Samuel Eto‘o verður sóttur til saka Atli Arason skrifar 4. júní 2022 07:02 Eto'o fagnar marki sínu með Barcelona gegn Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006. Getty Images Fyrrum knattspyrnumaðurinn Samuel Eto‘o er í vandræðum á Spáni. Eto'o mun í annað sinn verða sóttur til saka eftir að hafa neitað að greiða meðlagsgreiðslur. Eto‘o á 22 ára gamla dóttur að nafni Erika do Rosario Nieves. Hann hefur þó alla tíð neitað að eiga stúlkuna þrátt fyrir að DNA gögn sýna að hann sé faðirinn. Móðir Eriku, Adileusa do Rosario, kemur frá Grænhöfðaeyjum en hún var í viðtali hjá spænska miðlinum La Vanguardia í vikunni þar sem hún greindi frá kynnum sínum við Eto‘o en þau kynntust fyrst á næturklúbb í Madríd árið 1997. Adileusa segir meðal annars í viðtalinu að dóttir þeirra, Erika, hafi átt við nýrnavandamál að stríða þegar hún var þriggja ára gömul og þurft að fara í uppskurð. Fyrir aðgerð á Eriku urðu læknar að fá að vita sjúkdómssögu beggja foreldra. Adileusa bað þá sameiginlegan við hennar og Eto‘o að hafa samband við leikmanninn sem svaraði að honum væri alveg sama, fyrir honum væri bæði móðirin og dóttirin dauð. Eto‘o hefur ekki verið til staðar fyrir mæðginin á neinum tímapunkti þrátt fyrir að hafa lofað því í upphafi að sögn Adileusa. Móðirin fann sig knúna til að höfða dómsmál gegn framherjanum árið 2018 sem lauk með dómsuppkvaðningu í febrúar á þessu ári. Eto‘o átti að greiða meðlag upp á 1.400 evrur á mánuði frá því að málið hófst, samtals u.þ.b. 40 þúsund evrur. Eto‘o hefur ekki greitt þessa upphæð og Adileusa do Rosario gaf það út að hún ætli að sækja hann til saka á ný fyrir að una dómnum ekki. Á sínum ferli vann Samuel Eto‘o Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum en hann lék með liðum á borð við Barcelona, Inter, Real Madrid, Chelsea og Everton. Hann skoraði 293 mörk í 587 leikjum á ferlinum og er markahæsti leikmaður Kamerún frá upphafi með 56 mök í 118 leikjum. Eto‘o er metin á 16,4 milljónir dollara samkvæmt lista Forbes og er enn þá á meðal ríkustu knattspyrnumanna frá Afríku þrátt fyrir að hafa hætt allri fótboltaiðkun fyrir 3 árum síðan. Meðlagsgreiðslunar ættu því ekki að vera mikið vandamál fyrir Kamerúnann. Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Eto‘o á 22 ára gamla dóttur að nafni Erika do Rosario Nieves. Hann hefur þó alla tíð neitað að eiga stúlkuna þrátt fyrir að DNA gögn sýna að hann sé faðirinn. Móðir Eriku, Adileusa do Rosario, kemur frá Grænhöfðaeyjum en hún var í viðtali hjá spænska miðlinum La Vanguardia í vikunni þar sem hún greindi frá kynnum sínum við Eto‘o en þau kynntust fyrst á næturklúbb í Madríd árið 1997. Adileusa segir meðal annars í viðtalinu að dóttir þeirra, Erika, hafi átt við nýrnavandamál að stríða þegar hún var þriggja ára gömul og þurft að fara í uppskurð. Fyrir aðgerð á Eriku urðu læknar að fá að vita sjúkdómssögu beggja foreldra. Adileusa bað þá sameiginlegan við hennar og Eto‘o að hafa samband við leikmanninn sem svaraði að honum væri alveg sama, fyrir honum væri bæði móðirin og dóttirin dauð. Eto‘o hefur ekki verið til staðar fyrir mæðginin á neinum tímapunkti þrátt fyrir að hafa lofað því í upphafi að sögn Adileusa. Móðirin fann sig knúna til að höfða dómsmál gegn framherjanum árið 2018 sem lauk með dómsuppkvaðningu í febrúar á þessu ári. Eto‘o átti að greiða meðlag upp á 1.400 evrur á mánuði frá því að málið hófst, samtals u.þ.b. 40 þúsund evrur. Eto‘o hefur ekki greitt þessa upphæð og Adileusa do Rosario gaf það út að hún ætli að sækja hann til saka á ný fyrir að una dómnum ekki. Á sínum ferli vann Samuel Eto‘o Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum en hann lék með liðum á borð við Barcelona, Inter, Real Madrid, Chelsea og Everton. Hann skoraði 293 mörk í 587 leikjum á ferlinum og er markahæsti leikmaður Kamerún frá upphafi með 56 mök í 118 leikjum. Eto‘o er metin á 16,4 milljónir dollara samkvæmt lista Forbes og er enn þá á meðal ríkustu knattspyrnumanna frá Afríku þrátt fyrir að hafa hætt allri fótboltaiðkun fyrir 3 árum síðan. Meðlagsgreiðslunar ættu því ekki að vera mikið vandamál fyrir Kamerúnann.
Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira