Erlent

Ný­nasistar hand­teknir fyrir skipu­lagningu „gyðinga­veiði“ á fót­bolta­leik

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Nýnasistar í Finnlandi.
Nýnasistar í Finnlandi. reuters

Fjórir karlmenn á aldrinum 45-53 ára, sem eru viðriðnir öfga-hægri hóp í Frakklandi, eru grunaðir um að hafa haft í hyggju að „veiða gyðinga“ á fótboltaleik í Strasbourg.

Frá þessu er greint á vef Jerusalem post, en mennirnir voru ákærðir fyrir vörslu mýmargra vopna sem ætluð voru til notkunar gegn gyðingum, að sökn saksóknara í Frakklandi.

Lögreglan lagði hald á alls 41 skotvopn og um 120 þúsund byssukúlur, ásamt bókmenntum í anda nýnasisma. Mennirnir voru handteknir áður en þeir náðu að fremja ódæðið.

„Mennirnir voru rótgrónir samfélagsþegnar,“ sagði saksóknarinn

Samkvæmt nýlegri könnun sem framkvæmd var af Öryggisdeild Gyðingasamfélagsins (Jewish Community Security Service) hefur gyðingahatursglæpum fjölgað um 75 prósent í Frakklandi árið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×