Lífið

Fetar í fót­spor föðurins og hefur form­lega feril í stjórn­málum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét tók í gær í fyrsta sinn sæti í bæjarstjórn Garðabæjar.
Margrét tók í gær í fyrsta sinn sæti í bæjarstjórn Garðabæjar. Bjarni Benediktsson/Facebook

Margrét Bjarnadóttir tók í gær sæti í bæjarstjórn Garðabæjar og hóf þar með formlega feril í stjórnmálum. Bjarni Benediktsson, faðir Margrétar, segist einstaklega stoltur af dótturinni.

Margrét var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fagnaði sigri og fékk meirihluta í bæjarstjórn. Sjálfstæðismenn eru því með sjö fulltrúa af ellefu í bæjarstjórn og er Margrét ein þeirra. 

„Af 113 sveitarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á landsvísu er ein í sérstöku uppáhaldi,“ skrifar Bjarni á Facebook en hann er formaður Sjálfstæðisflokksins og jafnframt fjármálaráðherra í ríkisstjórn.

„Ég var mjög stoltur af hennar framgöngu í prófkjöri og kosningum en í gær var fyrsti bæjarstjórnarfundurinn hjá henni. Til hamingju Margrét mín - og megi ykkur öllum ganga vel!“

Það urðu ákveðin kaflaskil í bæjarmálum í Garðabæ í gær þegar Almar Guðmundsson tók við bæjarstjórastólnum af Gunnari Einarssyni, sem lét af störfum eftir sautján ár í bæjarstjórastólnum. 


Tengdar fréttir

Endur­­talning skilaði sömu niður­­­stöðu í Garða­bæ

Nákvæmlega sama niðurstaða fékkst þegar atkvæði úr sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ voru endurtalin í gær. Garðarbæjarlistinn fór fram á endurtalninguna en litlu munaði í upphaflegri talningu að listinn næði inn þriðja manni í sveitarstjórn á kostnað sjöunda manns Sjálfstæðismanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.