Perez framlengir við Red Bull Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2022 18:45 Sergio Perez verður áfram í herbúðum Red Bull. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Red Bull. Framlengingin nær til ársins 2024, en þessi 32 ára ökuþór vann sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann kom fyrstur í mark í Mónakó síðastliðinn sunnudag. Eftir sigurinn á sunnudaginn situr Perez í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, trónir á toppnum, en saman sjá þeir til þess að Red Bull-liðið leiðir heimsmeistarakeppni bílasmiða. „Þetta hefur verið ótrúleg vika fyrir mig. Að sigra í Mónakó er draumur fyrir hvaða ökumann sem er og að fylgja því svo eftir með því að tilkynna að ég verði hjá Red Bull til ársins 2024 gerir mig ótrúlega hamingjusaman,“ sagði Perez. Thank you for all the trust and for making me part of this family for two more years! Vamooos!¡Gracias por toda la confianza y por hacerme parte de esta familia hasta 2024! ¡Vamooos! @redbullracing pic.twitter.com/DCNpUt3WMg— Sergio Pérez (@SChecoPerez) May 31, 2022 Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, sagði enn fremur að Perez væri ekki bara frábær liðsmaður, heldur væri hann að stíga skref í átt að því að berjast á toppnum. „Aftur og aftur hefur hann sannað sig sem ekki bara frábær liðsmaður, heldur hefur sjálfstraustið hans aukist það mikið að hann er farinn að gera sig gildandi meðal fremstu manna. Á þessu ári hefur hann tekið enn eitt skrefið í átt að því og er farinn að minnka bilið á milli sín og heimsmeistarans Max Verstappen,“ sagði Horner. Formúla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Framlengingin nær til ársins 2024, en þessi 32 ára ökuþór vann sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann kom fyrstur í mark í Mónakó síðastliðinn sunnudag. Eftir sigurinn á sunnudaginn situr Perez í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, trónir á toppnum, en saman sjá þeir til þess að Red Bull-liðið leiðir heimsmeistarakeppni bílasmiða. „Þetta hefur verið ótrúleg vika fyrir mig. Að sigra í Mónakó er draumur fyrir hvaða ökumann sem er og að fylgja því svo eftir með því að tilkynna að ég verði hjá Red Bull til ársins 2024 gerir mig ótrúlega hamingjusaman,“ sagði Perez. Thank you for all the trust and for making me part of this family for two more years! Vamooos!¡Gracias por toda la confianza y por hacerme parte de esta familia hasta 2024! ¡Vamooos! @redbullracing pic.twitter.com/DCNpUt3WMg— Sergio Pérez (@SChecoPerez) May 31, 2022 Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, sagði enn fremur að Perez væri ekki bara frábær liðsmaður, heldur væri hann að stíga skref í átt að því að berjast á toppnum. „Aftur og aftur hefur hann sannað sig sem ekki bara frábær liðsmaður, heldur hefur sjálfstraustið hans aukist það mikið að hann er farinn að gera sig gildandi meðal fremstu manna. Á þessu ári hefur hann tekið enn eitt skrefið í átt að því og er farinn að minnka bilið á milli sín og heimsmeistarans Max Verstappen,“ sagði Horner.
Formúla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira