Fimm milljarða dollara verkefni til að rafvæða bandaríska skólabíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. maí 2022 07:00 Rafdrifinn skólabíll. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna, EPA vill rafvæða skólabílaflotann í Bandaríkjunum. Stofnunin hefur sett saman áætlun sem gerir ráð fyrir að fimm milljarðar dollara eða um 650 milljarðar króna verði varið í að rafvæða skólabíla. Verkefnið hefur nafnið „The Clean School Bus Rebate Program“ eða hreina skólabíla áætlunin. Fyrsta fjármögnunarumferðin hefur verið tilkynnt og nemur hún 500 milljónum dollara. Ekki verður eingöngu hægt að fá styrki til að rafvæða skólabílaflotann, heldur verður einhverjum hluta fjármagnsins varið í kaup á bílum sem ganga fyrir náttúrlegum gösum eins og vetni. „Þessi sögulega fjárfesting ríkisstjórnar Biden mun umbylta skólabílaflotanum í öllum Bandaríkjunum. Fjármagnið mun nýtast í að skipta út gömlum bílum sem menga talsvert. Slíkt mun leiða af sér hreinna loft fyrir mörg þeirra 25 milljón skólabarna í Bandaríkjunum sem treysta á skólabíla, mörg þeirra búa í fátækari hlutum samfélagsins. í dag tökum við stórt skref í átt að framtíð þar sem hreinir skólabílar verða staðallinn,“ sagði Michale S. Regan, forstjóri EPA. Skólahverfi geta óskað eftir allt að 25 bílum á hverri umsókn, en ekki munu allir fá sem vilja. Styrkir verða veittir í gegnum happdrætti, en EPA segir þó að byrjað verði á hverjum þar sem meiri fátækt er og lengra er í skólann. Verkefnið mun standa yfir í fimm ár, það hefst í sumar og stendur til loka ársins 2026. Vistvænir bílar Joe Biden Bandaríkin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Verkefnið hefur nafnið „The Clean School Bus Rebate Program“ eða hreina skólabíla áætlunin. Fyrsta fjármögnunarumferðin hefur verið tilkynnt og nemur hún 500 milljónum dollara. Ekki verður eingöngu hægt að fá styrki til að rafvæða skólabílaflotann, heldur verður einhverjum hluta fjármagnsins varið í kaup á bílum sem ganga fyrir náttúrlegum gösum eins og vetni. „Þessi sögulega fjárfesting ríkisstjórnar Biden mun umbylta skólabílaflotanum í öllum Bandaríkjunum. Fjármagnið mun nýtast í að skipta út gömlum bílum sem menga talsvert. Slíkt mun leiða af sér hreinna loft fyrir mörg þeirra 25 milljón skólabarna í Bandaríkjunum sem treysta á skólabíla, mörg þeirra búa í fátækari hlutum samfélagsins. í dag tökum við stórt skref í átt að framtíð þar sem hreinir skólabílar verða staðallinn,“ sagði Michale S. Regan, forstjóri EPA. Skólahverfi geta óskað eftir allt að 25 bílum á hverri umsókn, en ekki munu allir fá sem vilja. Styrkir verða veittir í gegnum happdrætti, en EPA segir þó að byrjað verði á hverjum þar sem meiri fátækt er og lengra er í skólann. Verkefnið mun standa yfir í fimm ár, það hefst í sumar og stendur til loka ársins 2026.
Vistvænir bílar Joe Biden Bandaríkin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent