Sport

Pétur Pétursson: Áttum skilið að jafna leikinn

Andri Már Eggertsson skrifar
Pétur Pétursson á Kópavogsvelli í kvöld
Pétur Pétursson á Kópavogsvelli í kvöld Vísir/Diego

Pétri Péturssyni, þjálfara Vals, var létt í leikslok að hafa náð jöfnurmarki í uppbótartíma og fannst honum Valur spila töluvert betur en ÍBV.

„Mér fannst jöfnunarmarkið alltaf liggja í loftinu og við áttum jöfnunarmarkið skilið. Við spiluðum vel allan leikinn en úr því sem komið var þá var ég ánægður með eitt stig,“ sagði Pétur í samtali við Vísi eftir leik.

Valur skapaði sér fullt af færum og var með ólíkindum að mark Vals hafi ekki komið fyrr en á 94. mínútu. 

„Mér fannst spilamennskan okkar vera fín en það sem vantaði upp á var að við kláruðum ekki færin.“

 

Varnarleikur Eyjakvenna var góður og munaði afar litlu á að ÍBV hefði haldið markinu hreinu.

„ÍBV er með sterkara lið en þær hafa áður verið með. Það er ekki auðvelt að spila á móti ÍBV en mér fannst við gera það vel í dag,“ sagði Pétur Pétursson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×