Bein útsending frá stærsta utanvegahlaupi ársins: „Þetta verður bara algjört partý“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. júní 2022 14:30 Sminkan og hlaupdrottningin Rakel María mun ásamt Mari stjórna beinni útsendingu frá utanvegahlaupinu Salomon Hengill Ultra um helgina. Aðsend „Þetta verður ein hlaupaveisla alla helgina og ég hlakka til leyfa fólki að fylgjast með stemmningunni heima í stofu, eða hvar sem það heldur sig,“ segir hlaupakonan og sminkan Rakel María Hjaltadóttir í samtali við Vísi. Lengsta og fjölmennasta utanvegarhlaup landsins, Salomon Hengill Ultra, verður ræst í miðbæ Hveragerðis næsta föstudag. Vegalengdirnar sem eru í boði eru all frá 5 - 163 kílómetrar og stendur hlaupið yfir frá föstudegi til laugardags. Rakel María tók þátt í hlaupinu árið 2020 og hljóp þá 100 kílómetra. Bein útsending frá hlaupinu alla helgina Í ár verður bein útsending frá hlaupinu í samstarfi við fyrirtækið Skjáskot og verður útsendingin bæði á Facebook Live og Youtube. Sýnt verður frá öllum ræsingum hlaupsins og byrjar hver útsending klukkutíma fyrir hverja ræsingu. „Við erum ætlum að stefna að því að þetta hlaup verði eitt af stærstu utanvegarhlaupunum í Evrópu,“ segir Einar Bárðarson sem er einn af eigendum mótaraðarinnar Víkingamótanna sem heldur Salomon Hengil Ultra. Hlaupadrottningarnar Rakel María Hjaltadóttir og Mari Järsk munu sjá um að stjórna útsendingu hlaupsins en sjálfar eru þær hlaupinu vel kunnugar. Árið 2020 hljóp Rakel 106 kílómetra og í fyrra hljóp Mari 160 kílómetra. Ég ætla sjálf að hlaupa miðnæturhlaupið en svo verð ég aðallega í því að taka púlsinn á keppendum og sýna fólki heima í stofu frá allri stemmningunni og fjörinu í hlaupinu, segir Rakel. Mari mun að þessu sinni ekki hlaupa sjálf heldur eyða orkunni í að peppa keppendur og stjórna útsendingunni ásamt Rakel. Hlaupakonan Mari Järsk hljóp í fyrra 163 kílómetra í hlaupinu en í ár mun hún einbeita sér að því að peppa þátttakendur og stjórna beinni útsendingu frá hlaupinu ásamt Rakel. Yfir þúsund hlauparar skráðir til leiks Einar segir stóran og góðan hóp koma að skipulagningu og gæslu mótsins og nú geti enn fleiri upplifað stemmninguna beint í æði með því að fylgjast með beinu streymi. „Allt í allt eru þetta tíu stjórnendur og svo sirka 80 manns sem koma að uppsetningu og gæslu mótsins.“ Hengill Ultra er nú haldið í ellefta sinn og hafa nú þegar langt yfir þúsund manns skráð sig til leiks. „Mesti hitinn í þessu er á okkar besta manni Þórir Erlingssyni sem er framkvæmdastjóra mótanna. Maður sem er með meistaragráðu frá Háskóla í Bandaríkjunum í því að taka vel á móti fólki þannig að maður er meira orðin áhorfandi í þessu en það er mikil tilhlökkun fyrir helginni í öllum hópnum.“ Einar Bárðarson einn af eigendum og stjórnendum mótsins segist aðallega muni hlaupa fram og til baka þessa helgina. Enda væntanlega í mörg horn að líta... og hlaupa!Bernhard Kristinn Aðspurður hvort að hann sjálfur ætli að hlaupa í hlaupinu sagði Einar þetta: Já, ég ætla mér að hlaupa fram og til baka alla helgina....að leysa allskonar vesen! Einar segir marga af allra bestu utanvegahlaupurum landsins skráða til leiks og einnig erlendar kempur. Já, við eigum von á danska landsliðinu í utanvegahlaupi sem mun vera með sitt sterkasta hlaupafólk í 26 kílómetra brautinni. Danirnir er lúmskir, þeir hlaupa ekki bara á jafnsléttu, segir Einar að lokum. Hlaup Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Lengsta og fjölmennasta utanvegarhlaup landsins, Salomon Hengill Ultra, verður ræst í miðbæ Hveragerðis næsta föstudag. Vegalengdirnar sem eru í boði eru all frá 5 - 163 kílómetrar og stendur hlaupið yfir frá föstudegi til laugardags. Rakel María tók þátt í hlaupinu árið 2020 og hljóp þá 100 kílómetra. Bein útsending frá hlaupinu alla helgina Í ár verður bein útsending frá hlaupinu í samstarfi við fyrirtækið Skjáskot og verður útsendingin bæði á Facebook Live og Youtube. Sýnt verður frá öllum ræsingum hlaupsins og byrjar hver útsending klukkutíma fyrir hverja ræsingu. „Við erum ætlum að stefna að því að þetta hlaup verði eitt af stærstu utanvegarhlaupunum í Evrópu,“ segir Einar Bárðarson sem er einn af eigendum mótaraðarinnar Víkingamótanna sem heldur Salomon Hengil Ultra. Hlaupadrottningarnar Rakel María Hjaltadóttir og Mari Järsk munu sjá um að stjórna útsendingu hlaupsins en sjálfar eru þær hlaupinu vel kunnugar. Árið 2020 hljóp Rakel 106 kílómetra og í fyrra hljóp Mari 160 kílómetra. Ég ætla sjálf að hlaupa miðnæturhlaupið en svo verð ég aðallega í því að taka púlsinn á keppendum og sýna fólki heima í stofu frá allri stemmningunni og fjörinu í hlaupinu, segir Rakel. Mari mun að þessu sinni ekki hlaupa sjálf heldur eyða orkunni í að peppa keppendur og stjórna útsendingunni ásamt Rakel. Hlaupakonan Mari Järsk hljóp í fyrra 163 kílómetra í hlaupinu en í ár mun hún einbeita sér að því að peppa þátttakendur og stjórna beinni útsendingu frá hlaupinu ásamt Rakel. Yfir þúsund hlauparar skráðir til leiks Einar segir stóran og góðan hóp koma að skipulagningu og gæslu mótsins og nú geti enn fleiri upplifað stemmninguna beint í æði með því að fylgjast með beinu streymi. „Allt í allt eru þetta tíu stjórnendur og svo sirka 80 manns sem koma að uppsetningu og gæslu mótsins.“ Hengill Ultra er nú haldið í ellefta sinn og hafa nú þegar langt yfir þúsund manns skráð sig til leiks. „Mesti hitinn í þessu er á okkar besta manni Þórir Erlingssyni sem er framkvæmdastjóra mótanna. Maður sem er með meistaragráðu frá Háskóla í Bandaríkjunum í því að taka vel á móti fólki þannig að maður er meira orðin áhorfandi í þessu en það er mikil tilhlökkun fyrir helginni í öllum hópnum.“ Einar Bárðarson einn af eigendum og stjórnendum mótsins segist aðallega muni hlaupa fram og til baka þessa helgina. Enda væntanlega í mörg horn að líta... og hlaupa!Bernhard Kristinn Aðspurður hvort að hann sjálfur ætli að hlaupa í hlaupinu sagði Einar þetta: Já, ég ætla mér að hlaupa fram og til baka alla helgina....að leysa allskonar vesen! Einar segir marga af allra bestu utanvegahlaupurum landsins skráða til leiks og einnig erlendar kempur. Já, við eigum von á danska landsliðinu í utanvegahlaupi sem mun vera með sitt sterkasta hlaupafólk í 26 kílómetra brautinni. Danirnir er lúmskir, þeir hlaupa ekki bara á jafnsléttu, segir Einar að lokum.
Hlaup Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira