Fótbolti

Pólverjar unnu opnunarleik Þjóðardeildarinnar 2022

Atli Arason skrifar
Poland v Wales: UEFA Nations League - League Path Group 4 WROCLAW, POLAND - JUNE 01: Karol Swiderski of Poland celebrates after scoring a goal to make it 2-1 during the UEFA Nations League League A Group 4 match between Poland and Wales at Tarczynski Arena on June 1, 2022 in Wroclaw, Poland. (Photo by James Williamson - AMA/Getty Images)
Poland v Wales: UEFA Nations League - League Path Group 4 WROCLAW, POLAND - JUNE 01: Karol Swiderski of Poland celebrates after scoring a goal to make it 2-1 during the UEFA Nations League League A Group 4 match between Poland and Wales at Tarczynski Arena on June 1, 2022 in Wroclaw, Poland. (Photo by James Williamson - AMA/Getty Images) Getty Images

Pólland vann 2-1 sigur á Wales í fyrsta leik Þjóðardeildarinnar þetta leiktímabil. Pólverjar lentu undir en náðu að snúa leiknum sér í hag.

Þrátt fyrir að vera án stjörnuleikmanna eins og Gareth Bale, Aaron Ramsey og Ben Davis þá komst Wales yfir á 52. mínútu leiksins með marki Jonny Williams.

Pólverjar hafa aldrei tapað á heimavelli gegn Wales og það átti ekki að vera nein breyting á því í dag. Varamaðurinn Jakub Kaminski jafnaði leikinn aðeins 12 mínútum eftir að hafa verið skipt inn á eftir vandræðagang í varnarleik Wales þar sem Kaminski fékk óáreittur að koma skoti á mark gestanna.

Sigurmarkið kom svo fimm mínútum fyrir leikslok. Marktilraun Robert Lewandowski fór af tveimur leikmönnum, sem blekkti Wayne Hennesy í marki Wales og annar varamaður, Karol Swiderski, náði að skora í autt markið til að tryggja Pólverjum sigur.

Stigin þrjú fara því til Póllands sem er á toppi 4. riðils í A-deild Þjóðardeildarinnar. Holland og Belgía eru hin tvö liðin í riðlinum en þau leika við hvort annað næsta föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×