Haraldur Franklín Magnús lék fjórða og síðasta hringinn á 72 höggum eða einum yfir pari en það er næstbesti hringur hans á mótinu.
Mótið var kaflaskipt hjá Haraldi Franklín en hann byrjaði vel og fór fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari.
Honum tókst hins vegar ekki að fylgja því eftir og spilaði annan hringinn á 77 höggum. Haraldur Franklín náði vopnum sínum þó aftur og lék þriðja hringinn á 73 höggum.
Þessi frammistaða skilaði Haraldi Franklín í 56. sæti á mótinu. Á lokahringnum í dag fékk hann tvo fugla en fimm skolla.