Ancelotti segir það hafa verið auðveldara að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 10:30 „Ooog berjast,“ kallar Carlo Ancelotti eflaust hér inn á völlinn. John Berry/Getty Images Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópumeistara Real Madríd, segir það hafa verið auðveldara fyrir sig að undirbúa lið sitt fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool heldur en önnur lið. Ancelotti stýrði Real til sigurs gegn Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar um liðna helgi. Ancelotti sjálfur var að vinna Meistaradeild Evrópu í fjórða sinn en Real Madríd sem félag var að vinna Meistaradeildina (og forvera hennar) í fjórtánda sinn. Real vann leikinn 1-0 þökk sé marki Vinícius Júnior í síðari hálfleik og þó Thibaut Courtois, markvörður Evrópumeistaranna, hafi verið maður leiksins má segja að leikkerfi Real í leiknum hafi gengið frábærlega upp. Ancelotti hefur eflaust reitt stuðningsfólk Liverpool til reiði með ummælum sínum um að undirbúningur Real hafi verið auðveldari en oft áður. „Ég held það hafi hjálpað að það var auðveldara að greina Liverpool en aðra mótherja þar sem liðið er með skýra stefnu hvernig það vill spila. Við gátum því farið yfir hvernig við vildum spila á móti. Við vissum hvaða leið við þyrftum að fara, ekki gefa þeim pláss bakvið vörnina til að hlaupa inn í.“ Real Madrid manager Carlo Ancelotti has claimed his preparations for Saturday s #UCLFinal were helped by Liverpool being more decipherable than their previous opponents. #RMCF | #LFC pic.twitter.com/vnKyvHhBKp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 30, 2022 Þó Liverpool hafi komist í einstaka fín færi þökk sé gæðum leikmanna á borð við Sadio Mané og Mohamed Salah þá gerði Real vel í að loka svæðum. Karim Benzema fórnaði þeim möguleika á að reynast hetjan með því að draga sig mikið niður og hjálpa til bæði á miðjunni sem og út á væng. Benzema bjó til ójafnvægi sem leikmenn Liverpool þurftu að glíma við er Real reyndi að spila boltanum upp völlinn. Þannig reyndu þeir að toga leikmenn Liverpool úr stöðu og fara með þá í svæði sem þeir vilja ekki fara í. Það gekk eftir í markinu sem Vinícius skorar en Federico Valverde bar boltann þá upp hægra megin á meðan hinn brasilíski Vinícius fór á blindu hliðina á Trent Alexander-Arnold og renndi boltanum í autt markið. Vinícius Júnior writes his name into history #UCLfinal pic.twitter.com/0hGh9JFeUO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 28, 2022 Á meðan Liverpool hefur skýran og einkennandi leikstíl þá gerir Real einfaldlega það sem er best hverju sinni. Það hefur skilað þeim ágætis árangri til þessa. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Ancelotti stýrði Real til sigurs gegn Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar um liðna helgi. Ancelotti sjálfur var að vinna Meistaradeild Evrópu í fjórða sinn en Real Madríd sem félag var að vinna Meistaradeildina (og forvera hennar) í fjórtánda sinn. Real vann leikinn 1-0 þökk sé marki Vinícius Júnior í síðari hálfleik og þó Thibaut Courtois, markvörður Evrópumeistaranna, hafi verið maður leiksins má segja að leikkerfi Real í leiknum hafi gengið frábærlega upp. Ancelotti hefur eflaust reitt stuðningsfólk Liverpool til reiði með ummælum sínum um að undirbúningur Real hafi verið auðveldari en oft áður. „Ég held það hafi hjálpað að það var auðveldara að greina Liverpool en aðra mótherja þar sem liðið er með skýra stefnu hvernig það vill spila. Við gátum því farið yfir hvernig við vildum spila á móti. Við vissum hvaða leið við þyrftum að fara, ekki gefa þeim pláss bakvið vörnina til að hlaupa inn í.“ Real Madrid manager Carlo Ancelotti has claimed his preparations for Saturday s #UCLFinal were helped by Liverpool being more decipherable than their previous opponents. #RMCF | #LFC pic.twitter.com/vnKyvHhBKp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 30, 2022 Þó Liverpool hafi komist í einstaka fín færi þökk sé gæðum leikmanna á borð við Sadio Mané og Mohamed Salah þá gerði Real vel í að loka svæðum. Karim Benzema fórnaði þeim möguleika á að reynast hetjan með því að draga sig mikið niður og hjálpa til bæði á miðjunni sem og út á væng. Benzema bjó til ójafnvægi sem leikmenn Liverpool þurftu að glíma við er Real reyndi að spila boltanum upp völlinn. Þannig reyndu þeir að toga leikmenn Liverpool úr stöðu og fara með þá í svæði sem þeir vilja ekki fara í. Það gekk eftir í markinu sem Vinícius skorar en Federico Valverde bar boltann þá upp hægra megin á meðan hinn brasilíski Vinícius fór á blindu hliðina á Trent Alexander-Arnold og renndi boltanum í autt markið. Vinícius Júnior writes his name into history #UCLfinal pic.twitter.com/0hGh9JFeUO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 28, 2022 Á meðan Liverpool hefur skýran og einkennandi leikstíl þá gerir Real einfaldlega það sem er best hverju sinni. Það hefur skilað þeim ágætis árangri til þessa. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira