Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. maí 2022 22:00 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson dáist að merki flugfélagsins út um gluggann á Akureyrarflugvelli. Vísir/Tryggvi Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. Niceair er fyrsta millilandaflugfélagið sem hefur fasta viðveru allan ársins hring á Akureyrarflugvelli. Gamall draumur marga að verða að veruleika þegar flugvélin kom í fyrsta skipti til Akureyrar „Það er eiginlega ólýsanlegt. Miklar tilfinningar sem bærðust í brjóstinu á mér þegar við flugum hérna yfir flugbrautina,“ sagði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair í samtali við fréttastofu á flughlaði Akureyrarflugvallar, skömmu eftir að Airbus-vél félagsins lenti á flugvellinum. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina. „SÚLUR!,“ kallaði Eliza með bros á vör, þegar hún svipti hulunni af nafnamerkingu vélarinnar í blíðviðrinu á Akureyri í dag. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina.Vísir/Tryggvi Súlur heitir flugvélin, eftir bæjarfjalli Akureyrar sem gnæfir yfir bænum í suðvestri. Í sumar flýgur Niceair til London, Kaupmannahafnar og Tenerife, Manchester bætist svo við í haust. Þorvaldur Lúðvík, telur margt breytast á Norður-og Austurlandi með tilkomu þotunnar. Niceair eða North Iceland. Flugfélagið er fyrsta flugfélagið sem starfrækir millilandaflug allt árið um kring frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi „Þetta er auðvitað gríðarleg lyftistöng fyrir atvinnulífið. Öll skilyrði til atvinnuuppbyggingar þau gjörbreytast. Nú er þetta allt í einu raunhæft að vera með ýmis konar útflutning. Það er líka raunhæft að vera í alls kyns þróunarvinnu sem að þú þarft að sinna í útlöndum en þú getur auðveldar pendlað á milli.“ Þessi flugvél, hún er núna hingað komin. Hún fær litla hvíld? „Það er bara af stað á fimmtudaginn til Kaupmannahafnar.“ Allt fullt í þá vél? „Já, ég held að svo muni vera.“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson og annað starfsfólk Niceair á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Og mikil tilhlökkun væntanlega? „Já, það er mikil tilhlökkun hjá öllum. Þetta er stór hópur sem hefur staðið á bak við félagið. Við erum ánægð með þessa breiðsíðu af stuðningi sem við höfum fengið.“ Fréttir af flugi Niceair Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17 Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31 „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Niceair er fyrsta millilandaflugfélagið sem hefur fasta viðveru allan ársins hring á Akureyrarflugvelli. Gamall draumur marga að verða að veruleika þegar flugvélin kom í fyrsta skipti til Akureyrar „Það er eiginlega ólýsanlegt. Miklar tilfinningar sem bærðust í brjóstinu á mér þegar við flugum hérna yfir flugbrautina,“ sagði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair í samtali við fréttastofu á flughlaði Akureyrarflugvallar, skömmu eftir að Airbus-vél félagsins lenti á flugvellinum. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina. „SÚLUR!,“ kallaði Eliza með bros á vör, þegar hún svipti hulunni af nafnamerkingu vélarinnar í blíðviðrinu á Akureyri í dag. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina.Vísir/Tryggvi Súlur heitir flugvélin, eftir bæjarfjalli Akureyrar sem gnæfir yfir bænum í suðvestri. Í sumar flýgur Niceair til London, Kaupmannahafnar og Tenerife, Manchester bætist svo við í haust. Þorvaldur Lúðvík, telur margt breytast á Norður-og Austurlandi með tilkomu þotunnar. Niceair eða North Iceland. Flugfélagið er fyrsta flugfélagið sem starfrækir millilandaflug allt árið um kring frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi „Þetta er auðvitað gríðarleg lyftistöng fyrir atvinnulífið. Öll skilyrði til atvinnuuppbyggingar þau gjörbreytast. Nú er þetta allt í einu raunhæft að vera með ýmis konar útflutning. Það er líka raunhæft að vera í alls kyns þróunarvinnu sem að þú þarft að sinna í útlöndum en þú getur auðveldar pendlað á milli.“ Þessi flugvél, hún er núna hingað komin. Hún fær litla hvíld? „Það er bara af stað á fimmtudaginn til Kaupmannahafnar.“ Allt fullt í þá vél? „Já, ég held að svo muni vera.“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson og annað starfsfólk Niceair á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Og mikil tilhlökkun væntanlega? „Já, það er mikil tilhlökkun hjá öllum. Þetta er stór hópur sem hefur staðið á bak við félagið. Við erum ánægð með þessa breiðsíðu af stuðningi sem við höfum fengið.“
Fréttir af flugi Niceair Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17 Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31 „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17
Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31
Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31
„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11
Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37