„Betra að vera stóri fiskurinn í lítilli tjörn“ Atli Arason skrifar 3. júní 2022 23:29 Kristófer Acox, leikmaður Vals, í baráttunni við Sigurð Gunnar Þorsteinsson, leikmann Tindastóls. Vísir/Bára Dröfn Besti leikmaður nýliðins tímabils, Valsarinn Kristófer Acox, er ekki á leiðinni út í atvinnumennsku strax. Kristófer er með samning við Val til ársins 2024. „Ég er mjög heimakær og mér líður mjög vel hérna heima. Deildin hérna er líka alltaf að verða betri og betri. Ég hef verið það heppinn að vera í liði sem er að berjast um titilinn hvert einasta ár sem ég er að spila hérna heima og hef náð að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjórum sinnum,“ sagði Kristófer Acox í hlaðvarpsþættinum Undir Körfunni, aðspurður af því hvort hann væri að stefna aftur út í atvinnumennsku. „Það er samt kannski betra að vera stóri fiskurinn í lítilli tjörn en frekar en öfugt. Úti þarf maður að vera í harkinu og það var svolítið ástæðan fyrir því að ég rifti í Frakklandi,“ bætti Kristófer við en ásamt því að spila fyrir Val og KR hérna heima hefur Kristófer hefur leikið Star Hotshots á Filippseyjum og Denain Voltaire í Frakklandi. „Þetta var mjög norðarlega í Frakklandi, þar sem enginn talaði ensku. Það var bókstaflega ekkert að gera þarna. Ef Elvar [Már Friðriksson] hefði ekki verið þarna þá hefði ég verið farin eftir viku. Ég elska körfubolta en ég var ekki að fara að eyða heilu ári af mínu lífi í að stara á vegginn og bíða eftir næstu æfingu.“ Kristófer heldur þó möguleikanum opnum, ef eitthvað sem er þess virði mun bjóðast honum. Umboðsmaður hans vill ólmur fá hann aftur út í atvinnumennsku. „Mig langaði samt alltaf að fara aftur út og ef það kemur eitthvað skemmtilegt þá myndi ég alveg skoða það. Umboðsmaðurinn minn er ekki alltof sáttur með þetta, að ég sé bara hérna heima,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður Vals. Hægt er að hlusta á Kristófer ræða um framtíðarmöguleika og annað í hlaðvarpsþættinum með því að smella hér. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Valur Subway-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
„Ég er mjög heimakær og mér líður mjög vel hérna heima. Deildin hérna er líka alltaf að verða betri og betri. Ég hef verið það heppinn að vera í liði sem er að berjast um titilinn hvert einasta ár sem ég er að spila hérna heima og hef náð að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjórum sinnum,“ sagði Kristófer Acox í hlaðvarpsþættinum Undir Körfunni, aðspurður af því hvort hann væri að stefna aftur út í atvinnumennsku. „Það er samt kannski betra að vera stóri fiskurinn í lítilli tjörn en frekar en öfugt. Úti þarf maður að vera í harkinu og það var svolítið ástæðan fyrir því að ég rifti í Frakklandi,“ bætti Kristófer við en ásamt því að spila fyrir Val og KR hérna heima hefur Kristófer hefur leikið Star Hotshots á Filippseyjum og Denain Voltaire í Frakklandi. „Þetta var mjög norðarlega í Frakklandi, þar sem enginn talaði ensku. Það var bókstaflega ekkert að gera þarna. Ef Elvar [Már Friðriksson] hefði ekki verið þarna þá hefði ég verið farin eftir viku. Ég elska körfubolta en ég var ekki að fara að eyða heilu ári af mínu lífi í að stara á vegginn og bíða eftir næstu æfingu.“ Kristófer heldur þó möguleikanum opnum, ef eitthvað sem er þess virði mun bjóðast honum. Umboðsmaður hans vill ólmur fá hann aftur út í atvinnumennsku. „Mig langaði samt alltaf að fara aftur út og ef það kemur eitthvað skemmtilegt þá myndi ég alveg skoða það. Umboðsmaðurinn minn er ekki alltof sáttur með þetta, að ég sé bara hérna heima,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður Vals. Hægt er að hlusta á Kristófer ræða um framtíðarmöguleika og annað í hlaðvarpsþættinum með því að smella hér. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Valur Subway-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira