Dustin Johnson óvænt meðal kylfinga í ofurdeild sem fjármögnuð er af Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 09:30 Dustin Johnson á PGA-meistaramótinu í maí. EPA-EFE/TANNEN MAURY Dustin Johnson, sem var um tíma talinn besti kylfingur í heimi, er óvænt meðal kylfinga í LIV-mótaröðinni sem er fjármögnuð með peningum frá Sádi-Arabíu. Hans helsti styrktaraðili hefur slitið samstarfi þeirra á milli vegna ákvörðunar Johnson. Þetta kemur virkilega á óvart þar sem Dustin Johnson sagðist í febrúar síðastliðnum að hann yrði hluti af PGA-mótaröðinni. Johnson sagðist þakklátur fyrir að vera meðal keppenda á bestu mótaröð í heimi. Johnson er stærsta nafnið sem tekur þátt í LIV-mótaröðinni en goðsögnin Phil Mickelson átti sinn þátt í að koma henni á laggirnar. Það kom sérstaklega á óvart þar sem Mickelson blótaði yfirvöldum þar í landi í sand og ösku í samtali sínu við rithöfundinn Alan Shipnuck. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson. Hann bætti svo við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Johnson virðist ekki hafa látið þetta á sig fá og hefur ákveðið að skrá sig til leiks. Fyrsta mótið fer fram í Hertfordshire á Englandi á sama tíma og Opna kanadíska meistaramótið fer fram en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Ásamt Johnson eru Lee Westwood, Ian Poultier og Sergio Garcia meðal kylfinga á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar þar sem verðlaunaféð er alls 20 milljónir punda. Þar af fær sigurvegarinn þrjár milljónir punda í eigin vasa. Það gæti verið að PGA-mótaröðin bregði á það að refsa kylfingum fyrir að taka ekki þátt á mótum eftir að hafa skráð sig til leiks. Óvíst er hver sú refsing verður. It appears one of Dustin Johnson's primary endorsers has cut ties.— Golf Digest (@GolfDigest) June 1, 2022 Það er hins vegar ljóst að Johnson hefur þegar tapað peningum á ákvörðun sinni en einn helsti styrktaraðili hans, Royal Bank of Canada, hefur slitið samningi sínum við kylfinginn. Samstarf þeirra hófst árið 2018 en þar sem RBC er stoltur styrktaraðili PGA þá getur bankinn ekki staðið með kylfingi sem velur önnur mót fram yfir PGA-mótaröðina. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála en mögulega gætu fleiri kylfingar fært sig milli mótaraða ef LIV-mótaröðin borgar jafn vel og af er látið. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þetta kemur virkilega á óvart þar sem Dustin Johnson sagðist í febrúar síðastliðnum að hann yrði hluti af PGA-mótaröðinni. Johnson sagðist þakklátur fyrir að vera meðal keppenda á bestu mótaröð í heimi. Johnson er stærsta nafnið sem tekur þátt í LIV-mótaröðinni en goðsögnin Phil Mickelson átti sinn þátt í að koma henni á laggirnar. Það kom sérstaklega á óvart þar sem Mickelson blótaði yfirvöldum þar í landi í sand og ösku í samtali sínu við rithöfundinn Alan Shipnuck. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson. Hann bætti svo við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Johnson virðist ekki hafa látið þetta á sig fá og hefur ákveðið að skrá sig til leiks. Fyrsta mótið fer fram í Hertfordshire á Englandi á sama tíma og Opna kanadíska meistaramótið fer fram en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Ásamt Johnson eru Lee Westwood, Ian Poultier og Sergio Garcia meðal kylfinga á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar þar sem verðlaunaféð er alls 20 milljónir punda. Þar af fær sigurvegarinn þrjár milljónir punda í eigin vasa. Það gæti verið að PGA-mótaröðin bregði á það að refsa kylfingum fyrir að taka ekki þátt á mótum eftir að hafa skráð sig til leiks. Óvíst er hver sú refsing verður. It appears one of Dustin Johnson's primary endorsers has cut ties.— Golf Digest (@GolfDigest) June 1, 2022 Það er hins vegar ljóst að Johnson hefur þegar tapað peningum á ákvörðun sinni en einn helsti styrktaraðili hans, Royal Bank of Canada, hefur slitið samningi sínum við kylfinginn. Samstarf þeirra hófst árið 2018 en þar sem RBC er stoltur styrktaraðili PGA þá getur bankinn ekki staðið með kylfingi sem velur önnur mót fram yfir PGA-mótaröðina. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála en mögulega gætu fleiri kylfingar fært sig milli mótaraða ef LIV-mótaröðin borgar jafn vel og af er látið.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira