Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina vel í marki íslenska liðsins. Vísir/Getty Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. „Það eru blendnar tilfinningar sem bærast um í hjarta mér eftir þennan leik. Þeir fá líklega fleiri og hættulegri færi en við fengum líka tækifæri til þess að loka leiknum áður en þeir jafna," sagði Rúnar Alex um þróun leiksins í samtali við Viaplay. „Við erum með yngsta lið í Evrópu og ég er stoltur af þessari frammistöðu. Það var erfitt að standast pressuna hérna á erfiðum útivelli. Við gerðum það hins vegar afar vel og það er jákvætt. Við virðum bara stigið og höldum áfram,“ sagði markvörðurinn enn fremur. „Ég er öflugur einn á móti einum og þetta gekk vel. Það var góð tilfinning að ná að verja á þessum tímapunktum," sagði Rúnar Alex um þau tvö skipti þar sem hann varði vel frá sóknarmönnum ísraelska liðsins sem voru komnir einir í gegn. Rúnar Alex vék svo sögunni að umræðunni um íslenska landsliðið sem hefur verið ansi neikvæð síðasta árið um það bil. Of neikvæð miðað við aðstæður að hans mati. „Mér finnst við hafa fengið óverðskuldaða gagnrýni undanfarin misseri. Það verður að líta til þess að við misstum heilt byrjunarlið fyrir utan Birki Bjarnason og Hörð Björgvin. Að mínu mati hefðum við átt skilið meiri þolinmæði. Íslendingar geta verið fljótir í neikvæðni og mér finnst umræðan hafa verið ósanngjörn síðustu mánuðina. Vonandi breytist það í framhaldinu," sagði Vesturbæingurinn um stöðu mála. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar sem bærast um í hjarta mér eftir þennan leik. Þeir fá líklega fleiri og hættulegri færi en við fengum líka tækifæri til þess að loka leiknum áður en þeir jafna," sagði Rúnar Alex um þróun leiksins í samtali við Viaplay. „Við erum með yngsta lið í Evrópu og ég er stoltur af þessari frammistöðu. Það var erfitt að standast pressuna hérna á erfiðum útivelli. Við gerðum það hins vegar afar vel og það er jákvætt. Við virðum bara stigið og höldum áfram,“ sagði markvörðurinn enn fremur. „Ég er öflugur einn á móti einum og þetta gekk vel. Það var góð tilfinning að ná að verja á þessum tímapunktum," sagði Rúnar Alex um þau tvö skipti þar sem hann varði vel frá sóknarmönnum ísraelska liðsins sem voru komnir einir í gegn. Rúnar Alex vék svo sögunni að umræðunni um íslenska landsliðið sem hefur verið ansi neikvæð síðasta árið um það bil. Of neikvæð miðað við aðstæður að hans mati. „Mér finnst við hafa fengið óverðskuldaða gagnrýni undanfarin misseri. Það verður að líta til þess að við misstum heilt byrjunarlið fyrir utan Birki Bjarnason og Hörð Björgvin. Að mínu mati hefðum við átt skilið meiri þolinmæði. Íslendingar geta verið fljótir í neikvæðni og mér finnst umræðan hafa verið ósanngjörn síðustu mánuðina. Vonandi breytist það í framhaldinu," sagði Vesturbæingurinn um stöðu mála.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Sjá meira