Þorsteinn framlengir um fjögur ár við KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2022 11:25 Þorsteinn Halldórsson þjálfar A-landslið kvenna til 2026 hið minnsta. vísir/Sigurjón Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnusamband Íslands um fjögur ár. Hann skrifaði undir samning til ársins 2026, með möguleika á frekari framlengingu. Þorsteinn tók við liðinu snemma árs 2021 eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum. Jón Þór hafði stýrt liðinu á EM á Englandi sem fram fer í sumar. Þorsteinn hætti sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks til að taka við starfinu en hann stýrði Blikakonum til Íslandsmeistaratitils árið 2020. Þorsteinn hefur verið þjálfari Íslands í sex leikjum í undankeppni HM þar sem gengi landsliðsins hefur verið framar vonum. Ísland er efst í riðlinum með 15 stig eftir sex leiki, stigi á undan stórliði Hollands sem er í öðru sæti og hefur leikið jafnmarga leiki. „Ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi síðan ég tók við. Leikmennirnir hafa gert frábæra hluti og ég er með góðan hóp í höndunum, og ekki síður finnst mér síðustu ár hafa komið í ljós hvað það er mikil og góð breidd í A landsliði kvenna, fullt af góðum leikmönnum til að velja úr. Umgjörðin sem við störfum í er fyrsta flokks og ég hlakka mjög til þess að vinna áfram að þessu verðuga verkefni“ er haft eftir Þorsteini á heimasíðu KSÍ. KSÍ semur við Þorstein til ársins 2026 Our women's team head coach Þorsteinn has signed a new contract!#dottirhttps://t.co/5OZDyoNEdl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2022 Samningurinn sem Þorsteinn skrifaði undir gildir til 2026, með framlengingarákvæði fram yfir HM 2027, komist Ísland þangað. „A landslið kvenna hefur verið að gera virkilega góða hluti og við vildum gera okkar til að tryggja áframhald á þróun liðsins næstu ár og góðu gengi þess undir stjórn Steina. Ég er mjög ánægð með samninginn og hlakka mikið til framhaldsins með þessu flotta liði og öfluga þjálfarateymi“. hefur KSÍ eftir formanni sambandsins, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Ísland hefur keppni á EM þann 10. júlí og mætir Belgíu í fyrsta leik á Akademíuvelli Manchester City. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Þorsteinn tók við liðinu snemma árs 2021 eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum. Jón Þór hafði stýrt liðinu á EM á Englandi sem fram fer í sumar. Þorsteinn hætti sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks til að taka við starfinu en hann stýrði Blikakonum til Íslandsmeistaratitils árið 2020. Þorsteinn hefur verið þjálfari Íslands í sex leikjum í undankeppni HM þar sem gengi landsliðsins hefur verið framar vonum. Ísland er efst í riðlinum með 15 stig eftir sex leiki, stigi á undan stórliði Hollands sem er í öðru sæti og hefur leikið jafnmarga leiki. „Ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi síðan ég tók við. Leikmennirnir hafa gert frábæra hluti og ég er með góðan hóp í höndunum, og ekki síður finnst mér síðustu ár hafa komið í ljós hvað það er mikil og góð breidd í A landsliði kvenna, fullt af góðum leikmönnum til að velja úr. Umgjörðin sem við störfum í er fyrsta flokks og ég hlakka mjög til þess að vinna áfram að þessu verðuga verkefni“ er haft eftir Þorsteini á heimasíðu KSÍ. KSÍ semur við Þorstein til ársins 2026 Our women's team head coach Þorsteinn has signed a new contract!#dottirhttps://t.co/5OZDyoNEdl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2022 Samningurinn sem Þorsteinn skrifaði undir gildir til 2026, með framlengingarákvæði fram yfir HM 2027, komist Ísland þangað. „A landslið kvenna hefur verið að gera virkilega góða hluti og við vildum gera okkar til að tryggja áframhald á þróun liðsins næstu ár og góðu gengi þess undir stjórn Steina. Ég er mjög ánægð með samninginn og hlakka mikið til framhaldsins með þessu flotta liði og öfluga þjálfarateymi“. hefur KSÍ eftir formanni sambandsins, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Ísland hefur keppni á EM þann 10. júlí og mætir Belgíu í fyrsta leik á Akademíuvelli Manchester City.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira