Körfubolti

Rúnar stýrir Íslandsmeisturunum áfram

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Ingi Erlingsson og Kristín Örlygsdóttir handsala samninginn.
Rúnar Ingi Erlingsson og Kristín Örlygsdóttir handsala samninginn. UMFN.is

Rúnar Ingi Erlingsson verður áfram þjálfari Íslandsmeistara Njarðvíkur en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið í dag.

Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkur, en Rúnar gerði liðið óvænt að Íslandsmeisturum á nýafstaðinni leiktíð þegar Njarðvík hafði betur geg Haukum í úrslitarimmu Subway-deildar kvenna. Áður höfðu Njarðvíkingar slegið deildarmeistara Fjölnis úr leik í undanúrslitum eftir að hafa hafnað í fjórða sæti deildarinnar.

„Rúnar gerði frábæra hluti með liðið í vetur og sýndi þar og sannaði hve öflugur þjálfari hann er. Við bindum miklar vonir við samstarfið við Rúnar næstu árin og ætlum okkur áframhaldandi góða hluti með kvennaliðið okkar,” sagði Kristín Örlygsdóttir, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur við undirritunina í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×