Bjóða upp sérhönnuð sundferðalög Árni Sæberg skrifar 1. júní 2022 13:58 Útsýnið úr Laugarhólslaug er ekki af verri endanum, Laugarhólslaug er ein lauganna á Vestfjarðaleiðinni. Aðsend/Móna Lea Hönnunarsafn Íslands bíður upp á ferðagjöf þetta árið en hún er í formi þriggja sérhannaðra sundferða sem tengjast sýningunni Sund sem stendur ný yfir í safninu. Í Hönnunarsafni Íslands stendur nú yfir yfirlitssýning um sundmenningu á Íslandi. Á vef safnsins segir að mikilvægustu almannagæðin á Íslandi séu fólgin í heita vatninu. Athyglisverðustu almannarýmin séu sundlaugarnar. Laugarnar séu vettvangur þar sem ókunnugir hittast og verða jafnvel málkunnugir, staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér — á sundfötum. Nú hafa þrír háskólanema fengið styrk úr nýsköpunarsjóði námsmanna til að gera verkefnið Sundferðir í tengslum við sýninguna. Um er að ræða þrjár sérhannaðar sundferðir sem almenningur getur nálgast á vefsíðunni sundferðir.com og valið sundferðalag um Vestfirði, Vesturland eða Suðurland. Á síðunni er vegakort sem sýnir í hvaða röð er mælt með að fara í laugarnar. Þar má einnig finna ýmsan fróðleik svo sem upprunalegan tilgang lauganna og séreinkenni ásamt fallegu myndefni sem lýsir stemningunni á hverjum stað. Vefsíðan er blanda fróðleiks og skemmtunar og ætti að kveikja áhuga á ferðafyrirkomulagi sem er rakið að stunda á Íslandi. Á kortinu hér að neðan má sjá sundferðalagið um Vestfirði en ljóst er að ferðalagið gæti tekið drjúgan tíma ef ferðalangar fara í allar laugarnar og njóta þeirra til hins ýtrasta. Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafnsins var leiðbeinandi í verkefninu en að því komu háskólanemarnir Katrín Snorradóttir nemandi í MA í Þjóðfræði , Móna Lea Óttarsdóttir nemandi í vöruhönnun og Ragnheiður Stefánsdóttir nemandi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Nemendurnir fóru sjálfar í allar laugarnar, hittu gesti og umsjónarmenn lauganna og fræddust um hvern stað fyrir sig. Sund Menning Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Sundlaugar Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Sjá meira
Í Hönnunarsafni Íslands stendur nú yfir yfirlitssýning um sundmenningu á Íslandi. Á vef safnsins segir að mikilvægustu almannagæðin á Íslandi séu fólgin í heita vatninu. Athyglisverðustu almannarýmin séu sundlaugarnar. Laugarnar séu vettvangur þar sem ókunnugir hittast og verða jafnvel málkunnugir, staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér — á sundfötum. Nú hafa þrír háskólanema fengið styrk úr nýsköpunarsjóði námsmanna til að gera verkefnið Sundferðir í tengslum við sýninguna. Um er að ræða þrjár sérhannaðar sundferðir sem almenningur getur nálgast á vefsíðunni sundferðir.com og valið sundferðalag um Vestfirði, Vesturland eða Suðurland. Á síðunni er vegakort sem sýnir í hvaða röð er mælt með að fara í laugarnar. Þar má einnig finna ýmsan fróðleik svo sem upprunalegan tilgang lauganna og séreinkenni ásamt fallegu myndefni sem lýsir stemningunni á hverjum stað. Vefsíðan er blanda fróðleiks og skemmtunar og ætti að kveikja áhuga á ferðafyrirkomulagi sem er rakið að stunda á Íslandi. Á kortinu hér að neðan má sjá sundferðalagið um Vestfirði en ljóst er að ferðalagið gæti tekið drjúgan tíma ef ferðalangar fara í allar laugarnar og njóta þeirra til hins ýtrasta. Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafnsins var leiðbeinandi í verkefninu en að því komu háskólanemarnir Katrín Snorradóttir nemandi í MA í Þjóðfræði , Móna Lea Óttarsdóttir nemandi í vöruhönnun og Ragnheiður Stefánsdóttir nemandi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Nemendurnir fóru sjálfar í allar laugarnar, hittu gesti og umsjónarmenn lauganna og fræddust um hvern stað fyrir sig.
Sund Menning Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Sundlaugar Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög