sé þessi blaðamaður eða ekki. Býst við ekki, því mæting þingmanna í nefndir er aðgengileg öllum í fundargerðum nefndanna. Ég er bara með forrit sem les það upp sjálfkrafa.“ Björn Leví tekur ekki undir frásögn Gunnars.Vísir/Vilhelm Skammast sín ekki neitt Í samtali blaðamanns við Helga Hrafn vildi hann ekki tjá sig um málið af því hann hefði ekki lesið færslu Gunnars en sagði þó eitt: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt, sem ég sagði eða gerði í þessu máli og myndi gera það sama aftur. Ef ég væri í hans stöðu, þeirri stöðu sem hann var í á þeim tíma, þá vona ég að einhver góður vinur minn myndi gera það sem ég gerði.“ Eftir samtal Helga við blaðamann skrifaði hann ummæli við færslu Gunnars. Þar lýsir Helgi færslunni sem „ótrúlegri túlkun“ og segir að samtalið hafi ekki átt sér stað fyrir prófkjörið heldur eftir það, „þar sem ég lenti í 1. sæti og þú í 5. sæti.“ Hann segir Gunnar kannski hafa ekki verið meðvitaðan um það af því, ólíkt öllum öðrum í þingflokknum, hafi hann ekki verið á staðnum. Píratar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Í færslunni segir Gunnar að Helgi hafi boðað sig á fund fyrir utan sjoppu í Vesturbænum fyrir prófkjör Pírata til að tilkynna Gunnari að hann mætti ekki fara í prófkjör, þar sem það kæmi sér illa fyrir flokkinn. Helga hafi borist þær fregnir að það ætti að taka Gunnar af lífi í fjölmiðlum fyrir lélega mætingu á nefndar- og þingflokksfundi. Þegar Gunnar skoðaði gögnin sjálfur segir hann að komið hafi í ljós að hann hafi verið í veikindaleyfi eða utan þingflokks í flestum eða öllum tilvikum sem hann mætti ekki. Blaðamaðurinn reyndist mótframbjóðandi Gunnar segir Helga ekki hafa tekið mark á þessum upplýsingum og endurtekið hótanir sínar um að dræm mæting Gunnars yrði rakin af blaðamanni ef hann hætti ekki við framboðið. „Fljótlega kom í ljós að "blaðamaðurinn" sem var að safna þessum gögnum var Björn Leví, mótframbjóðandi minn í prófkjörinu,“ segir Gunnar í færslunni. Hinn meinti fjölmiðill sem Helgi hefði nefnt á fundinum hafi því verið heimasíða Björns þar sem hann skrifaði bloggfærslu um mætingu þingmann. Ennfremur segir Gunnar um aðdragandann að prófkjörinu „Mér er hótað með fjölmiðlaumfjöllun sem reyndist vera ímyndun mótframbjóðanda. Hringt var í fjölda stuðningsmanna minna til að minna á að ég væri geðveikur og mér ekki treystandi.“ Að lokum segir Gunnar að sér finnist gróflega vegið að fólki sem glímir við andleg veikindi í þessu máli, það hafi alltaf verið undirliggjandi að sér væri ekki treyst vegna sjúkrasögu sinnar. Samskiptaleysi innan þingflokks Í ummælum við færslu Gunnars svarar Björn Leví fyrir sig: „Ég veit alveg hversu oft ég mætti í nefnd fyrir þig á þessum tíma af því að þú mættir ekki. Lengi vel vissum við ekki einu sinni að þú værir ekki að mæta af því að þú lést okkur ekkert vita af því. Það var eftir að þú komst inn aftur eftir veikindaleyfi.“ Þá segir Björn um ásakanir Gunnars „Ég hef ekki hugmynd hvort ég sé þessi blaðamaður eða ekki. Býst við ekki, því mæting þingmanna í nefndir er aðgengileg öllum í fundargerðum nefndanna. Ég er bara með forrit sem les það upp sjálfkrafa.“ Björn Leví tekur ekki undir frásögn Gunnars.Vísir/Vilhelm Skammast sín ekki neitt Í samtali blaðamanns við Helga Hrafn vildi hann ekki tjá sig um málið af því hann hefði ekki lesið færslu Gunnars en sagði þó eitt: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt, sem ég sagði eða gerði í þessu máli og myndi gera það sama aftur. Ef ég væri í hans stöðu, þeirri stöðu sem hann var í á þeim tíma, þá vona ég að einhver góður vinur minn myndi gera það sem ég gerði.“ Eftir samtal Helga við blaðamann skrifaði hann ummæli við færslu Gunnars. Þar lýsir Helgi færslunni sem „ótrúlegri túlkun“ og segir að samtalið hafi ekki átt sér stað fyrir prófkjörið heldur eftir það, „þar sem ég lenti í 1. sæti og þú í 5. sæti.“ Hann segir Gunnar kannski hafa ekki verið meðvitaðan um það af því, ólíkt öllum öðrum í þingflokknum, hafi hann ekki verið á staðnum.
Píratar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira