Rússneski herinn er ekki uppbyggður fyrir þau verkefni sem hann átti að leysa af hólmi í Úkraínu. Frá upphafi stríðsins hefur herinn átt í basli og frammistaða hans verið langt undir væntingunum, ef svo má að orði komast. Innrásin var frá upphafi mjög gölluð hernaðaraðgerð og virtust ráðamenn í Moskvu gera hver mistökin á fætur öðrum. Þar að auki gerðu þeir sér ekki grein fyrir öðrum áhættuþáttum eins og þeirri manneklu sem herinn virðist glíma við. Sérstakur skortur er á fótgönguliði í rússneska hernum og útskýrir það að einhverju leyti af hverju Rússar hafa átt í erfiðleikum í bardögum í bæjum og borgum Úkraínu. Rússneski herinn er hannaður fyrir skammvinn átök og getur mögulega ekki haldið átökum áfram mikið lengur í Úkraínu, lýsi Rússar ekki yfir formlegu stríði. Þetta segja þeir Michael Kofman og Rob Lee, sem eru sérfræðingar í málefnum rússneska hersins. Þeir birtu í dag ítarlega greiningu á stöðu hersins á undanförnum árum og fóru þeir yfir þá galla sem þeir fundu á uppbyggingu hans. Vísir fylgist með helstu vendingum í átökunum hér í vaktinni. Verulega undirmannaðar herdeildir Rússar stilla herjum sínum upp í herdeildir sem á rússnesku kallast „batal'onnaya takticheskaya gruppa“ eða BTG. Hefðbundnar herdeildir af þessu tagi eiga að innihalda milli sjö og níu hundruð hermenn. Þær eru samansettar af skriðdrekum, fótgönguliði, stórskotaliði, loftvarnarkerfum og stuðningssveitum og eiga þær að geta starfað með nokkuð sjálfstæðum hætti. Kofman og Lee segja þó margt benda til þess að herdeildir þessar séu verulega undirmannaðar. Á undanförnum árum og áratugum hafa Rússar í stuttu máli sagt komið upp blönduðum her atvinnuhermanna og manna sem kallaðir eru til herskyldu tvisvar sinnum á ári og eiga að vera 250 þúsund hverju sinni. Á undanförnum árum hefur atvinnuhermönnum þó farið fækkandi. Forsvarsmenn hersins settu sér þau markmið að hafa 425 þúsund atvinnuhermenn árið 2017 og 499.200 árið 2019. Þau markmið náðust ekki en árið 2019 voru rússneskir atvinnuhermenn 394 þúsund talsins og 405 þúsund árið 2020, sem var síðasta þegar upplýsingar um fjölda þeirra voru opinberaðar. Rússar hefur skort fótgöngulið í átökunum og hefur það sérstaklega komið niður á þeim í bardögum í byggðum.Getty/Chris McGrath Með bryndreka en enga hermenn Kofman og Lee segja að svo virðist sem Rússar hafi brugðist við þessu með því að fækka hermönnum í BTG-deildum og það hafi haft mikil áhrif á frammistöðu hersins í Úkraínu. Herinn hafi verið mun minni en talið var í upphafi innrásarinnar og lítið sem ekkert fótgöngulið hafi verið í herdeildum Rússlands. Það hafi komið verulega niður á getu Rússa í byggðum. Vélvæddar flokksdeildir (motorized platoon) hafi til að mynda eingöngu haft næga menn til að keyra bryndreka sína en enga hermenn til að fara úr þeim og styðja skrið- og bryndreka hersins fótgangandi, sem er gífurlega mikilvægt í nútímahernaði og sérstaklega þegar barist er í byggðum bólum. Þetta útskýrir einnig að hluta til hve marga bryndreka Rússar yfirgáfu í upphafi innrásarinnar. Rússar hafa að miklu leyti reitt sig á landgönguliða flotans og sveitir aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk til að berjast í borgum Úkraínu. Sömuleiðis hafi þeir notað sérsveitir og lögregluþjóna sem væru illa þjálfaðir fyrir bardaga af þessu tagi. Rússneskir hermenn í Maríupól.Getty Óraunhæf markmið Kofman og Lee segja í greiningu þeirra að Úkraínumenn hafi burði til að halda þetta stríð út, með stuðningi Vesturlanda. Innrásin hafi verið í vandræðum frá upphafi ekki bara vegna óraunhæfra markmiða heldur einnig vegna þess að hún tók ekki mið af uppbyggingu rússneska hersins og þeim takmörkunum sem hún veldur. Nú væri útlit fyrir að Rússar hefðu ekki mannafla til að sækja mikið meira fram í Donbas en þeir hefðu þegar gert. Ólíklegt að herkvaðning gæti skilað árangri Ef Rússar skyldu gefa út almenna herkvaðningu væri óljóst hve miklum árangri hún myndi skila, í það minnsta til skamms tíma. Menn sem kallaðir eru til herþjónustu í Rússlandi fá herþjálfun hjá þeim herdeildum sem þeir eru sendir til. Þar eru þeir þjálfaðir af atvinnuhermönnum herdeildanna, í stað þess að almenn þjálfun fari fram í sömu búðunum. Þeir atvinnuhermenn sem hafa séð um að þjálfa nýja hermenn hafa verið sendir til bardaga í Úkraínu og óljóst er hvort Rússar hafi yfir höfuð nægilega marga reynslumikla menn til að þjálfa tugi þúsunda ungra manna í fljótu bragði. Varnarmálaráðuneyti Bretlands greindi til að mynda frá því í gær að gífurlegt mannfall hefði orðið meðal ungra foringja í rússneska hernum. Rússar urðu fyrir miklu mannfalli í sókninni að Kænugarði í upphafi innrásarinnar.Getty/Sergei Chuzavkov Skortir millistjórnendur Þá hafa Rússar aldrei komið upp herliði sem á ensku kallast „Non-Commissioned Officer Corp“ í þeirri mynd sem það er á Vesturlöndum. Það eru liðþjálfar og korpálar sem eru nokkurs konar millistjórnendur í herjum Vesturlanda. Þeir eru atvinnuhermenn sem meðal annars halda uppi aga í hersveitum og miðla reynslu milli kynslóða. Þeir leiða einnig smærri sveitir í herjum Vesturlanda og geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir miðað við aðstæður á vígvöllum og veita herjum mikla aðlögunarhæfni, sem rússneski herinn hefur ekki. Liðþjálfar og korpálar í rússneska hernum eru oftar en ekki með lítil sem engin mannayfirráð en Kofmann og Lee segja það vera vegna mikils skorts á lágt settum atvinnuhermönnum. Mögulegur viðsnúningur Þótt Rússar hafi enn töluverða yfirburði yfir Úkraínumönnum gæti það breyst á næstu mánuðum. Mannfall hefur verið mikið hjá báðum fylkingum en sérstaklega meðal rússneskra hermanna og þaðan berast einnig reglulega fregnir af agavandamálum. Kofman og Lee segja yfirburði Rússa mesta í Donbas og þótt þeir væru líklegir til að lenda í vandræðum til lengri tíma litið, sé líklegt að þeir muni halda áfram að ná árangri í héraðinu til skamms tíma. Á komandi mánuðum er þó mögulegt að draga muni úr mætti Rússa og Úkraínumenn gætu náð yfirhöndinni með auknum mannafla, meira aga og áframhaldandi vopnasendingum frá Vesturlöndum. Hernaður Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fréttaskýringar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent
Innrásin var frá upphafi mjög gölluð hernaðaraðgerð og virtust ráðamenn í Moskvu gera hver mistökin á fætur öðrum. Þar að auki gerðu þeir sér ekki grein fyrir öðrum áhættuþáttum eins og þeirri manneklu sem herinn virðist glíma við. Sérstakur skortur er á fótgönguliði í rússneska hernum og útskýrir það að einhverju leyti af hverju Rússar hafa átt í erfiðleikum í bardögum í bæjum og borgum Úkraínu. Rússneski herinn er hannaður fyrir skammvinn átök og getur mögulega ekki haldið átökum áfram mikið lengur í Úkraínu, lýsi Rússar ekki yfir formlegu stríði. Þetta segja þeir Michael Kofman og Rob Lee, sem eru sérfræðingar í málefnum rússneska hersins. Þeir birtu í dag ítarlega greiningu á stöðu hersins á undanförnum árum og fóru þeir yfir þá galla sem þeir fundu á uppbyggingu hans. Vísir fylgist með helstu vendingum í átökunum hér í vaktinni. Verulega undirmannaðar herdeildir Rússar stilla herjum sínum upp í herdeildir sem á rússnesku kallast „batal'onnaya takticheskaya gruppa“ eða BTG. Hefðbundnar herdeildir af þessu tagi eiga að innihalda milli sjö og níu hundruð hermenn. Þær eru samansettar af skriðdrekum, fótgönguliði, stórskotaliði, loftvarnarkerfum og stuðningssveitum og eiga þær að geta starfað með nokkuð sjálfstæðum hætti. Kofman og Lee segja þó margt benda til þess að herdeildir þessar séu verulega undirmannaðar. Á undanförnum árum og áratugum hafa Rússar í stuttu máli sagt komið upp blönduðum her atvinnuhermanna og manna sem kallaðir eru til herskyldu tvisvar sinnum á ári og eiga að vera 250 þúsund hverju sinni. Á undanförnum árum hefur atvinnuhermönnum þó farið fækkandi. Forsvarsmenn hersins settu sér þau markmið að hafa 425 þúsund atvinnuhermenn árið 2017 og 499.200 árið 2019. Þau markmið náðust ekki en árið 2019 voru rússneskir atvinnuhermenn 394 þúsund talsins og 405 þúsund árið 2020, sem var síðasta þegar upplýsingar um fjölda þeirra voru opinberaðar. Rússar hefur skort fótgöngulið í átökunum og hefur það sérstaklega komið niður á þeim í bardögum í byggðum.Getty/Chris McGrath Með bryndreka en enga hermenn Kofman og Lee segja að svo virðist sem Rússar hafi brugðist við þessu með því að fækka hermönnum í BTG-deildum og það hafi haft mikil áhrif á frammistöðu hersins í Úkraínu. Herinn hafi verið mun minni en talið var í upphafi innrásarinnar og lítið sem ekkert fótgöngulið hafi verið í herdeildum Rússlands. Það hafi komið verulega niður á getu Rússa í byggðum. Vélvæddar flokksdeildir (motorized platoon) hafi til að mynda eingöngu haft næga menn til að keyra bryndreka sína en enga hermenn til að fara úr þeim og styðja skrið- og bryndreka hersins fótgangandi, sem er gífurlega mikilvægt í nútímahernaði og sérstaklega þegar barist er í byggðum bólum. Þetta útskýrir einnig að hluta til hve marga bryndreka Rússar yfirgáfu í upphafi innrásarinnar. Rússar hafa að miklu leyti reitt sig á landgönguliða flotans og sveitir aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk til að berjast í borgum Úkraínu. Sömuleiðis hafi þeir notað sérsveitir og lögregluþjóna sem væru illa þjálfaðir fyrir bardaga af þessu tagi. Rússneskir hermenn í Maríupól.Getty Óraunhæf markmið Kofman og Lee segja í greiningu þeirra að Úkraínumenn hafi burði til að halda þetta stríð út, með stuðningi Vesturlanda. Innrásin hafi verið í vandræðum frá upphafi ekki bara vegna óraunhæfra markmiða heldur einnig vegna þess að hún tók ekki mið af uppbyggingu rússneska hersins og þeim takmörkunum sem hún veldur. Nú væri útlit fyrir að Rússar hefðu ekki mannafla til að sækja mikið meira fram í Donbas en þeir hefðu þegar gert. Ólíklegt að herkvaðning gæti skilað árangri Ef Rússar skyldu gefa út almenna herkvaðningu væri óljóst hve miklum árangri hún myndi skila, í það minnsta til skamms tíma. Menn sem kallaðir eru til herþjónustu í Rússlandi fá herþjálfun hjá þeim herdeildum sem þeir eru sendir til. Þar eru þeir þjálfaðir af atvinnuhermönnum herdeildanna, í stað þess að almenn þjálfun fari fram í sömu búðunum. Þeir atvinnuhermenn sem hafa séð um að þjálfa nýja hermenn hafa verið sendir til bardaga í Úkraínu og óljóst er hvort Rússar hafi yfir höfuð nægilega marga reynslumikla menn til að þjálfa tugi þúsunda ungra manna í fljótu bragði. Varnarmálaráðuneyti Bretlands greindi til að mynda frá því í gær að gífurlegt mannfall hefði orðið meðal ungra foringja í rússneska hernum. Rússar urðu fyrir miklu mannfalli í sókninni að Kænugarði í upphafi innrásarinnar.Getty/Sergei Chuzavkov Skortir millistjórnendur Þá hafa Rússar aldrei komið upp herliði sem á ensku kallast „Non-Commissioned Officer Corp“ í þeirri mynd sem það er á Vesturlöndum. Það eru liðþjálfar og korpálar sem eru nokkurs konar millistjórnendur í herjum Vesturlanda. Þeir eru atvinnuhermenn sem meðal annars halda uppi aga í hersveitum og miðla reynslu milli kynslóða. Þeir leiða einnig smærri sveitir í herjum Vesturlanda og geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir miðað við aðstæður á vígvöllum og veita herjum mikla aðlögunarhæfni, sem rússneski herinn hefur ekki. Liðþjálfar og korpálar í rússneska hernum eru oftar en ekki með lítil sem engin mannayfirráð en Kofmann og Lee segja það vera vegna mikils skorts á lágt settum atvinnuhermönnum. Mögulegur viðsnúningur Þótt Rússar hafi enn töluverða yfirburði yfir Úkraínumönnum gæti það breyst á næstu mánuðum. Mannfall hefur verið mikið hjá báðum fylkingum en sérstaklega meðal rússneskra hermanna og þaðan berast einnig reglulega fregnir af agavandamálum. Kofman og Lee segja yfirburði Rússa mesta í Donbas og þótt þeir væru líklegir til að lenda í vandræðum til lengri tíma litið, sé líklegt að þeir muni halda áfram að ná árangri í héraðinu til skamms tíma. Á komandi mánuðum er þó mögulegt að draga muni úr mætti Rússa og Úkraínumenn gætu náð yfirhöndinni með auknum mannafla, meira aga og áframhaldandi vopnasendingum frá Vesturlöndum.