Menning

„Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Snorri Ásmundsson er viðmælandi í Kúnst.
Snorri Ásmundsson er viðmælandi í Kúnst. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista.

„Sumum finnst ég vera svona kómíker eða trúður en mér finnst ég ekki vera það. Það er alltaf alvarlegur undirtónn í öllu sem ég geri. Þó það sé eitthvað glens í því þá er mjög alvarlegur undirtónn.“

Öllu gríni fylgir jú alvara en Snorri er þó ekki að setja hlutina fram í gríni.

„Þegar ég fæ einhvern stimpil að ég sé eitthvað grín þá fer það í taugarnar á mér. Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu. Þetta er ég!“

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Líf mitt er meira og minna bara einn gjörningur“

Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hann er listamaður sem takmarkar sig ekki við einn listmiðil, ber marga hatta og er meðal annars gjörningalistamaður, myndlistarmaður, lífskúnstner og frambjóðandi svo eitthvað sé nefnt.

Frikki Dór og Britney Spears eru innblástur í myndlistinni

Myndlistarkonan Kristín Dóra var skilgreind sem popplistamaður þegar hún var í námi við Listaháskólann. Hún segir mikilvægt að ólíkar stefnur fái að taka pláss í myndlistarheiminum í dag. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti KÚNST en þáttinn má finna í heild sinni neðar í pistlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×