Erlingur: Eiginlega bara ekkert sár með neitt Einar Kárason skrifar 28. maí 2022 19:12 Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með sína menn þrátt fyrir að Valsmenn hafi fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs í dag þrátt fyrir ósigur sem skilaði Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum í handbolta. „Ég er eiginlega bara ekkert sár með neitt, nema kannski tvö fráköst hérna í lokin sem falla til þeirra. Þar kannski liggur munurinn að lokum. Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins og get eiginlega ekki kvartað yfir neinu.” „Ég vil óska Valsmönnum til hamingju með titilinn. Þeir voru einu marki betri í dag. Ég var ánægður með hvernig liðið óx í úrslitakeppninni. Þó við höfum ekki komið inn í fyrsta leikinn eins og við vildum þar sem við áttum lélegar þrjátíu mínútur.” „Ég verð að segja að frammistaða dómaranna í dag var frábær. Þetta er besta parið og átti auðvitað að vera á öllum leikjunum. Þar klikkaði HSÍ að mínu viti og hefðu getað gert betur þar. En liðin sýndu frábæran leik og frábæra leiki. Sérstaklega þegar línan er alveg á hreinu.” ,,Við erum búnir að breikka hópinn og ég held að við séum fullir tilhlökkunnar að byrja næsta tímabil. Menn séu staddir þar að þeir vilji mæta strax á æfingu á morgun þrátt fyrir að þetta sé búið að vera langt og strangt tímabil. Persónulega líka hjá mér sjálfum. Nú er að koma júní svo þetta er kannski aðeins of langt. Við erum nokkuð sáttur með frammistöðuna.” Stigu upp eftir áramót. „Okkur var spáð sjötta sæti í deildinni. Kári [Kristján Kristjánsson] var ekki sáttur við það og sagði að það væri eiginlega bara dónaskapur. Það var bara fínt. Hann ýtti við mannskapnum enda stór karakter í hópnum. Við erum óheppnir með meiðsli heilt yfir en við erum að leggja inn.” „Ég vil hrósa báðum félögum fyrir uppeldisstefnu sem þau eru með. Það eru auðvitað reynsluboltar í liðunum til að hjálpa til og miðla til þeirra yngri. Við erum að fara í úrslitaeinvígi með fullt af ungum strákum. Hrós til Eyjamanna og einnig til Valsmanna.” „Ég reikna með því,” sagði Erlingur aðspurður hvort hann héldi áfram með liðið. „Maður fer ekkert frá Eyjunni fögru. Hér er best að vera og við erum með frábæran hóp í höndunum. Vonandi fæ ég að stýra honum.” Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 17:48 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Körfubolti „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Fótbolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Fleiri fréttir Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Sjá meira
„Ég er eiginlega bara ekkert sár með neitt, nema kannski tvö fráköst hérna í lokin sem falla til þeirra. Þar kannski liggur munurinn að lokum. Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins og get eiginlega ekki kvartað yfir neinu.” „Ég vil óska Valsmönnum til hamingju með titilinn. Þeir voru einu marki betri í dag. Ég var ánægður með hvernig liðið óx í úrslitakeppninni. Þó við höfum ekki komið inn í fyrsta leikinn eins og við vildum þar sem við áttum lélegar þrjátíu mínútur.” „Ég verð að segja að frammistaða dómaranna í dag var frábær. Þetta er besta parið og átti auðvitað að vera á öllum leikjunum. Þar klikkaði HSÍ að mínu viti og hefðu getað gert betur þar. En liðin sýndu frábæran leik og frábæra leiki. Sérstaklega þegar línan er alveg á hreinu.” ,,Við erum búnir að breikka hópinn og ég held að við séum fullir tilhlökkunnar að byrja næsta tímabil. Menn séu staddir þar að þeir vilji mæta strax á æfingu á morgun þrátt fyrir að þetta sé búið að vera langt og strangt tímabil. Persónulega líka hjá mér sjálfum. Nú er að koma júní svo þetta er kannski aðeins of langt. Við erum nokkuð sáttur með frammistöðuna.” Stigu upp eftir áramót. „Okkur var spáð sjötta sæti í deildinni. Kári [Kristján Kristjánsson] var ekki sáttur við það og sagði að það væri eiginlega bara dónaskapur. Það var bara fínt. Hann ýtti við mannskapnum enda stór karakter í hópnum. Við erum óheppnir með meiðsli heilt yfir en við erum að leggja inn.” „Ég vil hrósa báðum félögum fyrir uppeldisstefnu sem þau eru með. Það eru auðvitað reynsluboltar í liðunum til að hjálpa til og miðla til þeirra yngri. Við erum að fara í úrslitaeinvígi með fullt af ungum strákum. Hrós til Eyjamanna og einnig til Valsmanna.” „Ég reikna með því,” sagði Erlingur aðspurður hvort hann héldi áfram með liðið. „Maður fer ekkert frá Eyjunni fögru. Hér er best að vera og við erum með frábæran hóp í höndunum. Vonandi fæ ég að stýra honum.”
Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 17:48 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Körfubolti „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Fótbolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Fleiri fréttir Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 17:48
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti