Segir síðustu tíu daga hafa verið þá erfiðustu á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 15:00 Sá skoski létt bugaður eftir leik Liverpool og Real Madríd. EPA-EFE/YOAN VALAT Andrew Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vetur en síðustu tíu dagar hafa verið erfiðir. Fyrst tapaði Liverpool fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og svo tapaði Skotland fyrir Úkraínu í umspili um sæti á HM í Katar. Skoski vinstri bakvörðurinn naut sín ekki beint gegn Real Madríd þar sem Úrúgvæinn Federico Valverde – hægri vængmaður Real í leiknum – gerði honum lífið leitt. Valverde kom í veg fyrir að Robertson nyti sín sóknarlega og stráði svo salti í sárin með því að leggja upp sigurmarkið og senda Skotanum væna sneið að leik loknum. Þá voru vinir og vandamenn Robertson meðal þeirra sem lentu í því að franska lögreglan ásakaði þá um að vera með falsaða miða og að reyna svindla sér inn á úrslitaleikinn sem fram fór í París. Lögreglan beitti táragasi og lenti fólk nákomið Robertson í því áður en leikurinn hófst. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Skotland 3-1 fyrir Úkraínu er liðin mættust á Hampden-vellinum í Glasgow. Bið Skotlands eftir að komast á HM lengist því enn en Skotar hafa ekki komist á þetta mót allra móta síðan sumarið 1998. „Persónulega hafa þetta verið tíu erfiðustu dagar ferilsins. Andlega, líkamlega, allt,“ sagði Robertson að loknu tapinu á Hampden. „En ef ég er hreinskilinn þá mun ég höndla þetta sjálfur. Ég mun fara í frí og meta þetta allt saman. Ég er bara svo svekktur fyrir hönd strákanna hér. Auðvitað vildum við allir komast á HM og spila á stærsta sviði fótboltans en því miður náðum við því ekki.“ „Við þurfum að vera klárir næst þegar möguleikinn er til staðar. Landsliðsfótbolti er þannig að maður veit aldrei hvenær maður fær þetta síðasta tækifæri. Þess vegna svíður þetta svona rosalega,“ sagði Skotinn að lokum. Andy Robertson has been through it recently Lost the Premier League on the final day Lost the UCL final Lost World Cup knockout qualifier pic.twitter.com/pGZ9ZADuWK— ESPN UK (@ESPNUK) June 2, 2022 Robertson á fríð svo sannarlega skilið en hann spilaði alls 46 leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni og skoraði 3 mörk ásamt því að leggja upp 15 á samherja sína. Hefur hann spilað yfir 45 leiki á tímabili undanfarin fjögur tímabil. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
Skoski vinstri bakvörðurinn naut sín ekki beint gegn Real Madríd þar sem Úrúgvæinn Federico Valverde – hægri vængmaður Real í leiknum – gerði honum lífið leitt. Valverde kom í veg fyrir að Robertson nyti sín sóknarlega og stráði svo salti í sárin með því að leggja upp sigurmarkið og senda Skotanum væna sneið að leik loknum. Þá voru vinir og vandamenn Robertson meðal þeirra sem lentu í því að franska lögreglan ásakaði þá um að vera með falsaða miða og að reyna svindla sér inn á úrslitaleikinn sem fram fór í París. Lögreglan beitti táragasi og lenti fólk nákomið Robertson í því áður en leikurinn hófst. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Skotland 3-1 fyrir Úkraínu er liðin mættust á Hampden-vellinum í Glasgow. Bið Skotlands eftir að komast á HM lengist því enn en Skotar hafa ekki komist á þetta mót allra móta síðan sumarið 1998. „Persónulega hafa þetta verið tíu erfiðustu dagar ferilsins. Andlega, líkamlega, allt,“ sagði Robertson að loknu tapinu á Hampden. „En ef ég er hreinskilinn þá mun ég höndla þetta sjálfur. Ég mun fara í frí og meta þetta allt saman. Ég er bara svo svekktur fyrir hönd strákanna hér. Auðvitað vildum við allir komast á HM og spila á stærsta sviði fótboltans en því miður náðum við því ekki.“ „Við þurfum að vera klárir næst þegar möguleikinn er til staðar. Landsliðsfótbolti er þannig að maður veit aldrei hvenær maður fær þetta síðasta tækifæri. Þess vegna svíður þetta svona rosalega,“ sagði Skotinn að lokum. Andy Robertson has been through it recently Lost the Premier League on the final day Lost the UCL final Lost World Cup knockout qualifier pic.twitter.com/pGZ9ZADuWK— ESPN UK (@ESPNUK) June 2, 2022 Robertson á fríð svo sannarlega skilið en hann spilaði alls 46 leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni og skoraði 3 mörk ásamt því að leggja upp 15 á samherja sína. Hefur hann spilað yfir 45 leiki á tímabili undanfarin fjögur tímabil.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira