Rannsóknarsýning á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. júní 2022 09:01 Sýningarstjórinn Zsóka Leposa til hægri og László Százados, aðstoðarsýningarstjóri, til vinstri. Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga opnar sýningu í dag klukkan 15:00 sem ber nafnið Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað? Sýningin er rannsóknarsýning ungversks listfræðings, Zsóka Leposa, á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum. László Százados er aðstoðarsýningarstjóri og starfar jafnframt við Listasafn Ungverjalands í Búdapest. Rauði þráður sýningarinnar er tengslamyndun milli austurs og norðurs. Í fréttatilkynningu segir að á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var framúrstefnu listamönnum frá austantjaldsríkjunum mikið kappsmál að tengjast hinum vestræna listheimi. Á sama tíma var vettvangur íslenskrar samtíðarlistar að opnast upp, meðal annars fyrir stefnum á borð við flúxus og póst-list. Það kom til vegna ört stækkandi tengslanets listamanna og gallería á borð við SÚM og listagalleríið að Suðurgötu 7. Þessi tvíhliða tilraun að auknum tengslum leiddi svo til fjörlegra samskipta og nokkurra sýninga ungverskra listamanna hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Listasafn Arnesinga (@laartmuseum_iceland) „Við munum varpa ljósi á vinnubrögð listamannanna við þessa tengslamyndun og sýningagerð á Íslandi, á tíma þar sem strangar hömlur voru til staðar á ferða- og tjáningarfrelsi í Austur-Evrópu. Samvinna íslenskra og unverskra listamanna varð uppspretta spaugilegra viðburða sem vöktu fólk til umhugsunar á sama tíma og þeir báru á tíðum vott um sjálfshæðni. Sumarsýning Listasafns Árnesinga 2022 verður endurflutningur þessara viðburða ásamt nýrri verkum eftir sömu listamenn sem tóku þátt í þessu samstarfi á sínum tíma og blésu með því lífi í íslenska samtímalist á áttunda áratug síðustu aldar,“ segir í fréttatilkynningu frá safninu. Brot úr sýningarskránni.Listasafn Árnesinga Sýnd verða verk eftir fjölbreytta listamenn en þeir eru Eggert Pétursson, Endre Tot, Gábor Attalai, Géza Perneczky, Ingólfur Arnarsson, Kristján Guðmundsson, Kees Visser, Rúrí og Sigurður Guðmundsson. Bréfaskrif á milli Eggerts Péturssonar, Ingólfs Arnarssonar og Endres Tót.Listasafn Árnesinga „Við hlökkum til að deila með gestum okkar þessum hluta listasögunnar sem hefur mikið til gleymst en samt sem áður er mestur hluti af því sem við sýnum komið úr geymslum Nýlistasafnsins,“ segja forsvarsmenn safnsins. Sýningin stendur til 4. september næstkomandi. Myndlist Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Rauði þráður sýningarinnar er tengslamyndun milli austurs og norðurs. Í fréttatilkynningu segir að á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var framúrstefnu listamönnum frá austantjaldsríkjunum mikið kappsmál að tengjast hinum vestræna listheimi. Á sama tíma var vettvangur íslenskrar samtíðarlistar að opnast upp, meðal annars fyrir stefnum á borð við flúxus og póst-list. Það kom til vegna ört stækkandi tengslanets listamanna og gallería á borð við SÚM og listagalleríið að Suðurgötu 7. Þessi tvíhliða tilraun að auknum tengslum leiddi svo til fjörlegra samskipta og nokkurra sýninga ungverskra listamanna hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Listasafn Arnesinga (@laartmuseum_iceland) „Við munum varpa ljósi á vinnubrögð listamannanna við þessa tengslamyndun og sýningagerð á Íslandi, á tíma þar sem strangar hömlur voru til staðar á ferða- og tjáningarfrelsi í Austur-Evrópu. Samvinna íslenskra og unverskra listamanna varð uppspretta spaugilegra viðburða sem vöktu fólk til umhugsunar á sama tíma og þeir báru á tíðum vott um sjálfshæðni. Sumarsýning Listasafns Árnesinga 2022 verður endurflutningur þessara viðburða ásamt nýrri verkum eftir sömu listamenn sem tóku þátt í þessu samstarfi á sínum tíma og blésu með því lífi í íslenska samtímalist á áttunda áratug síðustu aldar,“ segir í fréttatilkynningu frá safninu. Brot úr sýningarskránni.Listasafn Árnesinga Sýnd verða verk eftir fjölbreytta listamenn en þeir eru Eggert Pétursson, Endre Tot, Gábor Attalai, Géza Perneczky, Ingólfur Arnarsson, Kristján Guðmundsson, Kees Visser, Rúrí og Sigurður Guðmundsson. Bréfaskrif á milli Eggerts Péturssonar, Ingólfs Arnarssonar og Endres Tót.Listasafn Árnesinga „Við hlökkum til að deila með gestum okkar þessum hluta listasögunnar sem hefur mikið til gleymst en samt sem áður er mestur hluti af því sem við sýnum komið úr geymslum Nýlistasafnsins,“ segja forsvarsmenn safnsins. Sýningin stendur til 4. september næstkomandi.
Myndlist Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira